Gjaldskrá rotþróargjalda 2026
Málsnúmer 202510078
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 270. fundur - 03.11.2025
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá rotþróargjalda í Norðurþingi. Gjaldskránni er ætlað að endurspegla raunkostnað OH vegna tæmingar rotþróa í sveitarfélaginu og tekur mið af þeim verðum sem innheimt eru hjá hreinsunaraðila. Ásamt því að hreinsað sé á þriggja ára fresti í stað tveggja.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrárdrög og vísar henni til annarrar umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 158. fundur - 13.11.2025
Á 270. fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. var eftirfarandi bókað:
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrárdrög og vísar henni til annarar umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrárdrög og vísar henni til annarar umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi gjaldskrá til síðari umræðu.