Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka
Málsnúmer 202505089
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 497. fundur - 05.06.2025
Fyrir byggðarráði liggur að ræða um hagræðingu og vinna tillögur að viðbrögðum sveitarfélagsins vegna samdráttar í tekjum samstæðu Norðurþings á árinu.
Ráðið heldur vinnu sinni áfram við hagræðingartillögur á næsta fundi sínum þann 12. júní nk.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 33. fundur - 05.06.2025
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að ræða hagræðingu og vinna tillögur að viðbrögðum vegna samdráttar í tekjum hafnarinnar á árinu.
Stjórn Hafnasjóðs heldur áfram vinnu sinni við málið á næsta fundi sínum þann 18. júní nk.
Byggðarráð Norðurþings - 498. fundur - 12.06.2025
Fyrir byggðarráði liggur að halda áfram vinnu við tillögur vegna hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að vinna að hagræðingu hjá Höfnum Norðurþings og hjá Slökkviliði Norðurþings, gert er ráð fyrir að hagræðingin nemi um 60 m.kr á ársgrundvelli.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 34. fundur - 19.06.2025
Á síðasta fundi var bókað: Stjórn Hafnasjóðs heldur áfram vinnu sinni við málið á næsta fundi sínum þann 18. júní nk.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir tillögu rekstrarstjóra hafna sem er í samræmi við bókun byggðarráðs frá fundi nr. 498 sem haldinn var þann 12. júní sl.