Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur 2026
Málsnúmer 202510076Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 til samþykktar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur hefur yfirfarið fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og klárar afgreiðslu á næsta fundi.
2.Framkvæmdaáætlun Orkuveitu Húsavíkur 2026
Málsnúmer 202510077Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggja fyrir drög að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2026.
Farið var yfir framkvæmdaráætlun 2026. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir ráðstöfunarfé til framkvæmda að upphæð allt að 190m.kr. sem skiptist á milli kjarnastarfsemi Orkuveitunnar sem er hitaveita, vatnsveita og fráveita.
3.Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf.2026
Málsnúmer 202510075Vakta málsnúmer
Fyrir liggur að stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. taki ákvörðun um breytingu á gjaldskrá félagsins fyrir árið 2026. Lagt er til 4,2% hækkun á gjaldskrá.
www.oh.is/static/files/Verdskra/gjaldskra-oh-2025-heimasida.pdf
www.oh.is/static/files/Verdskra/gjaldskra-oh-2025-heimasida.pdf
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ákveður að fresta umræðu um gjaldskráhækkun til næsta fundar, 27. nóvember.
4.Gjaldskrá rotþróargjalda 2026
Málsnúmer 202510078Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá rotþróargjalda í Norðurþingi. Gjaldskránni er ætlað að endurspegla raunkostnað OH vegna tæmingar rotþróa í sveitarfélaginu og tekur mið af þeim verðum sem innheimt eru hjá hreinsunaraðila. Ásamt því að hreinsað sé á þriggja ára fresti í stað tveggja.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrárdrög og vísar henni til annarrar umræðu í sveitarstjórn.
5.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála
Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer
Rekstrarstjóri fer yfir helstu mál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar góða yfirferð rekstrarstjóra.
Fundi slitið - kl. 15:30.