Sveitarstjórn Norðurþings
1.Lítil skref á leið til læsis.
Málsnúmer 202506040Vakta málsnúmer
Verkefnið er unnið í samstarfi við MSHA og sjúkraþjálfarann Natöschu Damen.
Sveitarstjóri, Katrín Sigurjónsdóttir, óskaði eftir að málið yrði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
2.Viljayfirlýsing um lóð undir landeldisstöð á laxi í landi Bakka við Húsavík
Málsnúmer 202510041Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að klára vinnu við drögin. Ráðið vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Fyrirliggjandi viljayfirlýsing er samþykkt samhljóða.
3.Ósk um lausn frá störfum í sveitarstjórn Norðurþings
Málsnúmer 202510108Vakta málsnúmer
4.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026
Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer
Varamaður í sveitarstjórn verður Birkir Freyr Stefánsson.
Byggðarráð: varamaður verður Birkir Freyr Stefánsson.
Fjölskylduráð: varaformaður verður Alexander Gunnar Jónasson
SSNE þingfulltrúi: aðalmaður verður Áki Hauksson og Birkir Freyr Stefánsson sem varamaður
Menningarmiðstöð Þingeyinga fulltrúaráð: varamaður verður Alexander Gunnar Jónasson
Stjórn Menningarmiðstöðvar Þingeyinga: varamaður verður Alexander Gunnar Jónasson
5.Áætlanir vegna ársins 2026- 2029
Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer
Á 507. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Norðurþings til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
6.Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027-2029
Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun 2026 og 2027-2029 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi framkvæmda- og fjárfestingaáætlun til síðari umræðu í sveitarstjórn.
7.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2026-2029
Málsnúmer 202509070Vakta málsnúmer
Stjórn Hafnasjóðs vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2026 og næstu þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi fjárhags- og framkvæmdaáætlun stjórnar Hafnasjóðs til síðari umræðu í sveitarstjórn.
8.Gjaldskrár Norðurþings 2026
Málsnúmer 202510050Vakta málsnúmer
Á 508. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð vísar gjaldskrám vegna ársins 2026 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa afgreiðslu gjaldskráa til síðari umræðu í sveitarstjórn.
9.Gjaldskrá rotþróargjalda 2026
Málsnúmer 202510078Vakta málsnúmer
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrárdrög og vísar henni til annarar umræðu í sveitarstjórn.
10.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2026
Málsnúmer 202510097Vakta málsnúmer
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
11.Þjónustustefna Norðurþings
Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þjónustustefnu sveitarfélagsins til síðari umræðu. Eins er stefnunni vísað til byggðarráðs, fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.
12.Framtíð stjórnsýsluhússins á Húsavík
Málsnúmer 202511011Vakta málsnúmer
Benóný leggur fram eftirfrandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa því til skipulags- og framkvæmdaráðs að hefja strax undirbúning að framkvæmdinni.
Soffía leggur fram eftirfarandi tillögu:
Málinu verði vísað til byggðarráðs í stað skipulags- og framkvæmdaráðs.
Kristinn leggur fram eftirfarandi tillögu:
Málinu verði vísað til byggðarráðs. Því verði falið að fá kostnaðarmat á nauðsynlegum frakmvæmdum með mögulegri áfangaskiptingu svo sveitarstjórn geti tekið ákvörðun um hvernig standa skuli að framkvæmdinni.
Tillaga Kristins gengur lengst og er því fyrst borin upp til atkvæða.
Tillaga Kristins er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Birkis, Eiðs, Helenu, Kristins, Ingibjargar og Soffíu.
Hjálmar situr hjá.
13.Samþykkt um hunda- og kattahald
Málsnúmer 202509111Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi breytinga á lögum um gæludýr sem samþykkt voru á Alþingi í gær 12. nóvember 2025 er lagt til að samþykktinni um hunda- og kattahald verði vísað til vinnslu í skipulags- og framkvæmdaráði. Þar verði gerðar nauðsynlegar breytingar en lagasamþykktin hefur bein áhrif á 8. og 15. gr samþykkta sveitarfélagsins um hunda- og kattahald.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu Hjálmars samhljóða.
14.Endurgreiðsluhlutfall LSH - 2026
Málsnúmer 202509120Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
15.Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra
Málsnúmer 202510044Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð staðfestir þátttöku í styrkumsókn vegna verkefnisins og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þátttöku.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þátttöku.
16.Svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi eystra.
Málsnúmer 202504044Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir samningsdrög og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Fyrirliggjandi samningsdrög eru samþykkt samhljóða.
17.Samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra
Málsnúmer 202410105Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir samningsdrög um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
18.Endurskoðun samþykkta Norðurþings
Málsnúmer 202501020Vakta málsnúmer
19.Fjölskylduráð - 227
Málsnúmer 2510004FVakta málsnúmer
20.Fjölskylduráð - 228
Málsnúmer 2510007FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 226
Málsnúmer 2510003FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
22.Skipulags- og framkvæmdaráð - 227
Málsnúmer 2510008FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
23.Byggðarráð Norðurþings - 506
Málsnúmer 2510002FVakta málsnúmer
24.Byggðarráð Norðurþings - 507
Málsnúmer 2510006FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
25.Byggðarráð Norðurþings - 508
Málsnúmer 2510010FVakta málsnúmer
26.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 37
Málsnúmer 2510009FVakta málsnúmer
27.Orkuveita Húsavíkur ohf - 270
Málsnúmer 2510005FVakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 15:20.
Sveitarstjórn óskar aðstandendum verkefnisins, skólunum, stjórnendum og starfsfólki innilega til hamingju með Íslensku menntaverðlaunin 2025 fyrir framúrskarandi þróunarverkefni. Verkefnið er metnaðarfullt og verðlaunin bera starfinu í skólunum gott vitni. Þetta er glæsilegur árangur sem sveitarstjórn Norðurþings er stolt af.
Að þessu tilefni býður sveitarstjórn starfsfólki skólanna og sjúkraþjálfara í móttöku í Sjóminjasafninu seinni part dags í næstu viku.