Fara í efni

Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

Málsnúmer 202102059

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 356. fundur - 11.03.2021

Sveitarstjóri gerir grein fyrir vinnu við breytingar á samþykktum sveitarfélagsins, en áhersla hefur m.a. verið lögð á að skýra betur og staðfesta fullnaðarheimildir fastanefnda sveitarfélagsins. Mikilvægt er nú að byggðarráð yfirfari þær tillögur sem liggja fyrir í drögum og vísi samþykktunum til umræðu í sveitarstjórn að því loknu.
Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bygggðarráð mun halda áfram umfjöllun um samþykktir sveitarfélagsins á næsta fundi ráðsins.

Byggðarráð Norðurþings - 357. fundur - 25.03.2021

Fyrir byggðarráði liggur til frekari umfjöllunar endurskoðun á samþykktum Norðurþings samanber bókun á síðasta fundi ráðsins.
Formaður byggðarráðs leggur til að umræðum um endurskoðun á samþykktum Norðurþings verði frestað til næsta fundar ráðsins þann 8. apríl.
Tillagan er samþykkt.

Byggðarráð Norðurþings - 359. fundur - 15.04.2021

Á 357. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;
Formaður byggðarráðs leggur til að umræðum um endurskoðun á samþykktum Norðurþings verði frestað til næsta fundar ráðsins þann 8. apríl.
Tillagan er samþykkt.
Byggðarráð frestar umræðum um endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að boða til vinnufundar um endurskoðunina á næstu vikum.

Sveitarstjórn Norðurþings - 116. fundur - 21.09.2021

Undirritaður leggur til að samþykktir Norðurþings um stjórn, fundarsköp, nefndarskipan o.fl. er varðar stjórnun sveitarfélagsins verði endurskoðuð. Hvert framboð skipi einn fulltrúa í vinnuhóp sem skilar af sér fyrstu drögum fyrir lok árs 2021.

Síðastliðin þrjú ár hefur sveitarstjórn starfað eftir nýjum samþykktum og brýnt að rýna til gangs hvort gera þurfi breytingar og bæta þær. Oddvitar framboða hafa komið að þeirri vinnu en mikilvægt að hraða þeirri vinnu enda tæpt ár til sveitarstjórnarkosninga en eigi að gera breytingar þarf það að gerast í tíma með samvinnu og skynsemi að leiðarljósi.

Virðingafyllst
Hjálmar Bogi Hafliðason
Til máls tóku: Hjálmar, Benóný og Helena.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 373. fundur - 30.09.2021

Á 116. fundi sveitarstjórnar var tekin fyrir tillaga Hjálmars Boga Hafliðasonar um endurskoðun samþykkta Norðurþings um stjórn, fundarsköp, nefndaskipan o.fl. er varðar stjórnun sveitarfélagsins. Hvert framboð skipi einn fulltrúa í vinnuhóp sem skilar af sér fyrstu drögum fyrir lok árs 2021.

Á fundinum var bókað;
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Helena Eydís leggur til að hvert framboð tilnefni einn fulltrúa í hóp á næsta fundi ráðsins sem fjalla muni um endurskoðun samþykktanna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 374. fundur - 06.10.2021

Á 373. fundi byggðarráðs var bókað;
Helena Eydís leggur til að hvert framboð tilnefni einn fulltrúa í hóp á næsta fundi ráðsins sem fjalla muni um endurskoðun samþykktanna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Eftirtaldir eru tilnefndir í endurskoðunarnefnd samþykkta Norðurþings;
Nanna Steina Höskuldsdóttir fyrir VG
Benóný Valur Jakobsson fyrir Samfylkinguna
Hafrún Olgeirsdóttir fyrir E lista
Hjálmar Bogi Hafliðason fyrir Framsóknarflokk
Helena Eydís Ingólfsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk

Gert er ráð fyrir að hópurinn ljúki sinni vinnu fyrir 30. nóvember.

Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerðir starfshóps um endurskoðun samþykkta Norðurþings sem samþykkt var að stofna á 116. fundi sveitarstjórnar í september sl. Einnig eru fyrirliggjandi drög að breytingum á samþykktum sem Helena Eydís leggur til að verði vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn á næsta fundi hennar í janúar.
Til máls tóku: Helena, Bergur Elías og Benóný.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Lagt til að starfshópi um endurskoðun samþykkta verði falið að halda áfram vinnu sinni við endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins, hvað varðar viðauka við þær. Jafnframt að samþykktum Norðurþings verði vísað til fyrri umræðu á janúarfundi sveitarstjórnar.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 119. fundur - 18.01.2022

Fyrir sveitarstjórn Norðurþings liggja samþykktir Norðurþings til fyrri umræðu.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Aldey, Kristján, Benóný og Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 122. fundur - 26.04.2022

Á 119. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar og Benóný.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að 2. mgr. A-liðar 52. greinar verði svo hljóðandi;
Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og árlega þar á eftir.

Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skjal um samþykktir Norðurþings með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til byggðarráðs til loka úrvinnslu.

Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022

Á 122. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Til máls tóku: Helena, Hjálmar og Benóný. Helena leggur fram eftirfarandi tillögu: Að 2. mgr. A-liðar 52. greinar verði svo hljóðandi; Á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og árlega þar á eftir. Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skjal um samþykktir Norðurþings með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til byggðarráðs til loka úrvinnslu.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 397. fundur - 25.05.2022

Fyrir byggðarráði liggja samþykktir Norðurþings með athugasemdum frá innviðaráðuneytinu. Taka þarf afstöðu til athugasemdanna.
Byggðarráð samþykkir að lagfæra samþykktirnar eftir ábendingu þar um frá innviðaráðuneytinu og vísar þeim til umræðu og samþykktar í sveitarstjórn með áorðnum breytingum.

