Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

91. fundur 16. apríl 2019 kl. 16:15 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bergþóra Höskuldsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Bergþóra Höskuldsdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar minntist forseti sveitarstjórnar Kristjáns Ásgeirssonar, fyrrum bæjarfulltrúa.

Fallinn er frá Kristján Ásgeirsson, bæjarfulltúi, útgerðarmaður, verkalýðsleiðtogi og máttarstólpi í samfélagi okkar á Húsavík til áratuga.

Kristján fæddist 26. júlí 1932. Árið 1966 var Kristján ungur sjómaður á Húsavík og bauð sig fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar Húsavíkur en hann skipaði þá 6. sæti á H-lista óháðra á Húsavík, en Ásgeir Kristjánsson faðir hans leiddi það framboð. Kristján sat aftur í 6. sæti listans í kosningunum 1970.

Kristján leiddi K-listi óháðra og Alþýðubandalags í bæjarstjórnarkosningunum árið 1974 og var þá kjörinn inn í sveitarstjórn í fyrsta sinn, sem þriðji maður í 9 manna sveitarstjórn. Í kosningunm árið 1978 leiddi Kristján K-listann til sigurs en listinn fékk mest fylgi og þrjá menn kjörna.

Árið 1982 leiddi Kristján G-lista Alþýðubandalags og óháðra og leiddi hann þann lista sömuleiðis í kosningunum 1986, 1990 og 1994. Í kosningunum árið 1998 leiddu Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag saman hesta sína, og aftur var Kristján kominn á H-lista, en hann leiddi það framboð til sigurs og hlaut framboðið hreinan meirihluta í sveitarstjórn þá. Í kosningunum 2002 dróg Kristján sig í hlé, en sat í heiðurssæti
H-listans kjörtímabilið 2002 til 2006.

Kristján sat sem aðalmaður í sveitarstjórn frá 1974 til 2002, í hartnær þrjá áratugi.
Á framboðslistum sat Kristján 10 sinnum, í alls 40 ár.
Kristán þótti stundum harður í horn að taka þegar hann barðist fyrir sínum málum og var gríðarlega fylginn sér í þeim málum sem hann beitti sér fyrir. Fyrrum félagar hans, samherjar og mótherjar úr bæjarstjórn Húsavíkur bera honum vel söguna.

Kristján var mikill fjölskyldumaður og þeir sem hann þekktu vissu að hann var miklu mýkri maður en út á við sást. Kristján gaf sér líka tíma til að tala við börn og hann talaði við börn eins og jafningja, því kynntist sá sem hér stendur sem barn sem stundum sat og beið móður sinnar á fundum bæjarstjórnar.

Fjölskyldu Kristjáns votta ég samúð mína og bið fulltrúa að rísa úr sætur og minnast Kristjáns Ásgeirssonar með þakklæti fyrir hans störf í þágu samfélagsins.

Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar

1.Ársreikningur Norðurþings 2018

Málsnúmer 201904002Vakta málsnúmer

Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi hjá Deloitte ehf. kemur á fund sveitarstjórnar og kynnir ársreikning Norðurþings 2018.
Ársreikningurinn er lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Ragnar Jóhann Jónsson gerði grein fyrir ársreikningnum.
Ársreikningnum vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.

2.Ósk um að lóð verði formuð undir fasteignina Víðilund í Öxarfirði

Málsnúmer 201903024Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarmörk beggja lóða verði samþykkt eins og þau koma fram á lóðarteikningu.
Samþykkt samhljóða.

3.Upptaka á fyrirkomulagi landleigusamninga 2017-2018

Málsnúmer 201702177Vakta málsnúmer

Eftir opin samráðsfund og fund með stjórnum hestamannafélagsins Grana og Fjáreigendafélagi Húsavíkur eru lögð fram ný drög að samningum um leigu á ræktarlandi úr sveitarsjóði.
Fyrir fundi liggur að auki minnisblað frá fjármálastjóra vegna leigu á ræktarlandi, til viðmiðunar fyrir gjaldtöku.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir drögin og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá málinu.
Bergur Elías gerði grein fyrir drögum að samningi um leigu á ræktarlandi úr sveitarsjóði.
Til máls tók; Silja, Hjálmar og Bergur.
Tillaga Bergs borin undir atkvæði;
Samþykkt samhljóða.
Drögin að samningum í heild sinni samþykkt samhljóða.

4.Hitaveita Öxarfjarðar

Málsnúmer 201901038Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á 286. fundi byggðarráðs Norðurþings; Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. um hækkun á gjaldskrá veitunnar um 2,981% frá gildandi gjaldskrá. Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 261/2003 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. skal haft samráð við sveitarstjórn vegna gjaldskrárbreytinga.
Byggðarráð vísar gjaldskrárbreytingunni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók;
Bergur Elías
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulag útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 201804100Vakta málsnúmer

Unnin hefur verið tillaga að skipulags- og matslýsingu fyrir útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Tillagan borin undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.

6.Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Málsnúmer 201904035Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs lagði skipulags- og framkvæmdaráð til við sveitarstjórn að lóðarsamningur Garðarsbrautar 20B verði endurnýjaður til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Endurnýjun samningsins samþykkt samhljóða.

