Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

27. fundur 26. mars 2019 kl. 13:00 - 15:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Silja Jóhannesdóttir formaður
 • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
 • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
 • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1-2.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir lið 2-6.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 3-6.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 2-13.

1.Norðursigling óskar eftir að komið verði upp rafmagnstengingu við Naustagarð.

Málsnúmer 201901062Vakta málsnúmer

Á 21. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi tekið fyrir: Erindi frá Norðursiglingu um eflingu raforkukerfis við Naustagarð.
Í ljósi upplýsinga um mögulega styrkveitingu frá Orkustofnun til verkefnisins þarf að taka afstöðu til þess hvort ráðast eigi í fyrirhugaða raforkutenginga á Naustagarði að svo stöddu.
Skipulags- og framkvæmdaráð ákveður að fresta framkvæmdum. Orkusjóður veitir ekki styrki í slík verkefni 2019 en stefnir á það árið 2020.
Hinsvegar felur ráðið hafnarstjóra að leita annarra leiða til að efla raforkutengingar til bráðabirgða og kynna kostnað og framkvæmd fyrir ráðinu.

2.Ósk um stöðuleyfi fyrir söluhús á miðhafnarsvæði

Málsnúmer 201903074Vakta málsnúmer

Prjónakofinn óskar eftir stöðuleyfi fyrir söluskúr á miðhafnarsvæðinu, frá 20. maí til 30. ágúst, samkvæmt gildandi skipulagi ásamt aðgengi að raforku fyrir skúrinn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi á torgsölureit í Skansinum en veitir ekki aðgang að rafmagni.

3.Losun garðaúrgangs.

Málsnúmer 201812045Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var umhverfisstjóra falið að útfæra hugmyndir að losun garðaúrgangs til uppgræðslu. Fyrir fundinum liggur kynning á þeirri útfærslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við umhverfisstjóra að velja stað hvar slegnu grasi verður dreift til uppgræðslu. Svæðið skuli vera háð eftirliti sveitarfélagsins og auglýst sérstaklega bæði í miðlum sem og á staðnum.

4.Reglumótun varðandi viðmið um umhverfisviðurkenningar.

Málsnúmer 201903091Vakta málsnúmer

Fulltrúar B-lista, Framsóknarflokks leggja til að árlega verði veitt umhverfisverðlaun Norðurþings. Veitt verði verðlaun í þremur flokkum; í fyrsta lagi fyrir einbýlishús/fjölbýlishús (einkalóð), í öðru lagi fyrir fyrirtæki/stofnun og í þriðja lagi lögbýli (lóð í dreifbýli). Íbúar geta komið með tillögur sem teknar skulu fyrir í skipulags- og framkvæmdaráði sem gerir tillögu fyrir sveitarstjórn í hverjum flokki. Sömuleiðis getur ráðið komið með tillögur. Viðurkenninguna skal veita á alþjóðadegi umhverfisins, 5. júní ár hvert. Jafnframt leggja fulltrúarnir til að skipulags- og framkvæmdaráð móti reglur varðandi viðmið um umhverfisviðurkenninguna.

Virðingafyllst;
Bergur Elías Ágústsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Hrund Ásgeirsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra reglur og viðmið varðandi slíkar afhendingar og horfa þá til þeirra þriggja flokka sem taldir eru upp í tillögunni. Einnig felur ráðið framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða möguleikann á fjórða flokknum. Sá flokkur yrði opinn flokkur þar sem hægt er að verðlauna einskiptisframkvæmdir, einstaklingsframtak eða annað sem þykir til eftirbreytni í umhverfismálum en fellur þó ekki undir ofangreinda flokka.

5.Upplýsingaskilti við Hólaheiði

Málsnúmer 201903096Vakta málsnúmer

Erindi liggur fyrir fundinum með beiðni um að senda á Vegagerðina formlegt erindi um upplýsingaskilti við Hólaheiði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að senda formlegt erindi á Vegagerðina vegna erindis sem liggur fyrir fundinum.

