Fara í efni

Gjaldskrár Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309128

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 167. fundur - 07.11.2023

Gjaldskrár fræðslu- og lýðheilsusviðs eru lagðar fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir að gjaldskrár fjölskyldusviðs hækki að jafnaði um 7,5% með eftirfarandi undantekningum:
Gjaldskrá bókasafns, árgjald sem hækkar upp í 3.500 kr.
Gjaldskrá íþróttamannvirkja, 15% hækkun á gjaldskrá skíðasvæðis.
Eldri borgarar fá 40% afslátt af gjaldskrá fullorðinna hjá sundlaugum Norðurþings.

Gjaldskrá leikskóla, gjaldskrá skólamötuneyta, gjaldskrá frístundar og gjaldskrá tónlistarskóla eru samþykktar samhljóða og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 449. fundur - 23.11.2023

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar eftirfarandi gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2024.

Gjaldskrár fjölskyldusviðs - lagt er til hækkun að jafnaði um 7,5% með eftirfarandi undantekningum:
Gjaldskrá bókasafns, árgjald sem hækkar upp í 3.500 kr.
Gjaldskrá íþróttamannvirkja, 15% hækkun á gjaldskrá skíðasvæðis.
Eldri borgarar fá 40% afslátt af gjaldskrá fullorðinna hjá sundlaugum Norðurþings.

Gjaldskrár skipulags- og framkvæmdasviðs - lagt er til hækkun að jafnaði um 7.5%.
Byggðarráð vísar meðfylgjandi gjaldskrám til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta eftirfarandi gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2024.

Gjaldskrár fjölskyldusviðs:

Gjaldskrá leikskóla - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá frístund - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá Tónlistarskóli Húsavíkur - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá bókasafna - lagt er til 7,5% hækkun að jafnaði skv. verðbólguspá. Fyrir utan að árgjald sem hækkar úr 2.150 kr í 3.500 kr.
Gjaldskrár tómstunda- og æskulýðssviðs - lagt er til 7,5% hækkun að jafnaði skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna - lagt til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrár Miðjan Hæfing - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá Þjónustan Heim - lagt er til um 8% hækkun í samræmi við spágildi Hagstofu Íslands.
Gjaldskrá Borgin frístund - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá Borgin sumarfrístund - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá skammtímadvöl ungmenna (18 ára og eldri) og Sólbrekku - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá ferðaþjónustu - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.


Gjaldskrár framkvæmdasviðs:

Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá meðhöndlun og förgun úrgangs - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá slökkviliðs - lagt er til 7,5% hækkun skv. verðbólguspá.
Gjaldskrá landleigu - lagt er til 6500 kr. í 7500 kr. per hektara á ári
Gjaldskrá gámaleigu í Haukamýri - lagt er til eftirfarandi breytingar;
20 feta gámur fari úr 3.000 kr. í 3500 kr. per. mánuð.
Bátakerra fari úr 3.000 kr. í 3500 kr per. mánuð.
40 feta gámur fari úr 6.000 kr. í 7000 kr. per. mánuð.


Gjaldskrá Hafnasjóðs - lagt er til 7,5% hækkun að jafnaði skv. verðbóluspá.

Til máls tóku: Hafrún, Benóný og Hjálmar.


Gjaldskrár fjölskyldusviðs eru samþykktar með atkvæðum allra nema Benónýs sem situr hjá.

Gjalskrár framkvæmdasviðs eru samþykktar samhljóða.

Gjaldskrá hafnasjóðs er samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 179. fundur - 12.03.2024

Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar gjaldskrár Frístundar og leikskóla í kjölfar bókunar ráðsins á fundi sínum 27.2. um tengingu afsláttarkjara á milli Frístundar og leikskóla og að afsláttarkjör verði 30% fyrir 2. barn og 70% fyrir 3. barn.
Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar gjaldskrár Frístundar og leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 143. fundur - 04.04.2024

Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar gjaldskrár Frístundar og leikskóla í kjölfar bókunar ráðsins á fundi sínum 27.2. um tengingu afsláttarkjara á milli Frístundar og leikskóla og að afsláttarkjör verði 30% fyrir 2. barn og 70% fyrir 3. barn.

Á 178. fundi fjölskylduráðs 12.3. var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar gjaldskrár Frístundar og leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Benóný, Aldey, Hafrún og Áki.

Undirrituð leggur til að breytingu gjaldskrám leikskóla og frístundar verði vísað til fjölskylduráðs á ný vegna þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Helena Eydís Ingólfsdóttir.

Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

Undirrituð leggur fram eftirfarandi bókun:
Að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn og muni afslátturinn jafnframt flæða á milli leikskóla og frístundar fyrir börn í 1.-4. bekk.
Aldey Unnar Traustadóttir.


Fjölskylduráð - 182. fundur - 09.04.2024

Á 143. fundi sveitarstjórnar 4. apríl 2024, var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Helena, Benóný, Aldey, Hafrún og Áki.

Undirrituð leggur til að breytingu gjaldskrám leikskóla og frístundar verði vísað til fjölskylduráðs á ný vegna þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Helena Eydís Ingólfsdóttir.

Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

Undirrituð leggur fram eftirfarandi bókun:
Að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn og muni afslátturinn jafnframt flæða á milli leikskóla og frístundar fyrir börn í 1.-4. bekk.
Aldey Unnar Traustadóttir.


Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs og félagsmálastjóra að endurskoða gjaldskrár til samræmis við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 183. fundur - 16.04.2024

Fjölskylduráð fjallar að nýju um endurskoðun gjaldskráa í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Undirrituð leggur til að eftirfarandi gjaldskrár fjölskyldusviðs hækki um 3,5% frá gjaldskrá ársins 2023: Borgin, Borgin-sumarfrístund, Miðjan, mötuneyti, Frístund, Sumarfrístund og Tónlistarskóli. Lagt er til að vistunar- og fæðisgjöld leikskóla hækki um 3% frá gjaldskrá ársins 2023.
Jafnframt að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 75% fyrir þriðja barn og að afslátturinn flæði á milli leikskóla og frístundar allt árið.

Helena Eydís.

Fjölskylduráð samþykkir tillögu Helenu Eydísar og vísar henni til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 462. fundur - 24.04.2024

Fyrir byggðaðrráð liggur bókun frá 183. fundi fjölskylduráðs 16.04.2024, var eftirfarandi bókað: Undirrituð leggur til að eftirfarandi gjaldskrár fjölskyldusviðs hækki um 3,5% frá gjaldskrá ársins 2023: Borgin, Borgin-sumarfrístund, Miðjan, mötuneyti, Frístund, Sumarfrístund og Tónlistarskóli. Lagt er til að vistunar- og fæðisgjöld leikskóla hækki um 3% frá gjaldskrá ársins 2023. Jafnframt að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 75% fyrir þriðja barn og að afslátturinn flæði á milli leikskóla og frístundar allt árið.
Helena Eydís.

Fjölskylduráð samþykkir tillögu Helenu Eydísar og vísar henni til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar meðfylgjandi gjaldskrám til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 144. fundur - 02.05.2024

Á 183. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Undirrituð leggur til að eftirfarandi gjaldskrár fjölskyldusviðs hækki um 3,5% frá gjaldskrá ársins 2023: Borgin, Borgin-sumarfrístund, Miðjan, mötuneyti, Frístund, Sumarfrístund og Tónlistarskóli. Lagt er til að vistunar- og fæðisgjöld leikskóla hækki um 3% frá gjaldskrá ársins 2023.
Jafnframt að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 75% fyrir þriðja barn og að afslátturinn flæði á milli leikskóla og frístundar allt árið.

Helena Eydís.

Fjölskylduráð samþykkir tillögu Helenu Eydísar og vísar henni til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Aldey og Rebekka.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi viðbótar tillögu:
Að gjaldskrár breytingarnar sem hér eru lagðar fram taki gildi frá og með 1. júní nk.

Tillaga Hjálmar er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.


Aldey, Ingibjörg og Rebekka leggja fram eftirfarandi breytingar tillögu:
Undirritaðar leggja til að eftirfarandi gjaldskrár fjölskyldusviðs hækki um 3,5% frá gjaldskrá ársins 2023: Borgin, Borgin-sumarfrístund, Miðjan, mötuneyti, Frístund, Sumarfrístund og Tónlistarskóli. Lagt er til að vistunar- og fæðisgjöld leikskóla hækki um 3% frá gjaldskrá ársins 2023.
Jafnframt að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn og að afslátturinn flæði á milli leikskóla og frístundar allt árið.
Aldey, Ingibjörg og Rebekka.

Tillaga Aldeyjar, Ingibjargar og Rebekku er borin undir atkvæði og er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Eiðs, Ingibjargar og Rebekku.
Hjálmar og Soffía greiddu atkvæði á móti.
Áki, Hafrún og Helena sátu hjá.