Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

462. fundur 24. apríl 2024 kl. 08:30 - 11:05 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir máli nr. 1, sat fundinn Níels Guðmundsson endurskoðandi.

1.Ársreikningur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202312114Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2023 ásamt skýrslu endurskoðanda.

Á fund byggðarráðs kemur Níels Guðmundsson endurskoðandi frá Enor.

Byggðarráð þakkar Níelsi Guðmundssyni fyrir góða og ítarlega yfirferð á ársreikningi 2023 og vísar honum til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.

2.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður

Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer

Á 461. fundi byggðarráðs frá 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað "Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita til arkitektastofu og meta þörf á því rými sem þarf undir stjórnsýslu sveitarfélagsins, einnig að stofna starfshóp um framtíðarhúsnæði undir starfsemina sem skilar sínum tillögum í maí mánuði." Nú liggur fyrir ráðinu tillaga að skipan starfshóps og drög að erindisbréfi hópsins.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og hópinn skipa Hjálmar Bogi Hafliðason, Helena Eydís Ingólfsdóttir og Aldey Unnar Traustadóttir. Fulltrúi stjórnsýslunnar er Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri.

3.Gjaldskrár Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309128Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaðrráð liggur bókun frá 183. fundi fjölskylduráðs 16.04.2024, var eftirfarandi bókað: Undirrituð leggur til að eftirfarandi gjaldskrár fjölskyldusviðs hækki um 3,5% frá gjaldskrá ársins 2023: Borgin, Borgin-sumarfrístund, Miðjan, mötuneyti, Frístund, Sumarfrístund og Tónlistarskóli. Lagt er til að vistunar- og fæðisgjöld leikskóla hækki um 3% frá gjaldskrá ársins 2023. Jafnframt að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 75% fyrir þriðja barn og að afslátturinn flæði á milli leikskóla og frístundar allt árið.
Helena Eydís.

Fjölskylduráð samþykkir tillögu Helenu Eydísar og vísar henni til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar meðfylgjandi gjaldskrám til samþykktar í sveitarstjórn.

4.Samningur Húsavíkurstofa 2025-2027

Málsnúmer 202404083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samstarfssamningi við Húsavíkurstofu vegna næstu þriggja ára en núverandi samningur rennur út í lok árs 2024.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að samning við Húsavíkurstofu með áorðnum breytingum og vísar honum til fjárhagsáætlunargerðar haustið 2024.

5.Landskiki sunnan Þorvaldsstaðaár í Árbaugslág

Málsnúmer 202311024Vakta málsnúmer

Byggðarráð tók málið fyrir á 455.fundi sínum þann 1.febrúar sl. og fór sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins. Fyrir ráðinu liggja nú upplýsingar frá sveitarstjóra um framvindu málsins.

Lagt fram til kynningar.

6.Reglur varðandi viðauka í sveitarstjórn Norðurþings

Málsnúmer 202404089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá sveitarstjóra um uppfærslu á reglum um viðauka sem samþykktar voru á 88.fundi sveitarstjórnar Norðurþings 22.janúar 2019.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra reglurnar í takt við umræður á fundinum og vísar þeim með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.

7.Forsetakosningar 2024

Málsnúmer 202402039Vakta málsnúmer

Forsetakosningar fara fram þann 1. júní nk. og hefst atkvæða greiðsla utan kjörfundar þann 2. maí nk.

Síðastliðin ár hefur kjósendum verið gert mögulegt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sérstökum kjörstjórum, skipuðum af sýslumanni á skrifstofum Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn. Til svo verði þarf sveitarstjórn að óska eftir því við sýslumann til samræmis 69. gr. kosningalaga nr. 113/2021.

Fyrir byggðarráði liggur því að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra á skrifstofum sveitarfélagsins á Kópaskeri og Raufarhöfn til þess að sinna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra á skrifstofum sveitarfélagsins á Kópaskeri og Raufarhöfn. Jafnframt er óskinni vísað til staðfestingar í sveitarstjórn til samræmis við 69. gr. kosningalaga nr. 112/2021.

8.Vinabæjasamskipti

Málsnúmer 201508009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð um þátttöku í vinabæjarfundi í Karlskoga í Svíþjóð 5.-9. júní nk.
Byggðarráð stefnir á að senda tvo fulltrúa sveitarfélagsins á vinabæjarfund í Karlskoga í Svíþjóð 5.-9.júní nk.

9.Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar, þolendamiðstöðvar

Málsnúmer 202404029Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi byggðarráð fól ráðið sveitarstjóra að afla frekari gagna um styrkveitingar sveitarfélagsins til sambærilegra verkefni og leggja fyrir ráðið að nýju. Nú liggur fyrir ráðinu minnisblað frá sveitarstjóra um málið.

Byggðarráð samþykkir að styrkja rekstur Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar um 250 þ.kr á árinu.

10.Framlag til orlofsnefnda húsmæðra 2024

Málsnúmer 202404068Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 150,31 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.

Framlag Norðurþings er því 480.992 kr vegna ársins 2024.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að greiða framlagið.

11.Aðalfundur Fjárfestingafélags Þingeyinga vegna ársins 2023

Málsnúmer 202404036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Fjárfestingafélags Þingeyinga sem haldinn verður 6. maí nk.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur til setu á fundinum og Hjálmar Boga Hafliðason til vara.

12.Aðalfundur Húsavíkurstofu vegna ársins 2023

Málsnúmer 202404094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í stjórn Húsavíkurstofu starfsárið 2024-2025, en aðalfundur fer fram 29. apríl n.k.
Byggðarráð tilnefnir Eið Pétursson sem aðalfulltrúa Norðurþings og Ingibjörgu Benediktsdóttur sem varafulltrúa.

13.Aðalfundur Cruise Iceland fyrir árið 2023

Málsnúmer 202402041Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fundargerð aðalfundar Cruise Iceland sem var haldinn 3. apríl sl. Einnig uppfærðar samþykktir samtakanna.
Lagt fram til kynningar.

14.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.2024

Málsnúmer 202404095Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Landkerfis bókasafna hf. 2024, fundurinn er 7. maí nk, kl 11.00 að Katrínartúni 4, 105 Reykjavík.
Byggðarráð tilnefnir Nele Marie Beitelstein til setu á fundinum og til vara Bryndísi Sigurðardóttur.

15.Fundargerðir DA 2024

Málsnúmer 202404078Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík frá 11. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2024

Málsnúmer 202403007Vakta málsnúmer

Fyrri byggðarráði liggur fundargerð stjórnar svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs 107. fundur haldinn þann 11. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál.
Einnig frá sömu nefnd liggur fyrir byggðarráði til umsagnar frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál.


Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:05.