7.Samkomulag um vegg í kringum Flókahúsið.

Málsnúmer 201904040Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi drög að samkomulagi um frágang hleðsluveggjar utan lóðar umhverfis fasteignina að Hafnarstétt 13. Drögin gera ráð fyrir að norðurveggur hleðslu verði færður til þeirrar staðsetningar sem áður hafði verið heimiluð, en að austurveggur fái að standa þar til mögulegar tilteknar aðstæður kalli á annað.

Skipulags- og framkvæmdaráð gat fyrir sitt leyti fallist á þær tilhliðranir við lóðarhafa Hafnarstéttar 13 sem tillagan gengur út frá og lagði til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði heimilað að ganga frá samkomulaginu fyrir hönd sveitarfélagsins.
Til máls tók;
Kristján Þór.

Fyrirliggjandi samkomulag samþykkt samhljóða.

8.Reykjaheiðarvegur - Yfirborðsfrágangur

Málsnúmer 201807037Vakta málsnúmer

Á 27. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs voru kynntar tillögur að breyttum mörkum lóða við Reykjaheiðarveg, Sólvelli, Iðavelli og Fossvelli sem unnin voru í tengslum við fyrirhugaða gatnagerð við Reykjaheiðarveg.

Kristinn Jóhann vék af fundi við afgreiðslu erindisins, en ráðið leggur til við sveitarstjórn að lóðarhöfum eftirtalinna lóða verði boðin endurnýjun lóðarleigusamninga á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaða:

Reykjaheiðarvegur 2, 3, 4, 5, 6, 8 og 10
Fossvellir 17, 19 og 23.
Iðavellir 10
Sólvellir 2, 4, 6, 7
Til máls tóku;
Hjálmar Bogi, Örylgur Hnefill og Silja.

Tillagan samþykkt samhljóða.

9.Tillaga að stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði - Ásbyrgi

Málsnúmer 201904051Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði á 29. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs eftir afstöðu og samþykki Norðurþings fyrir að land Ásbyrgis sunnan þjóðvegar verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á að land Ásbyrgis sunnan þjóðvegar verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.
Til máls tók;
Bergur Elías, Kristján Þór, Hjálmar Bogi, Silja.

Bergur leggur fram tillögu þess efnis að tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs verði send hverfisráði Kelduhverfis til umsagnar.

Tillagan borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
Erindinu frestað.

10.Forathugun á vilja bæjarráðs/sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Málsnúmer 201903054Vakta málsnúmer

Á 285. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá Útlendingastofnun sem óskar eftir afstöðu byggðarráðs eða sveitarstjórnar til þess að gera þjónustusamning við stofnunina er snýr að félagslegri þjónustu og stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd, á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsóknar sinnar. Þjónustan snýr m.a. að því að veita umsækjendum húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning.

Byggðarráð vísaði erindinu til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku;
Kolbrún Ada, Hjálmar Bogi, Silja, Helena Eydís, Bergur Elías.

Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu;
Sveitarstjórn Norðurþings telur sér ekki fært að þekkjast boð Útlendingastofnunar um að gera þjónustusamning við stofnunina að sinni.
Sveitarstjórn ítrekar jafnframt boð sitt um móttöku flóttamanna.

Til máls tók;
Hjálmar Bogi, hann óskar bókað; Hjálmar Bogi hefði viljað taka jákvætt í erindið.

Tillaga Kolbrúnar Ödu borin undir atkvæði;
Samþykkt með atkvæðum, Kolbrúnar Ödu, Bergs Elíasar, Örlygs Hnefils, Kristjáns Þórs, Helenu Eydísar, Hrundar og Silju.
Hjálmar Bogi greiðir atkvæði á móti og Hafrún situr hjá.

11.Ferðaþjónusta fatlaðra

Málsnúmer 201502082Vakta málsnúmer

Nýjar reglur um akstursþjónustu við fatlaða voru samþykktar á 27. fundi fjölskylduráðs, sem vísaði þeim til staðfestingar í sveitarstjórn
Til máls tók;
Örlygur Hnefill.

Reglurnar samþykktar samhljóða.

12.Tillaga að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík

Málsnúmer 201902055Vakta málsnúmer

Fulltrúi B-lista, Hjálmar Bogi Hafliðason óskaði eftir að mál 201902055; tillaga að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík, yrði tekin til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku;
Hjálmar Bogi, Örlygur Hnefill og Kristján Þór.


Tillaga frá B og E lista:
Lagt var til að sveitarfélagið Norðurþing hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík á fundi sveitarstjórnar í febrúar síðastliðnum. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Greinargerð:
Lagt var til að framkvæmdasvið í samvinnu við fræðslusvið gerði úttekt á mögulegum leiðum til að byggja upp félagsmiðstöð og ungmennahús á Húsavík. Kanna átti mögulega húsakostir (notað eða nýtt) og með hvaða hætti starfsemi hússins yrði. Ákaflega mikilvægt er að unnið verði með væntanlegum notendum þjónustunnar og mat lagt á þarfir unga fólksins okkar. Samhliða þessari vinnu átti að vinna kostnaðar- og rekstraáætlun í samvinnu við fjármálasvið sveitarfélagsins. Fyrstu niðurstöður skuldu kynntar sveitarstjórnarfulltrúum í eigi síðar en á fundi sveitarstjónar í apríl nk. Þar sem niðurstöður liggja ekki fyrir er lagt til að niðurstöður þeirrar vinnu sem samþykkt var að skyldi unnin, kynnt á fundi sveitarstjórnar í júní 2019.

Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir

Örlygur Hnefill leggur til að erindi B og E lista verði vísað til umræðu í fjölskylduráði.

Til máls tók;
Hjálmar Bogi, Örlygur Hnefill, Silja, Bergur Elías, Kristján Þór og Kolbrún Ada.

Tillaga Örlygs borin undir atkvæði;
Samþykkt samhljóða.

Tillaga B og E lista borin undir atkvæði;
Samþykkt samhljóða.


13.Forvarna- og öryggisnefnd Norðurþings 2018

Málsnúmer 201804223Vakta málsnúmer

Fyrir liggur stefna Forvarna- og öryggisnefndar Norðurþings, samanber erindisbréf nefndarinnar frá 27. apríl 2018. Nefndin hefur lokið störfum og verður öryggisnefnd Norðurþings, sem stofnuð er í samræmi við 6. gr. laga um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, kölluð saman til stofnfundar í framhaldinu.

Á 287. fundi byggðarráðs var stefnunni vísað til umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók;
Kristján Þór.

Stefnan borin undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.

14.Viðauki við umhverfismál 2019

Málsnúmer 201903085Vakta málsnúmer

Lagður er fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019, vegna kostnaðar við gerð umhverfisstefnu Norðurþings, sem ekki var áætlað fyrir, að upphæð kr. 2.990.900,-
Viðaukinn borinn undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.

15.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2019

Málsnúmer 201810046Vakta málsnúmer

Á 29. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var ákveðið að gera þyrfti breytingar á gjaldskrá hafna fyrir árið 2019 til samræmis við samkomulag um hafnarþjónustu á milli hafna Norðurþings og Hafnasamlags Norðurlands.

Umræddar breytingar snúa að hafnsögugjöldum, viðbættum gjöldum er varðar þjónustu dráttarbáts við hafnir Norðurþings og vegna báta í uppistöðu á hafnarsvæðum Norðurþings.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Gjaldskráin borin undir atkvæði;
samþykkt samhljóða.

16.Hreinsun, tæming og eftirlit rotþróa í Norðurþingi - Gjaldskrá 2019

Málsnúmer 201903101Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð tók á 27. fundi sínum afstöðu til fyrirliggjandi gjaldskrár um hreinsun, tæmingu og eftirlit með rotþróum í Norðurþingi 2019.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Gjaldskráin borin undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.

17.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir ýmsum málum er varða verkefni, viðburði og fundi á vegum sveitarfélagsins undanfarin mánuð.
Kristján Þór fór yfir ýmis mál sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi sveitarstjórnar svo sem;
ráðningu fjölmenningarfulltrúa Norðurþings,
ráðstefnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um loftslagsmál.
Landsþing sambandsins sem haldið var 29. mars og einnig fór hann yfir ferð sína á sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins til Strasbourg.
Aðalfundur Eyþings var haldinn 9. apríl og væntanlegar breytingar sem þar voru samþykktar.
Kristján upplýsti sveitarstjórn um að byggðaverkefnið Öxarfjörður í sókn hlaut framlengingu um ár, eftir ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar.

Til máls tók;
Örlygur Hnefill.

18.Byggðarráð Norðurþings - 285

Málsnúmer 1903006FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.

19.Byggðarráð Norðurþings - 286

Málsnúmer 1903010FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.

20.Byggðarráð Norðurþings - 287

Málsnúmer 1904002FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.

21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 27

Málsnúmer 1903009FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.

22.Skipulags- og framkvæmdaráð - 28

Málsnúmer 1903012FVakta málsnúmer

Til máls tók undir lið nr. 14, Silja.
Til máls tók undir lið nr. 9, Kristján Þór, Hjálmar Bogi, Hafrún, Örlygur Hnefill, Bergur Elías, Silja og Helena Eydís.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram án umræðu.

23.Skipulags- og framkvæmdaráð - 29

Málsnúmer 1904001FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.

24.Fjölskylduráð - 28.

Málsnúmer 1903011FVakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 2, Hjálmar Bogi og Örlygur Hnefill.
Til máls tók undir lið 1, Örlygur Hnefill.
Til máls tók undir lið 6, Kolbrún Ada, Örlygur Hnefill, Helena Eydís og Bergur Elías.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram án umræðu.

25.Orkuveita Húsavíkur ohf - 189

Málsnúmer 1903007FVakta málsnúmer

Til máls tók Bergur Elías og minnti á aðalfund Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem haldinn verður í lok apríl.

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.