Fara í efni

Lítil skref á leið til læsis

Málsnúmer 202506040

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 221. fundur - 24.06.2025

Verkefnið Lítið skref til læsis er lagt fram til kynningar.
Borgarhólsskóli hlaut veglegan styrk úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir verkefnið sem er samstarfsverkefni skólans, Grænuvalla og Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Verkefnið hefur áður fengið styrk frá Mennta- og barnamálaráðherra.

Verkefnið miðar að því að skapa samfellu í læsisnámi frá leikskóla yfir í grunnskóla þar sem kennsluaðferðir hvors skólastigs fyrir sig fléttast saman og fá að njóta sín. Áhersla er lögð á heildstæða nálgun í læsisnámi þar sem samræða, tjáning, hlustun, lestur, mál- og lesskilningur, orðaforði og ritun fléttast saman í gegnum fjölbreytt verkefni sem eru merkingarbær og tengjast reynsluheimi barna og áhugamálum.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Borgarhólsskóla fyrir kynninguna á verkefninu. Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með það hversu vel hefur tekist til með verkefnið.

Fjölskylduráð - 227. fundur - 14.10.2025

Verkefnið Lítil skref til læsis, samstarfsverkefni Leikskólans Grænuvalla og Borgarhólsskóla um málörvun og læsi, hefur hlotið tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 í flokki framúrskarandi þróunarverkefna.
Fjölskylduráð óskar Borgarhólsskóla og Leikskólanum Grænuvöllum til hamingju með tilnefninguna til Íslensku menntaverðlaunanna 2025.

Sveitarstjórn Norðurþings - 158. fundur - 13.11.2025

Leikskólinn Grænuvellir og Borgarhólsskóli á Húsavík hlutu íslensku menntaverðlaunin 2025 fyrir þróunarverkefnið LÍTIL SKREF Á LEIÐ TIL LÆSIS.
Verkefnið er unnið í samstarfi við MSHA og sjúkraþjálfarann Natöschu Damen.

Sveitarstjóri, Katrín Sigurjónsdóttir, óskaði eftir að málið yrði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Kristinn og Katrín.


Sveitarstjórn óskar aðstandendum verkefnisins, skólunum, stjórnendum og starfsfólki innilega til hamingju með Íslensku menntaverðlaunin 2025 fyrir framúrskarandi þróunarverkefni. Verkefnið er metnaðarfullt og verðlaunin bera starfinu í skólunum gott vitni. Þetta er glæsilegur árangur sem sveitarstjórn Norðurþings er stolt af.

Að þessu tilefni býður sveitarstjórn starfsfólki skólanna og sjúkraþjálfara í móttöku í Sjóminjasafninu seinni part dags í næstu viku.