Fara í efni

Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201409109

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 38. fundur - 13.01.2015

Til umræðu opnunartímar Sundlaugar Húsavíkur
Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að breyttur opnunartími verði á vetraropnun Sundlaugar Húsavíkur frá og með 1.september 2015. Opnunartímar verða auglýstir síðar.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 42. fundur - 09.06.2015

Tómstunda og æskulýðsfulltrúi fékk tilboð í kaldan pott frá Set ehf. Hugmyndin er að setja pottinn upp í Sundlaug Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 45. fundur - 13.10.2015

Til umfjöllunar er aðgengi fyrir fatlaða í Sundlaug Húsavíkur.
Ekkert fjölskylduherbergi er til staðar í sundlauginni eins og krafa er um að sé til staðar.
Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum af aðstöðuleysi fatlaðra í Sundlaug Húsavíkur. Daglega koma upp vandamál þessu tengdu í Sundlauginni.
Eftirfarandi atriði þarf meðal annars að laga:

- Anddyri sundlaugarinnar er þröngt og getur verið erfitt fyrir fatlaða að athafna sig þar
- Mikilvægt er að koma upp fjölskylduherbergi með góðu aðgengi fyrir hjólastóla. Með fjölskylduherbergi er átt við sér búningsherbergi þar sem einstaklingar geta haft með sér fylgdarmann.
- Rampurinn er þröngur og aðgengi fyrir sjúkrafluttninga er erfitt.

Nefndin vísar málinu til framkvæmda og hafnanefndar til frekari umsagnar og úrlausnar.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 21. fundur - 17.04.2018

Fyrir nefndinni liggur minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um stöðu viðhaldsmála í Sundlaug Húsavíkur.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna endurnýjun á lyklum í skápa í búningsklefum. Þeir lyklar sem nú eru í notkun gætu valdið skemmdum á nýrri rennibraut sem getur leitt til slysa á þeim sem að nýta brautina.

Gufubað sundlaugarinnar er afar illa farið og er þar aðgerða þörf. Nefndin leggur til að núverandi gufubaði verði breytt í fjölskylduklefa sem mikil þörf er á. Jafnframt verði útbúið eimbað í frístandandi byggingu á lóð sundlaugarinnar. Nefndin vísar málinu til framkvæmdarnefndar.

Framkvæmdanefnd - 28. fundur - 09.05.2018

Bókun æskulýðs- og menningarnefndar frá 17. apríl varðandi gufubað sundlaugarinnar á Húsavík:

Gufubað sundlaugarinnar er afar illa farið og er þar aðgerða þörf. Nefndin leggur til að núverandi gufubaði verði breytt í fjölskylduklefa sem mikil þörf er á. Jafnframt verði útbúið eimbað í frístandandi byggingu á lóð sundlaugarinnar. Nefndin vísar málinu til framkvæmdarnefndar.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman kostnaðarmat á tillögu æskulýðs- og menningarnefndar um að núverandi gufubaði verði breytt í fjölskylduklefa.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 61. fundur - 10.03.2020

Til kynningar eru útreikningar á kostnaði við frágang á kjallara í sundlaug Húsavíkur. Lagt er til að setja framkvæmdina inn á framkvæmdaáætlun 2020 eins og kveðið er á í samningi við Völsung.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að framkvæmdin sé sett inná framkvæmdaáætlun 2020.