Styrkumsókn vegna knattspyrnumóts Barna- og unglingaráðs.
Málsnúmer 202508054
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 269. fundur - 04.09.2025
Fyrir stjórn liggur beiðni frá Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Völsungs sem óskar eftir stuðningi Orkuveitu Húsavíkur við framkvæmd á árlegu knattspyrnumóti.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 271. fundur - 28.11.2025
Fyrir stjórn liggur beiðni frá Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Völsungs sem óskar eftir stuðningi Orkuveitu Húsavíkur við framkvæmd á árlegu knattspyrnumóti.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að þessu sinni að veita barna- og unglingaráði Völsungs styrk að upphæð 700.000 kr. vegna árlegs knattspyrnumóts barna á Húsavík.
Valdimar Halldórsson óskar bókað:
Vinna við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026 er ekki hafin og því óábyrgt að taka jákvætt í erindi fyrir fram.