Fara í efni

Stofnun lóðar undir Víðilund í Öxarfirði.

Málsnúmer 201903024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 26. fundur - 12.03.2019

Sveitarstjóri Norðurþings óskar eftir að stofnuð verði sjálfstæð lóð undir Víðilund í Öxarfirði og gerður lóðarleigusamningur um hana. Fyrir liggur tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að hnitsettri afmörkun 2.750 m² lóðar umhverfis húsið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkuð verði lóð undir Víðilund til samræmis við fyrirliggjandi tillögu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019

Sveitarstjóri Norðurþings óskar eftir að stofnuð verði sjálfstæð lóð undir Víðilund í Öxarfirði og gerður lóðarleigusamningur um hana. Fyrir liggur tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að hnitsettri afmörkun 2.750 m² lóðar umhverfis húsið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkuð verði lóð undir Víðilund til samræmis við fyrirliggjandi tillögu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019

Á fundi ráðsins þann 12. mars s.l. var tekin afstaða til afmörkunar lóðar undir Víðilund í Öxarfirði. Nú hafa fundist gögn sem breyta forsendum og því er lögð til breytt afmörkun lóðar undir Víðilund. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur unnið nýja tillögu að breyttri afmörkun lóðar, sem verði 1,0 ha að flatarmáli. Ennfremur sýnir lóðarblaðið afmörkun lóðar undir gamla skóla við Lund.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarmörk beggja lóða verði samþykkt eins og þau koma fram á lóðarteikningu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarmörk beggja lóða verði samþykkt eins og þau koma fram á lóðarteikningu.
Samþykkt samhljóða.