Fara í efni

Ósk um styrktarsamning milli OH og Garðars

Málsnúmer 202508062

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 269. fundur - 04.09.2025

Fyrir stjórn liggur beiðni frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík um styrktar samning við Orkuveitu Húsavíkur til allt að fimm ára, með árlegum greiðslum, til stuðnings við starfsemi sveitarinnar.
Erindið er móttekið og er vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 271. fundur - 28.11.2025

Fyrir stjórn liggur beiðni frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík um styrktarsamning við Orkuveitu Húsavíkur til allt að fimm ára, með árlegum greiðslum, til stuðnings við starfsemi sveitarinnar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur rekstrarstjóra að ræða við forsvarsfólk björgunarsveitarinnar Garðars um aðkomu að verkefnum sveitarinnar.