Fara í efni

Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur 2026

Málsnúmer 202510076

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 270. fundur - 03.11.2025

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 til samþykktar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur hefur yfirfarið fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og klárar afgreiðslu á næsta fundi.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 271. fundur - 28.11.2025

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 til samþykktar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að leggja til við sveitastjórn að vatnsgjaldshluti í A-flokki fasteignagjalda lækki sem nemur 20% og verði 0,040% vegna álagningu gjalda vegna ársins 2026.

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að leggja til við sveitastjórn að holræsagjaldshluti í A-flokki fasteignagjalda lækki sem nemur 5% og verði 0,095% vegna álagningu gjalda vegna ársins 2026.

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.