Fara í efni

Fjölskylduráð

123. fundur 09. ágúst 2022 kl. 08:30 - 11:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
 • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
 • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hróðný Lund félagsmálastjóri
 • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
 • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-5.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 6-12.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 13-14 í fjarfundi.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 1.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 4.

1.Grænuvellir - Starfsáætlun 2022-2023

Málsnúmer 202206123Vakta málsnúmer

Leikskólastjóri Grænuvalla leggur fram til kynningar starfsáætlun Grænuvalla skólaárið 2022-2023.
Fjölskylduráð þakkar leikskólastjóra fyrir kynningu á starfsáætlun Grænuvalla. Ráðið mun halda áfram umræðu um málið á næsta fundi sínum.

2.Grænuvellir - Umsóknir um stuðning til náms í menntavísindum 2022-2023

Málsnúmer 202207004Vakta málsnúmer

Í fyrstu grein reglna Norðurþings um stuðning til fjarnáms í menntavísindum segir: Starfandi leiðbeinendur við leik- og grunnskóla Norðurþings sem hyggjast stunda fjarnám í
menntavísindum til diplómaprófs, B.Ed prófs, M.Ed prófs eða til kennsluréttinda við Háskóla Íslands
eða Háskólann á Akureyri geta sótt um stuðning til sveitarsjóðs vegna námsins.

Leikskólastjóri Grænuvalla leggur nú fyrir fjölskylduráð umsóknir starfsmanna Grænuvalla um stuðning til fjarnáms í menntavísindum fyrir skólaárið 2022-2023 ásamt umsögn sinni.
Fjölskylduráð samþykkir stuðning til fjarnáms til umræddra starfsmanna. Ráðið lýsir yfir ánægju sinni með þann fjölda starfsfólks skóla Norðurþings sem nýtir sér stuðning sveitarfélagsins til að efla sig í starfi.

3.Skólaakstur 2021-2025 - Samningur

Málsnúmer 202106129Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar samkomulag um framlengingu á samningi um skólaakstur á leið 4, Raufarhöfn - Öxarfjarðarskóli.
Lagt fram til kynningar.

4.Frístund - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202206131Vakta málsnúmer

Við umfjöllun fjölskylduráðs um mál 202206131 - Starfsemi Frístundar 2022-2021 var Fræðslufulltrúa falið að útbúa beiðni um viðauka vegna aukins kostnaðar við laun í Frístund og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fræðslufulltrúi leggur nú fram beiðni skólastjóra Borgarhólsskóla um viðauka við fjárhagsáætlun Frístundar 2022.
Fjölskylduráð þakkar skólastjóra Borgarhólsskóla fyrir komuna. Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðaukabeiðni vegna fjölgunar stöðugilda í Frístund fyrir 1.- 4. bekk á haustmisseri.
Ráðið óskar eftir því við byggðarráð að viðauki uppá á 4.500.000 kr. verði samþykktur.

5.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2022

Málsnúmer 202207008Vakta málsnúmer

Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem
Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir meðal nemenda í 4.,6.,8. og 10. bekk fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr.70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.
Könnun Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar verður frá og með skólaárinu 2021-2022 lögð fyrir á hverju ári í grunnskólum.

Niðurstöðuskýrsla úr könnun Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2022 í grunnskólum Norðurþings er nú lögð fram til kynningar í fjölskylduráði Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

6.Notendaráð Norðurþings 2022-2026

Málsnúmer 202208006Vakta málsnúmer

Samkvæmt 8. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 skulu sveitarfélög hafa samráð við notendur og starfrækja sérstök notendaráð með það að markmiði að auka áhrif fatlaðs fólks á skipulag og framkvæmd þjónustu og önnur hagsmunamál þeim til handa. Félagsmálastjóri er búin að fá tilnefningar inn í notendaráð frá hagsmunaaðilum. Félagsmálastjóri óskar nú eftir tilnefningu frá sveitarstjórn inn í notendaráð svo hægt sé að stofna ráðið sem fyrst.
Fjölskylduráð tilnefnir Einar Víði Einarsson, Karolínu Kr. Gunnlaugsdóttur og Rebekku Ásgeirsdóttur í Notendaráð. Aðrar tilnefningar eru: Einhverfusamtökin tilnefna Júlíu Margréti Birgisdóttur, Einstök börn tilnefna Hermínu Hreiðarsdóttur og Jóna Rún Skarphéðinsdóttir er tilnefnd í ráðið sem þjónustuþegi.

7.Öldungaráð 2022-2026

Málsnúmer 201806213Vakta málsnúmer

Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um öldrunarmál og þjónustu við aldraða, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist Öldungaráð, þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Í Öldungaráði skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni.

