Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
Undir 1. dagskrálið situr Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri Norðurþings, Hólmgrímur Bjarnason Endurskoðandi, Deloitte ásamt Birnu Björnsdóttir, bókara Orkuveitu Húsavíkur ohf.
1.6. mánaðar uppgjör Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2025
Málsnúmer 202508065Vakta málsnúmer
Yfirferð á 6 mánaðar uppgjöri Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi hjá Deloitte fór yfir 6 mánaðar uppgjör. Stjórn þakkar góða yfirferð.
2.Útistandandi kröfur OH
Málsnúmer 202508063Vakta málsnúmer
Til kynningar er samantekt á útistandandi kröfum OH. Fyrir liggur að taka þurfi ákvarðanir vegna þeirra.
Stjórn felur rekstrarstjóra og fjármálastjóra að vinna að innheimtu krafna.
3.Styrkumsókn vegna knattspyrnumóts Barna- og unglingaráðs.
Málsnúmer 202508054Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur beiðni frá Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Völsungs sem óskar eftir stuðningi Orkuveitu Húsavíkur við framkvæmd á árlegu knattspyrnumóti.
Meirihluti stjórnar tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
Valdimar Halldórsson óskar bókað:
Vinna við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026 er ekki hafin og því óábyrgt að taka jákvætt í erindi fyrir fram.
Valdimar Halldórsson óskar bókað:
Vinna við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026 er ekki hafin og því óábyrgt að taka jákvætt í erindi fyrir fram.
4.Ósk um styrktarsamning milli OH og Garðars
Málsnúmer 202508062Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur beiðni frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík um styrktar samning við Orkuveitu Húsavíkur til allt að fimm ára, með árlegum greiðslum, til stuðnings við starfsemi sveitarinnar.
Erindið er móttekið og er vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
5.Ósk um fund með stjórn OH vegna vatnveitu.
Málsnúmer 202506077Vakta málsnúmer
Fulltrúar jarðarinnar Þverár í Reykjahverfi óska eftir fundi með stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna vatnsveitu í landi Þverá.
Stjórn hefur yfirfarið gögn sem hafa borist og út frá þeim felur stjórn rekstrarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
6.Framkvæmdir OH 2026 til 2028
Málsnúmer 202508066Vakta málsnúmer
Stjórn felur rekstrarstjóra að kostnaðarmeta og forgangsraða stærri verkefnum og leggja fyrir stjórn að nýju.
7.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála
Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer
Rekstrarstjóri fer yfir helstu mál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar góða yfirferð rekstrarstjóra.
Fundi slitið - kl. 15:10.