Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka
Málsnúmer 202505089
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 497. fundur - 05.06.2025
Fyrir byggðarráði liggur að ræða um hagræðingu og vinna tillögur að viðbrögðum sveitarfélagsins vegna samdráttar í tekjum samstæðu Norðurþings á árinu.
Ráðið heldur vinnu sinni áfram við hagræðingartillögur á næsta fundi sínum þann 12. júní nk.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 33. fundur - 05.06.2025
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að ræða hagræðingu og vinna tillögur að viðbrögðum vegna samdráttar í tekjum hafnarinnar á árinu.
Stjórn Hafnasjóðs heldur áfram vinnu sinni við málið á næsta fundi sínum þann 18. júní nk.
Byggðarráð Norðurþings - 498. fundur - 12.06.2025
Fyrir byggðarráði liggur að halda áfram vinnu við tillögur vegna hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að vinna að hagræðingu hjá Höfnum Norðurþings og hjá Slökkviliði Norðurþings, gert er ráð fyrir að hagræðingin nemi um 60 m.kr á ársgrundvelli.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 34. fundur - 19.06.2025
Á síðasta fundi var bókað: Stjórn Hafnasjóðs heldur áfram vinnu sinni við málið á næsta fundi sínum þann 18. júní nk.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir tillögu rekstrarstjóra hafna sem er í samræmi við bókun byggðarráðs frá fundi nr. 498 sem haldinn var þann 12. júní sl.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 35. fundur - 28.08.2025
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að klára hagræðingar tillögur vegna rekstrarstöðvunar verksmiðju PCC á Bakka.
Á fundi stjórnar Hafnasjóðs þann 19. júní sl. var bókað:
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir tillögu rekstrarstjóra hafna sem er í samræmi við bókun byggðarráðs frá fundi nr. 498 sem haldinn var þann 12. júní sl.
Á fundi stjórnar Hafnasjóðs þann 19. júní sl. var bókað:
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir tillögu rekstrarstjóra hafna sem er í samræmi við bókun byggðarráðs frá fundi nr. 498 sem haldinn var þann 12. júní sl.
Stjórn Hafnasjóðs felur rektrarstjóra hafna að vinna að hagræðingu í rekstri og klára það mál í september nk. í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð Norðurþings - 504. fundur - 18.09.2025
Fyrir byggðarráði liggur að ræða leiðir til hagræðingar í rekstri Norðurþings vegna tekjulækkunar sem hlýst af rekstrarstöðvun PCC.
Tillögurnar verða til umræðu á næsta fundi ráðsins þann 25. september nk.
Byggðarráð Norðurþings - 505. fundur - 25.09.2025
Fyrir byggðarráði liggja tillögur til hagræðingar samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2026- 2029.
Ráðið bókaði á síðasta fundi sínum: Fyrir byggðarráði liggur að ræða leiðir til hagræðingar í rekstri Norðurþings vegna tekjulækkunar sem hlýst af rekstrarstöðvun PCC.
Tillögurnar verða til umræðu á næsta fundi ráðsins þann 25. september nk.
Ráðið bókaði á síðasta fundi sínum: Fyrir byggðarráði liggur að ræða leiðir til hagræðingar í rekstri Norðurþings vegna tekjulækkunar sem hlýst af rekstrarstöðvun PCC.
Tillögurnar verða til umræðu á næsta fundi ráðsins þann 25. september nk.
Byggðarráð heldur áfram umræðum um hagræðingar vegna fjárhagsáætlunar á næsta fundi sínum þann 16. október nk.
Byggðarráð Norðurþings - 506. fundur - 16.10.2025
Fyrir byggðarráði liggur að vinna áfram að tillögum vegna hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins samhliða fjárhagsáætlun 2026-2029.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu sinni við hagræðingartillögur á næsta fundi sínum.
