Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

61. fundur 10. mars 2020 kl. 14:00 - 16:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Kristján Þór Magnússon
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Kristján Friðrik Sigurðsson sat fundinn í gegnum síma.
Bergur Elías Ágústsson sat fundinn undir liðum 1-
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum
Jónas Hreiðar Einarsson Verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 1-
Ketill Gauti Árnason Verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 1-
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri sat fundinn undir lið 3.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum

1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2020

Málsnúmer 202001107Vakta málsnúmer

Fundargerðir Hafnasambandsins, stjórnafundur sambandsins og fundur Siglingaráðs lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201409109Vakta málsnúmer

Til kynningar eru útreikningar á kostnaði við frágang á kjallara í sundlaug Húsavíkur. Lagt er til að setja framkvæmdina inn á framkvæmdaáætlun 2020 eins og kveðið er á í samningi við Völsung.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að framkvæmdin sé sett inná framkvæmdaáætlun 2020.

3.Framtíðarsýn varðandi eignir Norðurþings.

Málsnúmer 201811018Vakta málsnúmer

Norðurþing á 40 íbúðir í dag sem staðsettar eru á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Íbúðirnar hafa ýmist verið nýttar sem félagslegar leiguíbúðir eða íbúðir á almennum leigumarkaði. Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að fjöldi íbúða í eigu Norðurþings er of mikill og fækka þarf íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Fyrir ráðinu liggja gögn þar sem farið er yfir stöðu og viðhaldsþörf íbúða í eigu Norðurþings.
Tillaga
Undirritaðir leggja til að gerð verði áætlun fyrir rekstur félagslegra íbúða í eigu Norðurþings. Fram komi rekstur, efnahags og sjóðsstreymi til næstu átta ára ásamt nokkrum sviðsmyndum um sölu eigna. Í kjölfarið verði málið tekið til umfjöllunar.

Greinargerð
Hér er um að ræða tvö mál 3. 201811018 - Framtíðarsýn varðandi eignir Norðurþings og mál 4. 202003026 - Heimild til sölu á íbúðarhúsnæði í eigu Norðurþings, annarsvegar framtíðarsýn um eignir Norðurþings og heimild til sölu eigna í félagslega kerfinu. Félag um íbúðir er rekið sem B-hluta fyrirtæki sem Félagslegar íbúðir.
Árið 2018 (síðasta ársreikning sem liggur fyrir) voru tekjur B-hluta fyrirtækisins 70,8 m.kr og gjöld 65,8 m.kr. Fasteignamat eigna nam 499,2 m.kr. og brunabótamat 1.018 m.kr. Eignir eru skráðar á 157,3 m.kr. í bókum og skuldir 434,4 m.kr. Ekki liggur fyrir lánasafn fyrir hverja íbúð þ.e. bókfært mat, áætlað verðmat, fasteignamat, brunabótamat, viðhaldþörf og tekjur.
Fjöldi íbúða eru samkvæmt minnisblaði (í dag, voru hugsanlega fleiri 2018) 40 talsins. Að meðaltali eru því leigutekjur 70,8/40 = 1,77 m.kr á ári eða 147.500 krónur á mánuði. Er þá ekki tekið tillit til mögulegs söluhagnaðar á því ári.
Ef einhver skynsemi á að vera í nálgun viðfangsefnisins er nauðsynlegt að vinna ítarlega vinnu sem felur í sér samantekt á nokkrum þáttum. Stilla þarf upp rekstri, efnahag og sjóðsstreymi fyrir ákveðnar sviðsmyndir. Hvað þýðir það fyrir rekstur næstu ára að eignir séu seldar (þær sem lagt er til að selja). Hver verður skuldastaðan, vegin fjármagnskostnaður, afborganir lána, viðhaldsþörf og væntanlegt nýtingarhlutfall.

Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman gögnin og leggja fyrir ráðið að nýju.

4.Heimild til sölu á íbúðarhúsnæði í eigu Norðurþings

Málsnúmer 202003026Vakta málsnúmer

Norðurþing hefur verið að fækka félagslegum leiguíbúðum í eignasafni sínu seinustu ár. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til þess að fækka íbúðum. Fyrir ráðinu liggja gögn þar sem farið er yfir stöðu íbúðanna. Taka þarf ákvörðun um hvaða leið skuli fara í sölu á þessum eignum með það að markmiði að selja eignir sem henta ekki sem félagslegt leighúsnæði og á sama tíma halda í þær eignir sem henta sem félagslegt leiguhúsnæði innan Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að sæki leigjandi á félagslegum forsendum um að kaupa íbúð sem hann leigir og mat félagsþjónustu er það að íbúðarinnar er ekki þörf í kerfinu þá sé leyfilegt að selja hana til leigjenda að undangengnu verðmati tveggja óháðra aðila.

5.Útboð vegna sorphirðu 2020

Málsnúmer 202001017Vakta málsnúmer

Yfirstaðið er útboð vegna sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi og hafa tilboð sem bárust verið opnuð. Fjórir aðilar sendu inn tilboð og eru þau lögð hér fram til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ræða við lægstbjóðanda um mögulega lækkun á ákveðnum kostnaðarliðum t.d. tíðni losana í öllum sorpflokkum og stækkun á sorpílátum, til að reyna að minnka fyrirsjáanlega hækkun á sorphirðugjöldum.
Hjálmar Bogi tekur ekki undir þessa niðurstöðu nefndarinnar.

6.Reglumótun varðandi viðmið um umhverfisviðurkenningar.

Málsnúmer 201903091Vakta málsnúmer

Drög að reglum og framkvæmd varðandi umhverfisviðurkenningu Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

7.Erindi frá UMF Austra á Raufarhöfn

Málsnúmer 202002032Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð vísaði styrkbeiðni frá UMF Austra á Raufarhöfn til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar styrkbeiðninni til byggðaráðs.

8.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2019-2020

Málsnúmer 202003011Vakta málsnúmer

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir lagðar fram.

9.Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöll

Málsnúmer 201811120Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun gerði með bréfi dags. 20. febrúar s.l. nokkrar athugasemdir við deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis við golfvöllinn á Húsavík. Ennfremur liggur fyrir ný umsögn frá Minjastofnun Íslands dags. 10. mars, þar sem farið er fram á að tiltekin tóft innan skipulagssvæðis verði afmörkuð til verndar á framkvæmdastigi.
Skipulagsráðgjafi hefur lagfært skipulagið til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar og bætt inn í greinargerð setningu um verndun tiltekinna minja að ósk Minjastofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.
Hjálmar Bogi vék af fundi við þessa afgreiðslu.

10.Rannsóknarstöðin Rif óskar eftir leyfi til uppsetningar á rykmælum við Raufarhöfn

Málsnúmer 202003014Vakta málsnúmer

Rannsóknarstöðin Rif óskar leyfis til uppsetningar þriggja rykmæla á ásnum inn af Raufarhöfn. Mælar yrðu staðsettir nærri húsi Neyðarlínunnar þar sem ætlunin er að tengjast rafmagni. Í erindi liggur fyrir lýsing á þeim búnaði sem ætlunin er að setja upp og áætlaðri staðsetningu. Ennfremur liggja fyrir ljósmyndir af samskonar búnaði. Fyrirhugað er að mælingar standi yfir í allt að tvö ár.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu búnaðarins.

Fundi slitið - kl. 16:20.