Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Umsókn í lýðheilsusjóð
Málsnúmer 201505082Vakta málsnúmer
2.Skotfélag Húsavíkur, umsókn um styrk
Málsnúmer 201505069Vakta málsnúmer
Skotfélag Húsavíkur sækir um styrk vegna skotmóts og opnun nýs riffillshúss. Mótið hefur þegar farið fram og tókst vel til. Tómstunda- og æskulýðsnefnd óskar Skotfélagi Húsavíkur til hamingju með nýtt og glæsilegt húsnæði og samþykkir jafnframt að veita styrk að upphæð 250.000 krónur.
3.Sundlaug Húsavíkur
Málsnúmer 201409109Vakta málsnúmer
Tómstunda og æskulýðsfulltrúi fékk tilboð í kaldan pott frá Set ehf. Hugmyndin er að setja pottinn upp í Sundlaug Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar.
4.Ungmennafélagið Austri, samstarfssamningur
Málsnúmer 201506020Vakta málsnúmer
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að ganga frá samningnum á grunni fjárhagsáætlunar ársins 2015.
5.Ársskýrsla og ársreikningur Völsungs 2014
Málsnúmer 201505089Vakta málsnúmer
Ársskýrsla og ársreikningur Völsungs vegna ársins 2014 var lagður fram til kynningar.
6.Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir úrbótum vegna skorts á geymslurými fyrir tæki og áhöld á vallarsvæði
Málsnúmer 201506013Vakta málsnúmer
Tómstunda og æskulýðsnefnd tekur undir ábendingu Völsungs vegna skorts á geymslurými við vallarsvæði.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna að lausn málsins í samráði við Völsung.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna að lausn málsins í samráði við Völsung.
7.Fjármál málaflokks 06 - tómstunda- og æskulýðsmál
Málsnúmer 201404031Vakta málsnúmer
Farið yfir fjárhagsstöðu málaflokksins fyrir árið 2015 og fjárhagsramma ársins 2016
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:45.
Umsóknin var samþykkt og veittur var 500.000 króna styrkur. Tómstunda og æskulýðsnefnd þakkar kærlega fyrir styrkinn sem mun koma að góðum notum.