Félagsmálastjóri óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá sveitarstjórn inn í Öldungaráð svo hægt sé að stofna ráðið sem fyrst.
Lagt fram til kynningar.

8.Skýrsla um könnun á geðheilsu og þörf fyrir geðheilsuþjónustu meðal fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir

Málsnúmer 202207011Vakta málsnúmer

Til kynningar er skýrsla um könnun á geðheilsu og þörf fyrir geðheilsuþjónustu meðal fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir.
Lagt fram til kynningar.

9.Stafræn afgreiðsla fjárhagsaðstoðarumsókna og afgreiðsla

Málsnúmer 202110122Vakta málsnúmer

Félagsþjónustan vinnur að sameiginlegu rafrænu kerfi sveitarfélaganna fyrir umsóknir um fjárhagsaðstoð og vinnslu þeirra. Verkefnið er komið vel á veg og búið að senda vinnslusamninginn við Samband íslenskra sveitarfélaga til yfirlestrar hjá persónuverndrafulltrúa Norðurþings sem sá ekkert til fyrirstöðu við samnninginnk, því hefur hann verið undirritaður og er lagður hér fram til kynningar. Verið er að vinna í næstu skerfum og vonast til að hægt verði að sækja um fjárhagsaðstoð rafrænt af heimasíðu Norðurþings fyrir áramót.
Lagt fram til kynningar.

10.Samningur við FEBHN um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf.

Málsnúmer 201905125Vakta málsnúmer

Samningur er við Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni (FEBHN) um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf. Gera þarf nýjan samning við FEBHN sem tekur gildi 1. janúar 2023. Félagsmálastjóri óskar eftir ákvörðun fjölskylduráðs við gerð þessa samnings, hvort fjölskylduráð vilji gera breytingar á samningnum og þá með hvaða hætti svo hægt sé að ganga til viðræðna við félagið.
Helena Eydís leggur til að fulltrúar félagsins verði boðaðir á fund fjölskylduráðs til samtals um framkvæmd gildandi samnings og framtíðarsýn félagsins.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

11.Samningur við félag eldri borgara Raufarhöfn

Málsnúmer 202110106Vakta málsnúmer

Samningur um rekstur á húsnæði Félags eldri borgara á Raufarhöfn (FER) og samstarf um félasstarf fyrir eldri borgara er í gildi frá 1. júní 2021 til 31. desember 2025. FER sendi bréf í apríl þess efnis að óska eftir frekari stuðningi. Fjölskylduráð þarf að taka afstöðu til þeirrar beiðni.
Fjölskylduráð samþykkir að boða fulltrúa stjórnar FER á næsta fund ráðsins.

12.Viðauki félagsþjónusta

Málsnúmer 202208011Vakta málsnúmer

Fjárhagsstaða í málaflokki félagsþjónustu er afar slæm á þessu ári og skýrist það til að mynda af mikilli fjarveru vegna veikinda starfsfólks. Félagsmálastjóri hefur verið að vinna að aðgerðum til hagræðingar í sínum málaflokki en óskar nú eftir viðauka svo bregðast megi við stöðunni.
Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðaukabeiðni vegna veikinda starfsfólks félagsþjónustu Norðurþings.
Ráðið óskar eftir því við byggðarráð að viðauki uppá á 85.164.678 kr. verði samþykktur.

13.Ágreiningur um málefni Skotfélags Húsavíkur

Málsnúmer 202207024Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar málefni Skotfélags Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar.

14.Umsókn um styrk til kaupa á kraft-plötum

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Völsungur óskar eftir styrk til kaupa á Kraft plötum sem eru mælingar og greiningartæki fyrir íþróttafólk. Sótt er um styrk um allt að 430.000 kr.
Fjölskylduráð hafnar beiðni um styrk en bendir á að framundan eru umsóknarfrestir í ýmsum sjóðum sem þetta erindi gæti átt við.

15.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Á 123. fundi sveitarstjórnar var m.a. eftirvarandi bókað um málið:

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Drög að viðaukum við samþykktir Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings verði vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar það sem snýr að valdheimildum ráðanna og starfsmanna þeirra. Byggðarráð sjái um úrvinnslu og sveitarstjórn taki viðaukann til fyrri og síðari umræðu á haustmánuðum.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Fjölskylduráð felur sviðsstjórum að fara yfir valdheimildir sínar eins og þær birtast í drögum að viðaukum við samþykkt Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings.
Fjölskylduráð mun fjalla um drögin aftur á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 11:50.