Fara í efni

Norðursigling óskar eftir að komið verði upp rafmagnstengingu við Naustagarð.

Málsnúmer 201901062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 21. fundur - 29.01.2019

Skipulags- og framkvæmdaráði barst erindi frá Norðursiglingu um eflingu raforkukerfis við Naustagarð.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að efla raforkutengingar við Naustagarð eins og fyrirliggjandi áætlun gerir ráð fyrir. Einnig felur ráðið hafnastjóra að sækja um styrk í Orku- og innviðasjóð vegna framkvæmdarinnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 27. fundur - 26.03.2019

Á 21. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi tekið fyrir: Erindi frá Norðursiglingu um eflingu raforkukerfis við Naustagarð.
Í ljósi upplýsinga um mögulega styrkveitingu frá Orkustofnun til verkefnisins þarf að taka afstöðu til þess hvort ráðast eigi í fyrirhugaða raforkutenginga á Naustagarði að svo stöddu.
Skipulags- og framkvæmdaráð ákveður að fresta framkvæmdum. Orkusjóður veitir ekki styrki í slík verkefni 2019 en stefnir á það árið 2020.
Hinsvegar felur ráðið hafnarstjóra að leita annarra leiða til að efla raforkutengingar til bráðabirgða og kynna kostnað og framkvæmd fyrir ráðinu.