Sveitarstjórn Norðurþings - 123. fundur - 31.05.2022

Fyrir sveitarstjórn liggja samþykktir Norðurþings um stjórn og fundarsköp til þriðju umræðu.

Einnig liggja fyrir drög að viðaukum við fyrrgreindum samþykktum til kynningar.

Á 397. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir að lagfæra samþykktirnar eftir ábendingu þar um frá innviðaráðuneytinu og vísar þeim til umræðu og samþykktar í sveitarstjórn með áorðnum breytingum.
Til máls tók: Helena.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Drög að viðaukum við samþykktir Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings verði vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar það sem snýr að valdheimildum ráðanna og starfsmanna þeirra. Byggðarráð sjái um úrvinnslu og sveitarstjórn taki viðaukann til fyrri og síðari umræðu á haustmánuðum.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samþykktir og felur sveitarstjóra að birta í Stjórnartíðindum.

Byggðarráð Norðurþings - 401. fundur - 07.07.2022

Byggðarráð þarf að setja af stað vinnu við að klára viðauka og ákveða tíma fyrri og seinni umræðu í sveitarstjórn.

Á 123. fundi sveitarstjórnar var m.a. eftirvarandi bókað um málið:

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Drög að viðaukum við samþykktir Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings verði vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar það sem snýr að valdheimildum ráðanna og starfsmanna þeirra. Byggðarráð sjái um úrvinnslu og sveitarstjórn taki viðaukann til fyrri og síðari umræðu á haustmánuðum.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.


Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að vinna viðauka áfram og vísa í framhaldinu til umfjöllunar í fastanefndum sveitarfélagsins.

Fjölskylduráð - 123. fundur - 09.08.2022

Á 123. fundi sveitarstjórnar var m.a. eftirvarandi bókað um málið:

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Drög að viðaukum við samþykktir Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings verði vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar það sem snýr að valdheimildum ráðanna og starfsmanna þeirra. Byggðarráð sjái um úrvinnslu og sveitarstjórn taki viðaukann til fyrri og síðari umræðu á haustmánuðum.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Fjölskylduráð felur sviðsstjórum að fara yfir valdheimildir sínar eins og þær birtast í drögum að viðaukum við samþykkt Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings.
Fjölskylduráð mun fjalla um drögin aftur á næsta fundi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 130. fundur - 09.08.2022

Á 123. fundi sveitarstjórnar var m.a. eftirvarandi bókað um málið:

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Drög að viðaukum við samþykktir Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings verði vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar það sem snýr að valdheimildum ráðanna og starfsmanna þeirra. Byggðarráð sjái um úrvinnslu og sveitarstjórn taki viðaukann til fyrri og síðari umræðu á haustmánuðum.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjórum að fara yfir valdheimildir sínar eins og þær birtast í drögum að viðaukum við samþykkt Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð mun fjalla um drögin aftur á næsta fundi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 131. fundur - 23.08.2022

Fyrir liggja drög að viðaukum við samþykktir Norðurþings um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins sem áður voru til umfjöllunar ráðsins á fundi 9. ágúst s.l.

Ekki hafa komið fram athugasemdir frá sviðsstjórum vegna skilgreindra valdheimilda.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög.

Fjölskylduráð - 127. fundur - 13.09.2022

Á 123. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað um málið:

Fjölskylduráð felur sviðsstjórum að fara yfir valdheimildir sínar eins og þær birtast í drögum að viðaukum við samþykkt Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings.
Fjölskylduráð mun fjalla um drögin aftur á næsta fundi.

Fjölskylduráð fór yfir drög af viðaukum. Sviðsstjórum og formanni falið að vinna drögin áfram.

Sveitarstjórn Norðurþings - 137. fundur - 28.09.2023

Vinna við viðauka við samþykktir um stjórn og fundarsköp Norðurþings um fullnaðarafgreiðslur ráða, stjórna, nefnda og starfsmanna sveitarfélagsins hefur verið í gangi frá upphafi núverandi kjörtímabils. Hér liggur fyrir sveitarstjórn til fyrri fyrri umræðu viðauki við samþykktir sveitarfélagsins.


Til máls tóku: Hafrún, Helena og Hjálmar.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að málinu verði vísað til úrvinnslu í byggðarráði, fjölskylduráð og skipulags- og framkvæmdaráð á milli umræðna.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 168. fundur - 14.11.2023

Á 137. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að málinu verði vísað til úrvinnslu í byggðarráði, fjölskylduráð og skipulags- og framkvæmdaráð á milli umræðna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fyrir fjölskylduráði liggja nú drög af viðaukum um fullnaðarheimildir við samþykkt sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp.
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann með áorðnum breytingum og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 174. fundur - 14.11.2023

Á 137. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að málinu verði vísað til úrvinnslu í byggðarráði, fjölskylduráð og skipulags- og framkvæmdaráð á milli umræðna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja nú drög af viðaukum um fullnaðarheimildir við samþykkt sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að viðaukarnir verði samþykktir með áorðnum breytingum.

Byggðarráð Norðurþings - 449. fundur - 23.11.2023

Fyrir byggðarráði liggja endurskoðaðar samþykktir Norðurþings og drög af viðaukum um fullnaðarheimildir við samþykkt sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi samþykktir og viðauka um fullnaðarheimildir og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur til síðari umræðu viðauka við samþykktir um stjórn og fundarsköp Norðurþings um fullnaðarafgreiðslur ráða, stjórna, nefnda og starfsmanna sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Hjálmar og Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka við samþykktir um stjórn og fundarsköp Norðurþings um fullnaðarafgreiðslur ráða, stjórna, nefnda og starfsmanna sveitarfélagsins samhljóða.