Fara í efni

Vinabæjasamskipti

Málsnúmer 201508009

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 51. fundur - 19.08.2015

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að utanumhald um vinabæjasamskipti flytjist til tómstunda- og æskulýðsnefndar og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.

Bæjarstjórn Norðurþings - 50. fundur - 25.08.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga frá fræðslu- og menningarfulltrúa Norðurþings um að vinarbæjarsamskipti verði framvegis á höndum tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.
Til máls tóku: Kristján, Gunnlaugur

Gunnlaugur lagði til að málinu verði vísað til endurskoðunar á samþykktum sveitarfélagsins. Samþykk voru Gunnlaugur og Soffía. Á móti Friðrik, Óli, Olga, Örlygur og Sif. Jónas og Kjartan sátu hjá.

Tillaga fræðslu og menningarfulltrúa samþykkt með atkvæðum Friðriks, Óla, Olgu, Örlygs og Sifjar. Gunnlaugur, Jónas, Kjartan og Soffía sátu hjá.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 45. fundur - 13.10.2015

Til stendur að flytja vinabæjarsamskipti yfir til tómstunda- og æskulýðsnefndar. Hingað til hefur málaflokkurinn verið hýstur hjá fræðslu og menningarnefnd. Kostnaður vegna vinabæjarsamskipta hefur hingað til fallið fræðslu og menningarnefnd eða verið greiddur af sameiginlegum kostnaði.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fellst á það að taka að sér vinabæjarsamskipti.

Byggðarráð Norðurþings - 462. fundur - 24.04.2024

Fyrir byggðarráði liggur boð um þátttöku í vinabæjarfundi í Karlskoga í Svíþjóð 5.-9. júní nk.
Byggðarráð stefnir á að senda tvo fulltrúa sveitarfélagsins á vinabæjarfund í Karlskoga í Svíþjóð 5.-9.júní nk.