Byggðarráð Norðurþings - 507. fundur - 23.10.2025
Fyrir byggðarráði liggja tillögur til hagræðingar í rekstri Norðurþings á árinu 2026.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu við tillögur til hagræðingar í rekstri og endurskoða fjárhagsáætlun á milli fyrri og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Áætlað er að tillögur til hagræðingar skili 270 m.kr hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2026.
Áætlað er að tillögur til hagræðingar skili 270 m.kr hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2026.
Byggðarráð Norðurþings - 508. fundur - 03.11.2025
Byggðarráð heldur áfram vinnu við tillögur um hagræðingu í rekstri.
Byggðarráð heldur áfram vinnu við tillögurnar á næstu fundum sínum.
Byggðarráð Norðurþings - 509. fundur - 20.11.2025
Byggðarráð mun halda áfram vinnu við tillögur að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins samhliða fjárhagsáætlun 2026-2029.
Byggðarráð vísar hagræðingartillögum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði. Sveitarstjóra er falið að fylgja tillögunum eftir inn í ráðunum.
Fjölskylduráð - 230. fundur - 25.11.2025
Á 509. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar hagræðingartillögum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði. Sveitarstjóra er falið að fylgja tillögunum eftir inn í ráðunum.
Byggðarráð vísar hagræðingartillögum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði. Sveitarstjóra er falið að fylgja tillögunum eftir inn í ráðunum.
Fjölskylduráð samþykkir að stefna á hagræðingu í rekstri upp á 68.650.000 kr. og felur sviðsstjóra á velferðarsviði að vinna að hagræðingartillögum samhliða lokavinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026 - 2029. Ráðið vísar hagræðingartillögum til byggðarráðs.
Byggðarráð Norðurþings - 510. fundur - 27.11.2025
Fyrir byggðarráði liggur að afgreiða tillögur til hagræðingar í rekstri vegna ársins 2026.
Á 230. fundi fjölskylduráðs þann 25. nóvember s.l. var bókað: Fjölskylduráð samþykkir að stefna á hagræðingu í rekstri upp á 68.650.000 kr. og felur sviðsstjóra á velferðarsviði að vinna að hagræðingartillögum samhliða lokavinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026 - 2029. Ráðið vísar hagræðingartillögum til byggðarráðs.
Byggðarráð heldur áfram vinnu við hagræðingartillögur á næsta fundi sínum.
Byggðarráð heldur áfram vinnu við hagræðingartillögur á næsta fundi sínum.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 229. fundur - 02.12.2025
Á 509. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar hagræðingartillögum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði. Sveitarstjóra er falið að fylgja tillögunum eftir inn í ráðunum.
Byggðarráð vísar hagræðingartillögum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði. Sveitarstjóra er falið að fylgja tillögunum eftir inn í ráðunum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að stefna að hagræðingu í rekstri upp á 28.500.000 kr. og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna að hagræðingartillögum samhliða lokavinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026-2029. Ráðið vísar hagræðingartillögum til byggðarráðs.
Byggðarráð Norðurþings - 511. fundur - 04.12.2025
Fyrir byggðarráði liggja tillögur til hagræðingar í rekstri Norðurþings.
Á 229. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 2. desember s.l. var bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að stefna að hagræðingu í rekstri upp á 28.500.000 kr. og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna að hagræðingartillögum samhliða lokavinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026-2029. Ráðið vísar hagræðingartillögum til byggðarráðs.
Á 229. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 2. desember s.l. var bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að stefna að hagræðingu í rekstri upp á 28.500.000 kr. og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna að hagræðingartillögum samhliða lokavinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026-2029. Ráðið vísar hagræðingartillögum til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur til hagræðingar í rekstri Norðurþings. Tillögunum er ætlað að hagræða í rekstri sveitarfélagsins um 180 m.kr á ársgrundvelli. Fyrr á árinu voru samþykktar tillögur til hagræðingar í rekstri sem ætlað var að draga úr kostnaði um 70 m.kr á ársgrundvelli. Samtals eru tillögunum ætlað að hagræða í rekstri Norðurþings um 250 m.kr á ársgrundvelli.