6.Hreinsun, tæming og eftirlit rotþróa í Norðurþingi - Gjaldskrá 2019

Málsnúmer 201903101Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð þarf að taka afstöðu til fyrirliggjandi gjaldskrár.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Matvælastofnun óskar eftir umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir Samherja fiskeldi vegna landeldis að Núpsmýri í Öxarfirði

Málsnúmer 201903044Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar Norðurþings um allt að 3.000 tonna framleiðslu af laxi og bleikju í Núpsmýri. Núverandi rekstrarleyfi nær til 1.600 tonna. Fyrir liggur afstaða Skipulagsstofnunar dags. 9. júní 2017 um að fyrirhuguð stækkun fiskeldis að Núpsmýri sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur að fyrirhuguð aukning í fiskeldi í Núpsmýri sé í samræmi við aðalskipulag Norðurþings 2010-2030. Á hinn bóginn er ekki í gildi deiliskipulag fyrir svæðið sem sé forsenda fyrir þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er. Landeigandi á Núpi hefur komið þeim skilaboðum til Norðurþings að hann telji að þegar hafi verið byggt út fyrir umsamin lóðarmörk vegna fiskeldis í Núpsmýri. Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að fengin verði niðurstaða í lóðarmál fyrirtækisins áður en til frekari uppbyggingar kemur. Landeigendur á svæðinu telja að vatnsnotkun fiskeldisins hafi þegar valdið niðurdrætti á grunnvatni í Núpsmýri og telur skipulags- og framkvæmdaráð að gera þurfi skýrari grein fyrir mögulegum auknum niðurdrætti grunnvatnsyfirborðs vegna aukinnar vatnstöku.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur sér ekki fært að veita jákvæða umsögn um aukningu framleiðslu fiskeldis í Núpsmýri á þessu stigi í ljósi ofangreinds.

8.Matvælastofnun óskar eftir umsögn vegna aukinnar framleiðslu Samherja fiskeldis að Sigtúni í Öxarfirði

Málsnúmer 201903048Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar Norðurþings um aukna framleiðslu af bleikjuhrognum í klakfiskastöð að Sigtúni í Öxarfirði. Nú þegar eru klakfiskar aldir í þremur kerjum, en til stendur að auka framleiðsluna í áföngum til ársins 2024 og er þá gert ráð fyrir klakfiskum 7 kerjum. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 20. febrúar 2018 þar sem niðurstaðan er sú að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Eldisstöðin í Sigtúni er innan iðnaðarsvæðis I3 í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og er það svæði ætlað undir fiskeldi. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að starfsemi sé í það litlu umfangi að umhverfisáhrif vegan aukningar séu óveruleg. Ráðið veitir því jákvæða umsögn um aukningu framleiðslunnar.

9.Eignasjóður Norðurþings óskar eftir leyfi til að reisa grindverk umhverfis nýtt sundlaugarsvæði

Málsnúmer 201903094Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að reisa 2 m hátt grindverk utan um nýtt sundlaugarsvæði við Sundlaug Húsavíkur. Grindverkið verður í stíl við fyrirliggjandi grindverk. Meðfylgjandi erindi er grunnmynd af framkvæmdasvæði og ljósmyndir af núverandi grindverki.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að heimila uppbyggingu grindverksins.

10.Reykjaheiðarvegur - Yfirborðsfrágangur

Málsnúmer 201807037Vakta málsnúmer

Nú liggja fyrir tillögur að breyttum mörkum lóða við Reykjaheiðarveg, Sólvelli, Iðavelli og Fossvelli sem unnin hafa verið í tengslum við fyrirhugaða gatnagerð við Reykjaheiðarveg.

Kristinn Jóhann vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarhöfum eftirtalinna lóða verði boðin endurnýjun lóðarleigusamninga á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaða:

Reykjaheiðarvegur 2, 3, 4, 5, 6, 8 og 10
Fossvellir 17, 19 og 23.
Iðavellir 10
Sólvellir 2, 4, 6, 7

11.Ósk um breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis

Málsnúmer 201903104Vakta málsnúmer

Júlíus Þór Júlíusson, f.h. Hoffells ehf, óskar eftir að gerð verði breyting deiliskipulagi Holtahverfis sem fælist í að heimila byggingu 8-10 íbúða í tveimur húsum á lóðinni að Lyngholti 42-52.
Skipulags- og framkvæmdaráði hugnast ekki sú breyting á deiliskipulagi sem felst í tillögunni og hafnar því henni.

12.Ærslabelgir - Leikvellir Norðurþings

Málsnúmer 201806062Vakta málsnúmer

Ákveðið var í skipulags- og framkvæmdaráði að setja fjármagn í uppsetningu tveggja ærslabelgja við samþykkt framkvæmdaáætlunar 2019. Skoða þarf uppsetninguna með tilliti til allra þátta og hvort framkvæmdin standist alla staðla.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga úr skugga um hvernig ærslabelgir eru skilgreindir og hvaða reglur gilda um þá áður en þeir verða pantaðir. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leggja ofangreindar upplýsingar fyrir næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 15:20.