Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

90. fundur 19. mars 2019 kl. 16:15 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Silja Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
 • Kristján Friðrik Sigurðsson 1. varamaður
 • Berglind Hauksdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Aukaaðalfundur Eyþings

Málsnúmer 201903031Vakta málsnúmer

Boðað er til aukaaðalfundar Eyþings eins og ákveðið var á aðalfundi 2018. Fundurinn verður haldinn 9. apríl 2019 á Hótel KEA kl. 13.00
Til máls tók: Kristján.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar út úr Oddsstöðum

Málsnúmer 201903001Vakta málsnúmer

Landeigendur Oddsstaða á Melrakkasléttu óska eftir samþykki fyrir stofnun 1,31 ha lóðar undir gamla íbúðarhúsinu að Oddsstöðum. Fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur. Ný lóð fái heitið Oddsstaðir 2.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og nafn hennar verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

3.Umsókn um stofnun lóðar út úr Vatnsenda

Málsnúmer 201903002Vakta málsnúmer

Landeigendur Vatnsenda á Melrakkasléttu óska eftir samþykki fyrir stofnun 1 ha lóðar undir gamla íbúðarhúsinu að Vatnsenda. Fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur. Ný lóð fái heitið Vatnsendi 2.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og nafn hennar verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

4.Umsókn um lóð að Lyngbrekku 8

Málsnúmer 201902082Vakta málsnúmer

Hoffell ehf. óskar eftir úthlutun byggingarlóðarinnar að Lyngbrekku 8 á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Hoffelli ehf. verði úthlutað lóðinni að Lyngbrekku 8
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

5.Hoffell ehf. sækir um lóð að Lyngholti 42-52

Málsnúmer 201901074Vakta málsnúmer

Hoffell ehf. óskar eftir úthlutun lóðarinnar að Lyngholti 42-52 á Húsavík. Ráðið gerði tillögu að úthlutun lóðarinnar til Hoffells ehf. á fundi 5. febrúar s.l. en að ósk umsækjanda var úthlutun ekki fullnustuð á fundi sveitarstjórnar í febrúar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Hoffelli ehf. verði úthlutað lóðinni að Lyngholti 42-52.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

6.Breyting á aðalskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags á Húsavíkurhöfða í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu hótels á svæðinu. Breytingin felst m.a. í því að verslunar- og þjónustusvæði V4 stækkar úr 5,4 í 6,7 ha. Þjónustusvæðið stækkar að hluta inn á opið svæði norðan sjóbaða, en breytingin skerðir einnig íbúðarsvæði Í1 úr 21,0 ha í 20,5 ha.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breyting aðalskipulags verði kynnt skv. ákvæðum 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða að aðalskipulag verði kynnt.

7.Breyting á deiliskipulagi Höfða vegna fyrirhugaðar hótelbyggingar

Málsnúmer 201805010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgafa að breyttu deiliskipulagi á Húsavíkurhöfða þar sem gert er ráð fyrir allt að 200 herbergja hóteli utan við sjóböðin við Vitaslóð. Deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðurs frá gildandi deiliskipulagi og spannar nú 6,4 ha. Stækkunin felst að mestu í nýrri lóð undir fyrirhugaða hótelbyggingu. Skilgreindar eru kvaðir um uppbyggingu nýrrar hótellóðar.
Samhliða endurskoðun deiliskipulagsins er gerð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 eins og fjallað var um hér að framan.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga. Kynning deiliskipulagstillögunnar fari fram samhliða kynningu breytinga á aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll

Málsnúmer 201811120Vakta málsnúmer

Fyrir fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs lá tillaga Arnhildar Pálmadóttur að deiliskipulagi þjónustusvæðis V3 við golfvöll á Húsavík vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar golfskála. Tillagan gengur fyrst og fremst út á að skilgreina lóð undir fyrirhugaða byggingu nýs golfskála og aðkomu að honum. Einnig er skilgreind lóð undir þjónustu sem tengst gæti starfsemi golfvallarins t.d. hótels. Við kynningu skipulagslýsingar kom fram athugasemd/ábending frá Minjaverði Norðurlands eystra um að fyrirliggjandi fornleifaskráning á svæðinu teldist ekki fullnægjandi á deiliskipulagsstigi. Því er horft til þess að skrá fornminjar á svæðinu þegar snjóa leysir í vor.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

