Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Þjónustustefna Norðurþings
Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunar drög að þjónustustefnu Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að uppfæra stefnuna m.t.t. yfirferðar ráðsins.
2.Samþykkt um hunda- og kattahald
Málsnúmer 202509111Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunar breytt drög að samþykkt um hunda- og kattahald. Tilefnið er nýleg breyting Alþingis á lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögum að samþykkt um hunda- og kattahald til sveitarstjórnar til síðari umræðu.
3.Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027-2029
Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfærð framkvæmdaáætlun fyrir árið 2026-2029.
Skipulags og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun fyrir 2026-2029 og vísar áfram til afgreiðslu í byggðarráði.
4.Gjaldskrár Norðurþings 2026
Málsnúmer 202510050Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggja gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám.
5.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka
Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer
Á 509. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar hagræðingartillögum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði. Sveitarstjóra er falið að fylgja tillögunum eftir inn í ráðunum.
Byggðarráð vísar hagræðingartillögum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði. Sveitarstjóra er falið að fylgja tillögunum eftir inn í ráðunum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að stefna að hagræðingu í rekstri upp á 28.500.000 kr. og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna að hagræðingartillögum samhliða lokavinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026-2029. Ráðið vísar hagræðingartillögum til byggðarráðs.
6.Áætlanir vegna ársins 2026-2029
Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja uppfærðar rekstraráætlanir skipulags- og umhverfissviðs 2026.
Skipulags og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir 2026-2029 og vísar áfram til afgreiðslu í byggðarráði.
7.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045
Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer
Skipulagsstofnun kynnti með bréfi dags. 4. nóvember s.l. skilyrði stofnunarinnar fyrir því að heimila auglýsingu tillögu að heildarendurskoðun Aðalskipulags Norðurþings 2025-2045 skv. 31. gr. skipulagslaga. Vinnuhópur um aðalskipulagstillöguna hefur unnið úr athugasemdum og ábendingum stofnunarinnar. Fyrir fundi liggur svarbréf Skipulagsstofnunar, minnisblað vegna afgreiðslu athugasemdanna, lagfærð tillaga að Aðalskipulagi Norðurþings 2025-2045 ásamt umhverfisskýrslu skipulagstillögunnar, skrá yfir vegi í náttúru Íslands og tillögu að flokkun landbúnaðarlands í sveitarfélaginu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lagfærð tillaga að Aðalskipulagi Norðurþings 2025-2045 auk tilheyrandi hliðargagna verði auglýst til almennrar kynningar skv. ákvæðum skipulagslaga. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að annast kynningu skipulagstillögunnar. Ennfremur er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda tillögu að skráningu vega í náttúru Íslands til samþykktar hja Náttúruverndarstofnun og Vatnajökulsþjóðgarði.
8.Ósk um framlengingu lóðar til E-Valor ehf
Málsnúmer 202511055Vakta málsnúmer
E-Valor ehf óskar framlengingu lóðarúthlutunar vegna Dvergabakka 5. Lóðinni var úthlutað til E-Valor þann 31. október 2024 gegn því að byggingaráform lægju fyrir eigi síðar en 31. október 2025 og að framkvæmdir hæfust eigi síðar en 31. október 2026. E-Valor hefur ekki staðfest byggingaráformin en fullur vilji er fyrirframkvæmdum og horft til þess að undirbúningur á svæðinu geti hafist árið 2026 og að framleiðsla hefjist árið 2028. Fyrirhuguð starfsemi felur í sér framleiðslu á vistvænu rafeldsneyti. Meðfylgjandi erindi er kynning á fyrirtækinu og minnisblað um fyrirhugaða starfsemi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að úthlutun lóðarinnar Dvergabakka 5, eða sambærilegrar lóðar, til E-Valor ehf verði framlengd með þeim skilyrðum að fullnægjandi byggingaráform verði lögð fyrir sveitarfélagið eigi síðar en í lok árs 2026 og að verklegar framkvæmdir vegna uppbyggingar hefjist eigi síðar en í lok árs 2027.
9.Umsókn um byggingarleyfi fyrir gistiskemmu við Hólssel á Fjöllum
Málsnúmer 202511069Vakta málsnúmer
Fjalladrottningar ehf óska eftir byggingarleyfi fyrir gistihús við Hólssel á Fjöllum. Fyrir liggja teikningar unnar af Árna Gunnari Kristjánssyni hjá Eflu verkfræðistofu. Byggingin er 161,3 m² að flatarmáli og 658,2 m3 að rúmmáli. Meginburðarvirki hússins er límtré en klæðning er stálsamlokueiningar með steinullareinangrun. Byggingin er byggð á grunni eldra hesthúss (mhl. 02) sem hefur verið fjarlægt.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppbyggingu hússins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.
10.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við gistiskála að Hólsseli að Fjöllum
Málsnúmer 202512001Vakta málsnúmer
Fjalladrottning ehf óskar byggingarleyfis fyrir viðbyggingu við gistiskála í Hólsseli. Um er að ræða þrjú gistirými, hvert um sig 32,6 m². Fyrir liggja aðalteikningar unnar af Árna Gunnari Kristjánssyni hjá Eflu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppbyggingu hússins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.
11.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við kaffisal við Hólssel á Fjöllum
Málsnúmer 202511068Vakta málsnúmer
Fjalladrottningar ehf óska eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við kaffisal við Hólssel á Fjöllum. Ekki hefur verið skilað inn fullnægjandi teikningum af byggingunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.
Fundi slitið - kl. 15:45.
Sævar Freyr Sigurðsson, frá Kvöðli, sat fundinn undir lið 4.