Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

45. fundur 13. október 2015 kl. 13:15 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Stefán Jón Sigurgeirsson varamaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Vinabæjasamskipti

Málsnúmer 201508009Vakta málsnúmer

Til stendur að flytja vinabæjarsamskipti yfir til tómstunda- og æskulýðsnefndar. Hingað til hefur málaflokkurinn verið hýstur hjá fræðslu og menningarnefnd. Kostnaður vegna vinabæjarsamskipta hefur hingað til fallið fræðslu og menningarnefnd eða verið greiddur af sameiginlegum kostnaði.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fellst á það að taka að sér vinabæjarsamskipti.

2.Ályktun stjórnar Heimilis og skóla

Málsnúmer 201509108Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir erindið. Mikilvægt er að á leikvöllum og íþróttasvæðum séu ekki heilsuspillandi efni.

Nefndin hefur kannað hvernig gúmmíkurl er á völlum Norðurþings.
Samkvæmt Sigurði Einarssyni hjá Sporttæki ehf sem sá um lagningu á gervigrasi á Húsavíkurvelli er sá völlur með Evrópuvottun sem gildir á leiksvæðum barna utanhúss.
Jafnframt hefur völlurinn nýlega hlotið FIFA 2STAR vottun sem þýðir að hann er í hæsta gæðaflokki.

Kanna þarf nánar gúmmíkurl á völlum við grunnskóla Norðurþings og felur tómstunda og æskulýðsfulltrúa að fylgja málinu eftir.

3.Skíðamannvirki við Húsavík

Málsnúmer 201405034Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er erindi frá Neyðarlínunni. Neyðarlínan hyggst koma upp fjarskiptamastri við Höskuldsvantshnjúk þar sem framtíðar skíðasvæði og útivistarsvæði Norðurþings er fyrirhugað skv aðalskipulagi. Til þess að koma upp mastrinu þarf að leggja raflögn frá Húsavík. Norðurþingi er boðin aðkoma að framkvæmdinni og verður þá lagt rafmagn þar sem fyrirhuguð skíðamannvirki/aðstaða mun rísa.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar drifkrafti neyðarlínunnar. Nefndin leggur ríka áherslu á að verkefnið í heild sinni verði að veruleika, en fyrsta skrefið í því er að koma rafmagni á svæðið. Rafmagn er forsenda þess að hægt sé að hefja uppbyggingu á svæðinu.

Málinu er vísað til bæjarráðs til frekari umræðna.

4.Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201409109Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er aðgengi fyrir fatlaða í Sundlaug Húsavíkur.
Ekkert fjölskylduherbergi er til staðar í sundlauginni eins og krafa er um að sé til staðar.
Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum af aðstöðuleysi fatlaðra í Sundlaug Húsavíkur. Daglega koma upp vandamál þessu tengdu í Sundlauginni.
Eftirfarandi atriði þarf meðal annars að laga:

- Anddyri sundlaugarinnar er þröngt og getur verið erfitt fyrir fatlaða að athafna sig þar
- Mikilvægt er að koma upp fjölskylduherbergi með góðu aðgengi fyrir hjólastóla. Með fjölskylduherbergi er átt við sér búningsherbergi þar sem einstaklingar geta haft með sér fylgdarmann.
- Rampurinn er þröngur og aðgengi fyrir sjúkrafluttninga er erfitt.

Nefndin vísar málinu til framkvæmda og hafnanefndar til frekari umsagnar og úrlausnar.

5.Sundlaug Raufarhafnar

Málsnúmer 201508055Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru málefni sundlaugarinnar á Raufarhöfn.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fjallaði um rekstur sundlaugarinnar á Raufarhöfn.
Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að framkvæma þjónustukönnun á breyttu rekstrarfyrirkomulagi.

6.Skatepark á Húsavík

Málsnúmer 201510042Vakta málsnúmer

Skoðaðar hafa verið mögulegar staðsetningar fyrir "skatepark" eða hjólabrettavöll á Húsavík. Mögulega væri hægt að nýta lóð Borgarhólsskóla undir slíkan völl.
Tómstunda - og æskulýðsnefnd ræddi um uppsetningu á hjólabrettavelli á Húsavík. Ýmsar staðsetningar voru ræddar. Ekkert fjármagn er áætlað í framkvæmdina í ár en málið verður tekið til frekari umræðu á nýju ári.

7.Frístundaheimili

Málsnúmer 201405035Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru málefni frístundarheimilisins Túns. Í Túni starfa 4 starfsmenn. Rætt er um málefni fatlaðra í Túni almennt skipulag frístundarheimilisins.
Eins og staðan er í dag eru 30 börn skráð í frístundarheimilið. Nefndin hefur sett það viðmið að hýsa 30 börn miðað við núverandi fyrirkomulag. Verði aukning á því telur nefndin nauðsynlegt að bæta við starfsmanni.

8.Fjárhagsáætlun 2016 málaflokkur 06

Málsnúmer 201508056Vakta málsnúmer

Fjárhagsrammi sviðsins fyrir árið 2016 er 192 milljónir, eða um 3,5% hærra en árið áður.
Tómstunda og æskulýðsnefnd telur að 192 milljónir dugi ekki til að reka alla þá starfsemi sem nú er í boði. Nefndin óskar eftir 10 milljóna aukningu, eða samtals 202 miljónir.
Reikna má með að launahækkanir sviðsins verða hærri en 3,5 % eftir nýtt starfsmat og lausa kjarasamninga.
Einnig eru samningar við íþróttafélög lausir.
Ekki er gert ráð fyrir leigu á vallarhúsi frá OH en kostnaður við það er um 240 þús á mánuði.
Viðhald á gervigrasvelli kemur nýtt inn en áður var það á ábyrgð framkvæmdaraðila vallarins.
Fjölgun starfsmanna í Túni kallar á aukið fjármagn.
Lítil sem engin endurnýjun á búnaði í íþróttamannvirkjum hefur verið gerð undanfarin ár og er þörfin orðin brýn.

9.Afrekssjóður Norðurþings

Málsnúmer 201404030Vakta málsnúmer

Tómstunda og æskulýðsnefnd úthlutar úr afreks og viðurkenningarsjóði Norðurþings sem auglýstur var á síðasta fundi.

10.Umsókn í afrekssjóð 2015

Málsnúmer 201510025Vakta málsnúmer

Sigurður Unnar Hauksson sækir um styrk í afreks og viðurkenningarsjóð Norðurþings.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að styrkja Sigurð Unnar Hauksson um 200 þúsund krónur úr afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings.

11.Umsókn í afrekssjóð 2015

Málsnúmer 201510011Vakta málsnúmer

Kristján R. Arnarson sækir um styrk í afreks og viðurkenningarsjóð Norðurþings.
Umsókninni er hafnað.

12.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 201401054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.