Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

21. fundur 29. janúar 2019 kl. 13:00 - 15:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Silja Jóhannesdóttir formaður
 • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
 • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
 • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
 • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir og Þorkell Lindberg Þórarinsson frá Náttúrustofu Norðausturlands sátu fundinn undir fyrsta lið.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 1.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir lið 1-10.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 1-10.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir lið 8-9.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 11-12.

1.Umhverfisstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Norðurþing ákvað að setja af stað vinnu við Umhverfisstefnu í október 2018 og mun Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir og Þorkell Lindberg Þórarinsson frá Náttúrustofnun Norðausturlands mæta á fundinn og kynna hugmyndir um verklag og uppbyggingu slíkrar stefnumótunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera drög að verkferli ásamt formanni ráðsins og leggja fyrir næsta fund.

2.Umsókn um stofnun tveggja nýrra lóða úr óskiptu landi Ærlækjarsels 1 og Ærlækjarsels 2

Málsnúmer 201901069Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun tveggja lóða úr óskiptu landi Ærlækjarsels 1 og Ærlækjarsels 2. Fyrir liggur hnitsettur uppdráttur beggja lóða, en þær eru teiknaðar utan um fyrirliggjandi útihús. Ennfremur er þess óskað að lóðirnar fái heitin Ærlækjarsel 3 og Ærlækjarsel 4.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna verði samþykkt, sem og heiti þeirra.

3.Umsókn um samþykki fyrir stofnun tveggja nýrra lóða út úr jörðinni Skörðum

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun tveggja lóða úr landi Skarða í Reykjahverfi. Fyrir liggur hnitsettur uppdráttur beggja lóða, en þær eru teiknaðar utan um fyrirliggjandi útihús. Ennfremur er þess óskað að lóðirnar fái heitin Skörð 2 og Skörð 3.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna verði samþykkt, sem og heiti þeirra. Samþykki fyrir lóðastofnun miðast við að gengið verði frá brunavörnum á milli eigna.

4.Umsókn um áframhaldandi rekstrarleyfi fyrir gistingu í gistiheimilinu Ánni

Málsnúmer 201901073Vakta málsnúmer

Axel Yngvason óskar heimildar til að nýta áfram, um ótilgreindan tíma, gistiheimilið Ána við Litluá. Ekki hefur enn auðnast að ganga frá húsinu til samræmis við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og hefur áframhald rekstrarleyfis verið skilyrt af fullnaðarfrágangi.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu og óskar eftir tímasettri áætlun frá umsækjanda um úrbætur fyrir lok febrúar 2019 til samræmis við ákvæði deiliskipulags.

5.Ósk um samþykki lóðarstofnunar fyrir atvinnustarfsemi út úr landi Tóveggjar

Málsnúmer 201901087Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 2 ha lóðar undir atvinnustarfsemi úr landi Tóveggjar í Kelduhverfi. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af fyrirhugaðri lóð.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaða atvinnustarfssemi.

6.Nanna Steina Höskuldsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hól

Málsnúmer 201901080Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið Höfða 2 (áður Draumaland) á Melrakkasléttu. Stækkun hússins nemur 77,3 m². Teikningar eru unnar af Runólfi Þ. Sigurðssyni byggingartæknifræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

7.Minnispunktar fundar með Vegagerð 17. janúar 2019.

Málsnúmer 201901066Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Þann 17. janúar s.l. boðaði Norðurþing til fundar með Vegagerðinni þar sem rædd voru málefni sem tengjast hagsmunum beggja aðila og eru útistandandi. Um er að ræða bæði eldri mál sem ekki hafa verið leyst, sem og nýrri og ferskari mál sem ekki hafa fengið tvíhliða umfjöllun.
Lagt fram til kynningar.

8.Ósk um þátttöku Norðurþings í umsókn um styrk til sjósundsaðstöðu við Saltvík

Málsnúmer 201901084Vakta málsnúmer

Forsvarsmenn félagsskapar um sjósund í Saltvík óska eftir þátttöku Norðurþings við byggingu á aðstöðu til sjósunds við Saltvík.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að taka þátt í mótframlagi gegn því að fullur styrkur fáist.

9.Beiðni um kaup á einbýlishúsi í eigu Norðurþings

Málsnúmer 201901039Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá leigjendum húsnæðis í eigu Norðurþings og Ríkisins sem er staðsett í Lundi. Leigjendur óska eftir að hefja viðræður um möguleg kaup á húsnæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við byggðarráð að selja hlutdeild Norðurþings í húsinu.

10.Gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík 2019.

Málsnúmer 201901078Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að ákvarða gjaldskrá gistinátta fyrir tjaldsvæðið á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra gjaldskrána samkv. verðlagsbreytingum og leggja til samþykktar fyrir ráðið á næsta fundi.

11.Norðursigling óskar eftir að komið verði upp rafmagnstengingu við Naustagarð.

Málsnúmer 201901062Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráði barst erindi frá Norðursiglingu um eflingu raforkukerfis við Naustagarð.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að efla raforkutengingar við Naustagarð eins og fyrirliggjandi áætlun gerir ráð fyrir. Einnig felur ráðið hafnastjóra að sækja um styrk í Orku- og innviðasjóð vegna framkvæmdarinnar.

12.Yfirlýsing frá CMI, rekstraraðila Ocean Diamond, varðandi dýpt hafnarinnar á Húsavík.

Málsnúmer 201901077Vakta málsnúmer

Höfninni hefur borist yfirlýsing frá CMI vegna hafnaraðstöðu í Húsavíkurhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að svara erindinu. Ráðið bendir á að í samgönguáætlun er gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu við Þvergarðinn á árunum 2020-2023 sem felur í sér lengingu, uppbyggingu og dýpkun.

Fundi slitið - kl. 15:40.