Fara í efni

Reglumótun varðandi viðmið um umhverfisviðurkenningar.

Málsnúmer 201903091

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 27. fundur - 26.03.2019

Fulltrúar B-lista, Framsóknarflokks leggja til að árlega verði veitt umhverfisverðlaun Norðurþings. Veitt verði verðlaun í þremur flokkum; í fyrsta lagi fyrir einbýlishús/fjölbýlishús (einkalóð), í öðru lagi fyrir fyrirtæki/stofnun og í þriðja lagi lögbýli (lóð í dreifbýli). Íbúar geta komið með tillögur sem teknar skulu fyrir í skipulags- og framkvæmdaráði sem gerir tillögu fyrir sveitarstjórn í hverjum flokki. Sömuleiðis getur ráðið komið með tillögur. Viðurkenninguna skal veita á alþjóðadegi umhverfisins, 5. júní ár hvert. Jafnframt leggja fulltrúarnir til að skipulags- og framkvæmdaráð móti reglur varðandi viðmið um umhverfisviðurkenninguna.

Virðingafyllst;
Bergur Elías Ágústsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Hrund Ásgeirsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra reglur og viðmið varðandi slíkar afhendingar og horfa þá til þeirra þriggja flokka sem taldir eru upp í tillögunni. Einnig felur ráðið framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða möguleikann á fjórða flokknum. Sá flokkur yrði opinn flokkur þar sem hægt er að verðlauna einskiptisframkvæmdir, einstaklingsframtak eða annað sem þykir til eftirbreytni í umhverfismálum en fellur þó ekki undir ofangreinda flokka.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 61. fundur - 10.03.2020

Drög að reglum og framkvæmd varðandi umhverfisviðurkenningu Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 62. fundur - 24.03.2020

Fyrir ráðinu liggja drög að reglum og framkvæmd við umhverfisviðurkenningu Norðurþings. Ráðið þarf að taka afstöðu til draganna.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum og framkvæmd við umhverfisviðurkenningu Norðurþings að viðbættum 4. flokknum.
Sá flokkur yrði opinn flokkur þar sem hægt er að verðlauna einskiptisframkvæmdir, einstaklingsframtak eða annað sem þykir til eftirbreytni í umhverfismálum.
Einnig að gert verði ráð fyrir að dagsetning afhendingar viðurkenninga verði 16. september ár hvert sem er dagur íslenskrar náttúru.