Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

449. fundur 23. nóvember 2023 kl. 08:30 - 11:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varamaður
    Aðalmaður: Áki Hauksson
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

Hafrún Olgeirsdóttir vék af fundi undir máli nr. 9.

1.Álagning gjalda 2024

Málsnúmer 202310048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027.
Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði áfram 14,74% vegna ársins 2024 og óbreytt álagning fasteignagjalda. Ráðið vísar álagningu gjalda til samþykktar í sveitarstjórn.

2.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

3.Framkvæmdaáætlun 2024

Málsnúmer 202310038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 173. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun 2024 og þriggja ára áætlun til kynningar í byggðarráði og til staðfestingar í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs vegna ársins 2024 og næstu þriggja ára þar á eftir til samþykktar í sveitarstjórn.

4.Gjaldskrár Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309128Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar eftirfarandi gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2024.

Gjaldskrár fjölskyldusviðs - lagt er til hækkun að jafnaði um 7,5% með eftirfarandi undantekningum:
Gjaldskrá bókasafns, árgjald sem hækkar upp í 3.500 kr.
Gjaldskrá íþróttamannvirkja, 15% hækkun á gjaldskrá skíðasvæðis.
Eldri borgarar fá 40% afslátt af gjaldskrá fullorðinna hjá sundlaugum Norðurþings.

Gjaldskrár skipulags- og framkvæmdasviðs - lagt er til hækkun að jafnaði um 7.5%.
Byggðarráð vísar meðfylgjandi gjaldskrám til samþykktar í sveitarstjórn.

5.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2024-2027

Málsnúmer 202309048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 17. fundi Hafnasjóðs Norðurþings:

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2024 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2024-2027 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar gjaldskrá hafnasjóðs. Stjórn hafnasjóðs bókað eftirfarandi um málið á 17. fundi hennar:

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir árið 2024 og vísar henni til staðfestingar hjá sveitastjórn.
Lagt fram til kynningar.

7.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur þjónustustefna Norðurþings til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi þjónustustefnu og vísar henni til seinni umræðu í sveitarstjórn.

8.Endurskoðun samþykkta Norðurþings

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja endurskoðaðar samþykktir Norðurþings og drög af viðaukum um fullnaðarheimildir við samþykkt sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi samþykktir og viðauka um fullnaðarheimildir og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.

9.Félagsmálastjóri

Málsnúmer 202311022Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá sveitarstjóra ásamt drögum að auglýsingu um starf félagsmálastjóra.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa starf félagsmálastjóra sem heyrir undir sviðsstjóra velferðasviðs samkvæmt samþykktu skipuriti Norðurþings.

10.Vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu

Málsnúmer 202311086Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur mál vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.
Byggðarráð samþykkir að leita eftir samstarfi við Akureyrarbæ um barnaverndarþjónustu.

11.Styrktarsamningur Norðurþings við Björgunarsveitina Pólstjörnuna

Málsnúmer 202012063Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Björgunarsveitinni Pólstjörnunni á Raufarhöfn, ósk um endurnýjun á rekstrarsamningi en gildandi samningur rennur út um næstu áramót.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera drög að nýjum rekstrarsamning í takt við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

12.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 8. nóvember sl.
1.Sala fasteigna á Raufarhöfn
Lagt fram til kynningar.
2.Húsnæðisáætlun Norðurþings
Byggðarráð tekur undir hverfisráðs og hefur nú þegar komið þeim áleiðis til HMS sem nú vinnur að endurskoðun húsnæðisáætlunar í samstarfi við sveitarfélagið.
3.Ferðamál á svæðinu
Byggðarráð tekur undir sjónarmið hverfisráðs og felur sveitarstjóra að uppfæra umrædda texta á vefsíðu sveitarfélagsins.

13.Framhaldsskólinn á Laugum - styrkbeiðni

Málsnúmer 202311087Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá Framhaldsskólanum á Laugum vegna Tónkvíslar.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Tónkvíslina um 100.000 kr.

14.Viðræður á milli Norðurþings og Gb5 efh vegna nýtingar á húsnæðinu að Garðarsbraut 5.

Málsnúmer 202305096Vakta málsnúmer

Á 432. fundi byggðarráðs þann 8. júní sl. samþykkti meirihluti byggðarráðs tillögu Hjálmars Boga að hefja samtal við fulltrúa Gb5 ehf. um mögulega nýtingu sveitarfélagsins á húsnæðinu að Garðarsbraut 5 á Húsavík.

Fyrir byggðarráði liggur samantekt sveitarstjóra vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.

15.Rekstraráætlun MMÞ vegna ársins 2024

Málsnúmer 202311089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur rekstraráætlun Menningarmiðstöðvar Þingeyinga árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

16.Heimsókn til Danmerkur á vegum SSNE í mars 2024

Málsnúmer 202311081Vakta málsnúmer

SSNE er að skoða möguleikann á að bjóða sveitarfélögunum á svæðinu að senda kjörna fulltrúa sína í kynnisferð á vegum SSNE til Danmerkur 4. til 7. mars 2024.
Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu,

Tilkynna þarf um áhuga sveitarfélagsins og mögulegan fjölda þátttakenda til SSNE fyrir lok nóvember.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum um ferðina.

17.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir HNE 2023

Málsnúmer 202302054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 232. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 15. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022-2023

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. nóvember nk
Lagt fram til kynningar.

20.Efnahags- og viðskiptanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2023

Málsnúmer 202311083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:25.