Fara í efni

Rannsóknarstöðin Rif óskar eftir leyfi til uppsetningar á rykmælum við Raufarhöfn

Málsnúmer 202003014

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 61. fundur - 10.03.2020

Rannsóknarstöðin Rif óskar leyfis til uppsetningar þriggja rykmæla á ásnum inn af Raufarhöfn. Mælar yrðu staðsettir nærri húsi Neyðarlínunnar þar sem ætlunin er að tengjast rafmagni. Í erindi liggur fyrir lýsing á þeim búnaði sem ætlunin er að setja upp og áætlaðri staðsetningu. Ennfremur liggja fyrir ljósmyndir af samskonar búnaði. Fyrirhugað er að mælingar standi yfir í allt að tvö ár.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu búnaðarins.