Fara í efni

Viðauki félagsþjónusta

Málsnúmer 202208011

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 123. fundur - 09.08.2022

Fjárhagsstaða í málaflokki félagsþjónustu er afar slæm á þessu ári og skýrist það til að mynda af mikilli fjarveru vegna veikinda starfsfólks. Félagsmálastjóri hefur verið að vinna að aðgerðum til hagræðingar í sínum málaflokki en óskar nú eftir viðauka svo bregðast megi við stöðunni.
Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðaukabeiðni vegna veikinda starfsfólks félagsþjónustu Norðurþings.
Ráðið óskar eftir því við byggðarráð að viðauki uppá á 85.164.678 kr. verði samþykktur.

Byggðarráð Norðurþings - 403. fundur - 11.08.2022

Á 123. fundi fjölskylduráðs 9. ágúst 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðaukabeiðni vegna veikinda starfsfólks félagsþjónustu Norðurþings.
Ráðið óskar eftir því við byggðarráð að viðauki uppá á 85.164.678 kr. verði samþykktur.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 85.164.678 kr. og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Ráðið vekur athygli á því að kostnaðurinn er kominn til vegna nokkurra þátta, þar á meðal veikinda starfsfólks, rekstur nýs íbúðakjarna og vanáætlunar af hálfu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 125. fundur - 18.08.2022

Á 403. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 85.164.678 kr. og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Ráðið vekur athygli á því að kostnaðurinn er kominn til vegna nokkurra þátta, þar á meðal veikinda starfsfólks, rekstur nýs íbúðakjarna og vanáætlunar af hálfu sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Helena og Hafrún.

Sveitarstjórn staðfestir viðaukann samhljóða.