Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

271. fundur 28. nóvember 2025 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202502069Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur trúnaðarmál.
Niðurstaða rituð í trúnaðarmálabók.

2.Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur 2026

Málsnúmer 202510076Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 til samþykktar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að leggja til við sveitastjórn að vatnsgjaldshluti í A-flokki fasteignagjalda lækki sem nemur 20% og verði 0,040% vegna álagningu gjalda vegna ársins 2026.

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að leggja til við sveitastjórn að holræsagjaldshluti í A-flokki fasteignagjalda lækki sem nemur 5% og verði 0,095% vegna álagningu gjalda vegna ársins 2026.

Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.

3.Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2026

Málsnúmer 202510075Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. taki ákvörðun um breytingu á gjaldskrá félagsins fyrir árið 2026.

www.oh.is/static/files/Verdskra/gjaldskra-oh-2025-heimasida.pdf
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að hækka gjaldskrá félagsins um 3,7% frá 1. janúar 2026.

4.Ósk um styrktarsamning milli OH og Björgunarsveitarinnar Garðar.

Málsnúmer 202508062Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur beiðni frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík um styrktarsamning við Orkuveitu Húsavíkur til allt að fimm ára, með árlegum greiðslum, til stuðnings við starfsemi sveitarinnar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur rekstrarstjóra að ræða við forsvarsfólk björgunarsveitarinnar Garðars um aðkomu að verkefnum sveitarinnar.

5.Styrkumsókn vegna knattspyrnumóts Barna- og unglingaráðs

Málsnúmer 202508054Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur beiðni frá Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Völsungs sem óskar eftir stuðningi Orkuveitu Húsavíkur við framkvæmd á árlegu knattspyrnumóti.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að þessu sinni að veita barna- og unglingaráði Völsungs styrk að upphæð 700.000 kr. vegna árlegs knattspyrnumóts barna á Húsavík.

6.Hlutur Orkuveitu Húsavíkur í Sjóböðunnum.

Málsnúmer 202511063Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur að taka ákvörðun um að kanna sölumöguleika á hlut félagsins í Sjóböðunum.
Stjórn samþykkir að kanna sölumöguleika á hlut félagsins í Sjóböðunum og veitir stjórnarformanni umboð til að ganga frá fyrirliggjandi ráðgjafasamningi.

7.Erindi frá Íslenska jarðhitafélaginu

Málsnúmer 202511037Vakta málsnúmer

Íslenska Hitaveitufélagið sendi inn erindi til þar sem óskað er eftir að fá að kynna félagið ásamt samstarfi vegna nýtingu varmamorku á starfsvæðis Orkuveitu Húsavíkur.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur rekstrarstjóra að bjóða forsvarsfólki Íslenska hitaveitufélagsins til fundar við stjórn OH í byrjun næsta árs.

8.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri fer yfir helstu mál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar góða yfirferð rekstrarstjóra.

Fundi slitið - kl. 15:15.