9.Norðlenska ehf. óskar eftir heimild til að gera tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð félagsins

Málsnúmer 201901119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga frá Mannviti að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis A5 við Kringlumýri. Skipulagstillagan miðar að því að heimila tvo gistiskála norðan við núverandi hús. Umræddir gistiskálar standa nú á stöðuleyfi, en vilji lóðarhafa stendur til að fá varanlegt leyfi fyrir gistiskálum á þessum stað.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að gera þurfi skýrari grein fyrir þakformi og heildstæðri klæðningu utan á gistiskálum í greinargerð. Horft verði til þess að gistiskálar verði klæddir snyrtilegri og samstæðri útveggjaklæðningu og að þök verði með risi. Mænishæð verði allt að 5,0 m yfir gólfi húsa. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Kristján, Berglind og Bergur.

Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn leggur til að eftirfarandi skilmálar verði festir í tillögu að breyttu deiliskipulagi á athafnasvæði A5 í Kringlumýri, áður en hún verður auglýst: "Umræddir gistiskálar eru heimilaðir á þeirri forsendu að mæta árlegu tímabundnu álagi í mannahaldi Norðlenska. Ekki er heimilt að fólk hafi búsetu í gistiskálunum lengur en að jafnaði 6 mánuði í senn."
Tillaga Kristjáns er samþykkt samhljóða.

Gámaeiningarnar hafa þjónað hlutverki gistiskála fyrir farandverkafólk í sláturtíð. Undirrituð telja nauðsynlegt að búa þannig um hnúta að atvinnuvegir í Norðurþingi byggist upp með störfum sem sinnt er af starfsfólki sem hefur tækifæri til að vera þátttakandi á almennum húsnæðismarkaði, þ.e. að búa í skilgreindum íbúðahverfum, annað hvort í leigu- eða eigin húsnæði. Mikilvægt er að aftra því að fólk sem flytur búferlum til Norðurþings geti átt heimili í vinnubúðaeiningum til lengri tíma, jafnvel á skilgreindum iðnaðarlóðum, enda er slíkt óviðunandi með öllu. Það getur valdið skaða fyrir starfsfólk og vinnustaði til lengri tíma ásamt því að hafa neikvæð áhrif á viðkvæman húsnæðismarkað. Litið er svo á að það erindi sem hér um ræðir frá Norðlenska snúi ekki að slíkum áformum heldur eingöngu að geta haft takmörkuð afnot af umræddum húsum til að hýsa starfsfólk sem kemur til Húsavíkur til tímabundinna starfa. Minnt er á að í gildandi Aðalskipulagi Norðurþings er kveðið á um að byggingar á umræddu svæði séu ætlaðar "í þágu matvælastarfsemi". Á þessum forsendum gera undirrituð ekki athugasemd við að kynnt verði tillaga að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir breytingum í þá veru að umræddar byggingar fái að standa á þeim stað sem þær nú þegar eru á stöðuleyfi í þeim tilgangi sem tilgreindur er í tillögunni. Ennfremur verði kröfum um útlitslegar breytingar og útfærslu sem skipulags- og framkvæmdarráð lagði til í bókun á fundi sínum þann 12. mars síðastliðinn fylgt.
Berglind Hauksdóttir,
Helena Eydís Ingólfsdóttir,
Kristján Þór Magnússon,
Kristján Friðrik Sigurðsson,
Silja Jóhannesdóttir og
Örlygur Hnefill Örlygsson.

Fulltrúar B-lista styðja við þá tillögu sem lögð hefur verið fram og telja hana til bóta. Jafnframt óskum við Norðlenska alls hins besta í sínum mikilvægu störfum í sveitarfélaginu.
Bergur Elías Ágústsson,
Bylgja Steingrímsdóttir og
Hrund Ásgeirsdóttir.

