Fara í efni

Notendaráð Norðurþings 2022-2026

Málsnúmer 202208006

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 123. fundur - 09.08.2022

Samkvæmt 8. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 skulu sveitarfélög hafa samráð við notendur og starfrækja sérstök notendaráð með það að markmiði að auka áhrif fatlaðs fólks á skipulag og framkvæmd þjónustu og önnur hagsmunamál þeim til handa. Félagsmálastjóri er búin að fá tilnefningar inn í notendaráð frá hagsmunaaðilum. Félagsmálastjóri óskar nú eftir tilnefningu frá sveitarstjórn inn í notendaráð svo hægt sé að stofna ráðið sem fyrst.
Fjölskylduráð tilnefnir Einar Víði Einarsson, Karolínu Kr. Gunnlaugsdóttur og Rebekku Ásgeirsdóttur í Notendaráð. Aðrar tilnefningar eru: Einhverfusamtökin tilnefna Júlíu Margréti Birgisdóttur, Einstök börn tilnefna Hermínu Hreiðarsdóttur og Jóna Rún Skarphéðinsdóttir er tilnefnd í ráðið sem þjónustuþegi.

Sveitarstjórn Norðurþings - 125. fundur - 18.08.2022

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta tilnefningar fjölskylduráðs í Notendaráð fatlaðs fólks í Norðurþingi skv. 8. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Á 123. fundi fjölskylduráðs var eftifarandi bókað um málið:
Fjölskylduráð tilnefnir Einar Víði Einarsson, Karolínu Kr. Gunnlaugsdóttur og Rebekku Ásgeirsdóttur í Notendaráð.
Sveitarstjórn staðfestir tilnefningarnar samhljóða.

Fjölskylduráð - 128. fundur - 27.09.2022

Fyrir fjölskylduráði liggur 1. fundargerð Notendaráðs fatlaðs fólks í Norðurþingi, til kynningar.
Fjölskylduráð vísar lið 3 til skipulags- og framkvæmdaráðs. Þegar hefur verið brugðist við lið nr. 4.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 135. fundur - 11.10.2022

Á 128. fundi fjölskylduráðs 27. september 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar lið 3 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kynna verkefnið Römpum upp Ísland að heimasíðu sveitarfélagsins. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta gera úttekt á aðgengi í eignum sveitarfélagsins.

Fjölskylduráð - 143. fundur - 28.02.2023

2. fundargerð Notendaráðs fatlaðs fólks í Norðurþingi lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 177. fundur - 13.02.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur fundargerð 3. fundar notendaráðs fatlaðs fólks í Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 181. fundur - 26.03.2024

4. fundargerð Notendaráðs fatlaðs fólks í Norðurþingi er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl: