Fara í efni

Samþykkt um hunda- og kattahald

Málsnúmer 202509111

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 225. fundur - 30.09.2025

Fyrir ráðinu liggja drög að nýrri samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Norðurþingi en gildandi samþykkt er frá árinu 2019.

Guðný María Waage, dýraeftirlitsmaður Norðurþings, sat fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Guðnýju Maríu Waage fyrir komuna á fundinn og vísar drögum að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Norðurþingi til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 157. fundur - 09.10.2025

Á 225. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi m.a. bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögum að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Norðurþingi til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 158. fundur - 13.11.2025

Á 157. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hjálmar.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi breytinga á lögum um gæludýr sem samþykkt voru á Alþingi í gær 12. nóvember 2025 er lagt til að samþykktinni um hunda- og kattahald verði vísað til vinnslu í skipulags- og framkvæmdaráði. Þar verði gerðar nauðsynlegar breytingar en lagasamþykktin hefur bein áhrif á 8. og 15. gr samþykkta sveitarfélagsins um hunda- og kattahald.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu Hjálmars samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 229. fundur - 02.12.2025

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunar breytt drög að samþykkt um hunda- og kattahald. Tilefnið er nýleg breyting Alþingis á lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögum að samþykkt um hunda- og kattahald til sveitarstjórnar til síðari umræðu.