10.Breyting á deiliskipulagi íbúðasvæðis Í5 á Húsavík

Málsnúmer 201902065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 til samræmis við umræður á síðasta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan eins og hún var lögð fram verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Til máls tók: Silja.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

11.Ósk um að lóð verði formuð undir fasteignina Víðilund í Öxarfirði

Málsnúmer 201903024Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri Norðurþings óskar eftir að stofnuð verði sjálfstæð lóð undir Víðilund í Öxarfirði og gerður lóðarleigusamningur um hana. Fyrir liggur tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að hnitsettri afmörkun 2.750 m² lóðar umhverfis húsið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkuð verði lóð undir Víðilund til samræmis við fyrirliggjandi tillögu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

12.Ósk um uppskiptingu lóðar við Lýsishúsið á Raufarhöfn

Málsnúmer 201903025Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar undir s.k. Lýsishús á Raufarhöfn. Fyrir liggur tillaga að afmörkun lóðar frá umhverfisstjóra, en ekki hefur unnist að skilgreina lóðarmörk í hnitum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkuð verði lóð undir Lýsishús til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Gerður verði lóðarsamningur þegar fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

13.Umsókn um sameiningu lóða Garðarsbraut 15 og Ketilsbraut 18

Málsnúmer 201902084Vakta málsnúmer

Lóðarhafar að Garðarsbraut 15 og Ketilsbraut 18 óska eftir að lóðirnar verði sameinaðar og gefinn út lóðarleigusamningur á grundvelli fyrirliggjandi lóðaruppdráttar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og að gefinn verði út lóðarleigusamningur á grundvelli fyrirliggjandi lóðaruppdráttar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

14.Beiðni um kaup á einbýlishúsi í eigu Norðurþings

Málsnúmer 201901039Vakta málsnúmer

Á 280. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að kanna afstöðu ríkisins til sölu fasteignar sem staðsett er í Lundi sem er í 75% eigu ríkisins. Var afgreiðslu málsins frestað þar til sú afstaða lægi fyrir.
Byggðarráð telur rétt að eignin verði seld en áður en af sölu getur orðið þurfa að liggja fyrir upplýsingar um lóðarstærð, eignarhald og kvaðir á lóð. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristján Þór.
Samþykkt með atkvæðum Berglindar, Bylgju, Helenu Eydísar, Hrundar, Kristjáns Þórs, Kristjáns Friðriks, Silju og Örlygs.
Bergur Elías situr hjá.

15.Viðauki við umhverfismál

Málsnúmer 201903085Vakta málsnúmer

Á 25. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 5. mars s.l. var tekin fyrir umhverfisstefna Norðurþings. Á fundi ráðsins var bókað:

"Skipulags- og framkvæmdaráði líst vel á uppleggið og óskar eftir fjármunum frá byggðarráði í vinnuna."

Byggðarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í sveitarstjórn og gert er ráð fyrir að fjármunirnir verði teknir af handbæru fé.
Til máls tók: Kristján Þór.

Viðaukinn samþykktur samhljóða.

16.Viðauki við félagsþjónustu 2019

Málsnúmer 201903030Vakta málsnúmer

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir viðauka sem nemur aukningu um tvö stöðugildi í þjónustu við fatlaða. Jöfnunarsjóðsgreiðslur eru tæpum 60 milljónum krónum hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og skýrist það af aukinni þjónustuþörf. Því er veruleg þörf á að bæta við stöðugildi í þjónustu við fatlaðra einstaklinga. Ekki kemur til aukafjárútláta Norðurþings vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði. Byggðarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristján Þór.

Viðaukinn samþykktur samhljóða.

17.Auglýsing stöðu Hafnastjóra Norðurþings

Málsnúmer 201903027Vakta málsnúmer

Á 249. fundi byggðarráðs þann 20. apríl 2018 var skipuriti Norðurþings breytt þannig að rekstrarstjóri hafna var skipaður hafnastjóri til eins árs frá 23. apríl 2018. Gert var ráð fyrir að staða hafnastjóra yrði auglýst innan 12 mánaða. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðan verði auglýst á næstu vikum.
Til máls tóku: Bergur Elías, Örlygur Hnefill, Silja og Kristján Þór.
Samþykkt samhljóða.

18.Íbúalýðræðisverkefni sambandsins

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj. kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: "Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa". Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu.
Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku í verkefninu og mun samráðshópur verkefnisins sjá um að velja þátttökusveitarfélög á grundvelli umsókna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að sótt verði um þátttöku á grunni þeirra stefnumótunarverkefna sem framundan eru hjá sveitarfélaginu og krefjast lýðræðislegrar þátttöku íbúa við ákvörðunartöku.
Til máls tók: Helena Eydís.
Sveitarstjórn samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu og sveitarstjóra falið að senda inn umsókn.

19.Tillaga um breytingu á systkinaafslætti gjaldskrár leikskóla Norðurþings

Málsnúmer 201903059Vakta málsnúmer

Helena Eydís Ingólfsdóttir leggur til eftirfarandi:

Tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskóla Norðurþings

Lagt er til að gerð verði breyting á systkinaafslætti gjaldskrár leikskóla Norðurþings á þann veg að veittur verði 100% afsláttur af vistunargjaldi vegna þriðja barns í stað 75% afsláttar eins og nú er.
Til máls tóku: Helena Eydís, Örlygur Hnefill og Bergur Elías.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

20.Fulltrúar B-lista leggja til að árlega verði veitt umhverfisviðurkenning Norðurþings

Málsnúmer 201903067Vakta málsnúmer

Fulltrúar B-lista, Framsóknarflokks leggja til að árlega verði veitt umhverfisverðlaun Norðurþings. Veitt verði verðlaun í þremur flokkum; í fyrsta lagi fyrir einbýlishús/fjölbýlishús (einkalóð), í öðru lagi fyrir fyrirtæki/stofnun og í þriðja lagi lögbýli (lóð í dreifbýli). Íbúar geta komið með tillögur sem teknar skulu fyrir í Skipulags- og framkvæmdaráði sem gerir tillögu fyrir sveitarstjórn í hverjum flokki. Sömuleiðis getur ráðið komið með tillögur. Viðurkenninguna skal veita á alþjóðadegi umhverfisins, 5. júní ár hvert. Jafnframt leggja fulltrúarnir til að Skipulags- og framkvæmdaráð móti reglur varðandi viðmið um umhverfisviðurkenninguna.

Virðingafyllst;

Bergur Elías Ágústsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Hrund Ásgeirsdóttir
Til máls tóku: Bergur Elías, Kristján Þór og Örlygur Hnefill.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

21.Fulltrúar B-lista leggja til að á hverju ári verði útnefndur listamaður Norðurþings

Málsnúmer 201903068Vakta málsnúmer

Fulltrúar B-lista, Framsóknarflokks leggja til að sveitarfélagið Norðurþing útnefni árlega listamann sveitarfélagsins. Óskað verði eftir tilnefningum úr samfélaginu og mun Fjölskylduráð leggja til við sveitarstjórn að einstaklingur verði útnefndur listamaður Norðurþings. Sá hinn sami fái starfsstyrk til að rækta list sína í formi eingreiðslu að upphæð sem ákvarðast árlega í fjárhagsáætlun. Sömuleiðis verði Fjölskylduráði falið útbúa reglur um styrki til listamanns Norðurþings.

Greinargerð

Virðingafyllst

Bergur Elías Ágústsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Hrund Ásgeirsdóttir
Til máls tóku: Bergur Elías, Örlygur Hnefill, Kristján Þór og Silja.
Samþykkt af Bergi Elíasi, Bylgju, Hrund, Kristjáni Friðriki og Örlygi.
Berglind, Helena Eydís, Kristján Þór og Silja sátu hjá.

22.Fjölskylduráð - 24

Málsnúmer 1902007FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð - 25

Málsnúmer 1902011FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð - 26.

Málsnúmer 1903002FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

25.Skipulags- og framkvæmdaráð - 24

Málsnúmer 1902004FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

26.Skipulags- og framkvæmdaráð - 25

Málsnúmer 1902010FVakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 1 "Yfirferð og eftirfylgni með framkvæmdaáætlun": Bylgja, Silja og Bergur Elías.
Til máls tóku undir lið 3 " Ásgata 1 Raufarhöfn Aðstaða Félags Eldri borgara á Raufarhöfn": Bergur Elías og Silja.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

27.Skipulags- og framkvæmdaráð - 26

Málsnúmer 1903003FVakta málsnúmer

Til máls tók undir lið 1 "Ósk um söluheimild Aðalbraut 18D, Raufarhöfn Lýsishúsið": Silja.
Silja leggur fram eftirfarandi tillögu: Að eignir 18b, 18c og 18d verði allar verðmetnar en ekki bara 18d.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Lagt fram til kynningar.

28.Byggðarráð Norðurþings - 282

Málsnúmer 1902009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Byggðarráð Norðurþings - 283

Málsnúmer 1903001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Byggðarráð Norðurþings - 284

Málsnúmer 1903004FVakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 2 "Gagnatorg og opið bókhald": Kristján Þór og Bergur Elías.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.