Fara í efni

Framtíðarsýn varðandi eignir Norðurþings.

Málsnúmer 201811018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 14. fundur - 06.11.2018

Drög að húsnæðisáætlun kynnt.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 61. fundur - 10.03.2020

Norðurþing á 40 íbúðir í dag sem staðsettar eru á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Íbúðirnar hafa ýmist verið nýttar sem félagslegar leiguíbúðir eða íbúðir á almennum leigumarkaði. Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að fjöldi íbúða í eigu Norðurþings er of mikill og fækka þarf íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Fyrir ráðinu liggja gögn þar sem farið er yfir stöðu og viðhaldsþörf íbúða í eigu Norðurþings.
Tillaga
Undirritaðir leggja til að gerð verði áætlun fyrir rekstur félagslegra íbúða í eigu Norðurþings. Fram komi rekstur, efnahags og sjóðsstreymi til næstu átta ára ásamt nokkrum sviðsmyndum um sölu eigna. Í kjölfarið verði málið tekið til umfjöllunar.

Greinargerð
Hér er um að ræða tvö mál 3. 201811018 - Framtíðarsýn varðandi eignir Norðurþings og mál 4. 202003026 - Heimild til sölu á íbúðarhúsnæði í eigu Norðurþings, annarsvegar framtíðarsýn um eignir Norðurþings og heimild til sölu eigna í félagslega kerfinu. Félag um íbúðir er rekið sem B-hluta fyrirtæki sem Félagslegar íbúðir.
Árið 2018 (síðasta ársreikning sem liggur fyrir) voru tekjur B-hluta fyrirtækisins 70,8 m.kr og gjöld 65,8 m.kr. Fasteignamat eigna nam 499,2 m.kr. og brunabótamat 1.018 m.kr. Eignir eru skráðar á 157,3 m.kr. í bókum og skuldir 434,4 m.kr. Ekki liggur fyrir lánasafn fyrir hverja íbúð þ.e. bókfært mat, áætlað verðmat, fasteignamat, brunabótamat, viðhaldþörf og tekjur.
Fjöldi íbúða eru samkvæmt minnisblaði (í dag, voru hugsanlega fleiri 2018) 40 talsins. Að meðaltali eru því leigutekjur 70,8/40 = 1,77 m.kr á ári eða 147.500 krónur á mánuði. Er þá ekki tekið tillit til mögulegs söluhagnaðar á því ári.
Ef einhver skynsemi á að vera í nálgun viðfangsefnisins er nauðsynlegt að vinna ítarlega vinnu sem felur í sér samantekt á nokkrum þáttum. Stilla þarf upp rekstri, efnahag og sjóðsstreymi fyrir ákveðnar sviðsmyndir. Hvað þýðir það fyrir rekstur næstu ára að eignir séu seldar (þær sem lagt er til að selja). Hver verður skuldastaðan, vegin fjármagnskostnaður, afborganir lána, viðhaldsþörf og væntanlegt nýtingarhlutfall.

Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman gögnin og leggja fyrir ráðið að nýju.