Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Samþætting ársskýrsla veturinn 2024-2025
Málsnúmer 202506051Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur ársskýrsla samþættingarverkefnisins fyrir veturinn 2024-25 til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum stýrihóps samþættingarverkefnisins fyrir komuna á fundinn og kynninguna.
2.Gamli Lundur - Aðstaða fyrir frístund í Öxarfjarðarskóla.
Málsnúmer 202506052Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Öxarfjarðarskóla um afnota af Gamla Lundi fyrir frístund í Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Öxarfjarðarskóla fyrir komuna á fundinn og felur sviðsstjóra velferðarsviðs að skoða framtíð frístundamála í Öxarfjarðarskóla í samráði við skólastjóra.
3.Borgarhólsskóli - Skýrsla um innra mat 2024-2025.
Málsnúmer 202505067Vakta málsnúmer
Skýrsla Borgarhólsskóla um innra mat 2024-2025 er lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Borgarhólsskóla fyrir komuna og kynninguna á skýrslu um innra mat 2024 - 2025.
4.Beiðni um afnot af Grænatorgi fyrir frístund skólaárið 2025-2026
Málsnúmer 202506043Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar beiðni um afnot af Grænatorgi fyrir starfsemi frístundar skólaárið 2025-2026.
Fjölskylduráð heimilar afnot af Grænatorgi fyrir starfsemi frístundar skólaárið 2025 - 2026 og felur verkefnastjóra á velferðarsviði að útfæra afnot frístundar að Grænatorgi ásamt forstöðumanni frístundar og framkvæmdastjóra Völsungs.
5.Lítil skref á leið til læsis
Málsnúmer 202506040Vakta málsnúmer
Verkefnið Lítið skref til læsis er lagt fram til kynningar.
Borgarhólsskóli hlaut veglegan styrk úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir verkefnið sem er samstarfsverkefni skólans, Grænuvalla og Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Verkefnið hefur áður fengið styrk frá Mennta- og barnamálaráðherra.
Verkefnið miðar að því að skapa samfellu í læsisnámi frá leikskóla yfir í grunnskóla þar sem kennsluaðferðir hvors skólastigs fyrir sig fléttast saman og fá að njóta sín. Áhersla er lögð á heildstæða nálgun í læsisnámi þar sem samræða, tjáning, hlustun, lestur, mál- og lesskilningur, orðaforði og ritun fléttast saman í gegnum fjölbreytt verkefni sem eru merkingarbær og tengjast reynsluheimi barna og áhugamálum.
Borgarhólsskóli hlaut veglegan styrk úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir verkefnið sem er samstarfsverkefni skólans, Grænuvalla og Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Verkefnið hefur áður fengið styrk frá Mennta- og barnamálaráðherra.
Verkefnið miðar að því að skapa samfellu í læsisnámi frá leikskóla yfir í grunnskóla þar sem kennsluaðferðir hvors skólastigs fyrir sig fléttast saman og fá að njóta sín. Áhersla er lögð á heildstæða nálgun í læsisnámi þar sem samræða, tjáning, hlustun, lestur, mál- og lesskilningur, orðaforði og ritun fléttast saman í gegnum fjölbreytt verkefni sem eru merkingarbær og tengjast reynsluheimi barna og áhugamálum.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Borgarhólsskóla fyrir kynninguna á verkefninu. Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með það hversu vel hefur tekist til með verkefnið.
6.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2025
Málsnúmer 202501088Vakta málsnúmer
Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar eru lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
7.Ályktun frá kennurum Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202506031Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur ályktun frá kennurum Borgarhólsskóla. Ályktunin varðar m.a. bókun fjölskylduráðs frá 20. maí sl. og afgreiðslu sama máls á fundi byggðarráðs þann 22. maí.
Lagt fram til kynningar.
8.Notendaráð fatlaðs fólks í Norðurþingi 2022-2026
Málsnúmer 202208006Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
9.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025
Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer
Á 498. fundi byggðarráðs var eftirfarandi m.a. bókað:
Byggðarráð vísar lið nr. 2 til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Byggðarráð vísar lið nr. 2 til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð vísar í að samningur við Félag eldri borgara á Raufarhöfn mun renna út um áramót og viðræður um nýjan samning munu eiga sér stað milli félagsmálastjóra og Félags eldri borgara á Raufarhöfn á haustdögum.
10.Ársskýrsla HSÞ 2024
Málsnúmer 202506049Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar ársskýrsla HSÞ fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.
11.Íþróttavika Evrópu - Heilsueflandi samfélag
Málsnúmer 202506050Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir til kynningar verkefnið Íþróttavika Evrópu.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að kanna áhuga íþróttafélaga í sveitarfélaginu að taka þátt í verkefninu.
12.Umsókn til fjölskylduráðs Norðurþings
Málsnúmer 202503077Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja fyrir drög að samningi við Skákfélagið Goðann.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög við Skákfélagið Goðann og felur verkefnastjóra á velferðarsviði að ganga frá samningum.
Fundi slitið - kl. 11:30.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Borgarhólsskóla, og Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, sátu fundinn undir liðum 1 og 3-6.
Andri Birgisson, deildarstjóri frístundar og félagsmiðstöðva á Húsavík, sat fundinn undir liðum 1 og 3.
Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla, Vigdís Sigvarðardóttir, fulltrúi kennara í Öxarfjarðarskóla og Ann-Charlotte Fernholm, fulltrúi foreldra barna í Öxarfjarðarskóla, sátu fundinn undir lið 2.
Tinna Ósk Óskarsdóttir sat fundinn undir lið 8.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir lið 1, 4 og 10-12.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, sat fundinn í fjarfundi.
Jónas Þór Viðarsson, sat fundinn í fjarfundi undir liðum 3-12.