Beiðni um kaup á einbýlishúsi í eigu Norðurþings
Málsnúmer 201901039
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 21. fundur - 29.01.2019
Fyrir liggur beiðni frá leigjendum húsnæðis í eigu Norðurþings og Ríkisins sem er staðsett í Lundi. Leigjendur óska eftir að hefja viðræður um möguleg kaup á húsnæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við byggðarráð að selja hlutdeild Norðurþings í húsinu.
Byggðarráð Norðurþings - 280. fundur - 07.02.2019
Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 29. janúar s.l. var tekin fyrir beiðni frá leigjendum húsnæðis í eigu Norðurþings og Ríkisins sem er staðsett í Lundi. Leigjendur hafa óskað eftir að hefja viðræður um möguleg kaup á húsnæðinu.
Á fundi ráðsins var bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við byggðarráð að selja hlutdeild Norðurþings í húsinu.
Á fundi ráðsins var bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við byggðarráð að selja hlutdeild Norðurþings í húsinu.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur sveitarstjóra að kanna afstöðu ríkisins, sem á 75% hlut í eigninni, til sölunnar.
Silja Jóhannesdóttir vék af fundi kl. 9:55.
Silja Jóhannesdóttir vék af fundi kl. 9:55.
Byggðarráð Norðurþings - 281. fundur - 14.02.2019
Á 280. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að kanna afstöðu ríkisins til sölu fasteignar sem staðsett er í Lundi sem er í 75% eigu ríkisins. Var afgreiðslu málsins frestað þar til sú afstaða lægi fyrir.
Byggðarráð telur rétt að eignin verði seld en áður en af sölu getur orðið þurfa að liggja fyrir upplýsingar um lóðarstærð, eignarhald og kvaðir á lóð. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019
Á 280. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að kanna afstöðu ríkisins til sölu fasteignar sem staðsett er í Lundi sem er í 75% eigu ríkisins. Var afgreiðslu málsins frestað þar til sú afstaða lægi fyrir.
Byggðarráð telur rétt að eignin verði seld en áður en af sölu getur orðið þurfa að liggja fyrir upplýsingar um lóðarstærð, eignarhald og kvaðir á lóð. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir sveitarstjórn.
Byggðarráð telur rétt að eignin verði seld en áður en af sölu getur orðið þurfa að liggja fyrir upplýsingar um lóðarstærð, eignarhald og kvaðir á lóð. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristján Þór.
Samþykkt með atkvæðum Berglindar, Bylgju, Helenu Eydísar, Hrundar, Kristjáns Þórs, Kristjáns Friðriks, Silju og Örlygs.
Bergur Elías situr hjá.
Samþykkt með atkvæðum Berglindar, Bylgju, Helenu Eydísar, Hrundar, Kristjáns Þórs, Kristjáns Friðriks, Silju og Örlygs.
Bergur Elías situr hjá.