Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir gistiskemmu við Hólssel á Fjöllum

Málsnúmer 202511069

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 229. fundur - 02.12.2025

Fjalladrottningar ehf óska eftir byggingarleyfi fyrir gistihús við Hólssel á Fjöllum. Fyrir liggja teikningar unnar af Árna Gunnari Kristjánssyni hjá Eflu verkfræðistofu. Byggingin er 161,3 m² að flatarmáli og 658,2 m3 að rúmmáli. Meginburðarvirki hússins er límtré en klæðning er stálsamlokueiningar með steinullareinangrun. Byggingin er byggð á grunni eldra hesthúss (mhl. 02) sem hefur verið fjarlægt.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppbyggingu hússins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.