Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

511. fundur 04. desember 2025 kl. 08:30 - 10:35 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka

Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tillögur til hagræðingar í rekstri Norðurþings.

Á 229. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 2. desember s.l. var bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að stefna að hagræðingu í rekstri upp á 28.500.000 kr. og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna að hagræðingartillögum samhliða lokavinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026-2029. Ráðið vísar hagræðingartillögum til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur til hagræðingar í rekstri Norðurþings. Tillögunum er ætlað að hagræða í rekstri sveitarfélagsins um 180 m.kr á ársgrundvelli. Fyrr á árinu voru samþykktar tillögur til hagræðingar í rekstri sem ætlað var að draga úr kostnaði um 70 m.kr á ársgrundvelli. Samtals eru tillögunum ætlað að hagræða í rekstri Norðurþings um 250 m.kr á ársgrundvelli.

2.Gjaldskrár Norðurþings 2026

Málsnúmer 202510050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja gjaldskrár Norðurþings vegna ársins 2026.

Á 229. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 2. desember s.l. var bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám.
Á 231. fundi fjölskylduráðs þann 2. desember s.l. var bókað: Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár velferðarsviðs 2026 með 4,2% hækkun, að undanskilinni gjaldskrá heimaþjónustu sem tekur 0,9% hækkun. Ráðið vísar gjaldskránum til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar gjaldskrám til afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Álagning gjalda 2026

Málsnúmer 202510101Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur álagning gjalda Norðurþings vegna ársins 2026.
Fyrir byggðarráði liggur yfirlit um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ára áætlunar 2027-2029.

Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði áfram 14,97% vegna ársins 2026 og álagning fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði verð óbreytt 0,450%.

Vatnsgjaldshluti í A-flokki fasteignagjalda lækki sem nemur 20% og verði 0,040% í álagningu gjalda vegna ársins 2026. Fráveitugjaldshluti í A-flokki fasteignagjalda lækki sem nemur 5% og verði 0,095% í álagningu gjalda vegna ársins 2026.

Ráðið vísar álagningu gjalda til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Útsvar 14,97%

Fasteignaskattur:
A flokkur 0,450%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,55%

Lóðaleiga 1 1,50%
Lóðaleiga 2 2,50%

Vatnsgjald:
A flokkur 0,040%
B flokkur 0,450%
C flokkur 0,450%

Fráveitugjald:
A flokkur 0,095%
B flokkur 0,275%
C flokkur 0,275%

Sorphirðugjald:
Álagning er í sérskjali

4.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur þjónustustefna Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir þjónustustefnu Norðurþings og vísar henni til afgreiðslu í sveitarsjórn.

5.Áætlanir vegna ársins 2026-2029

Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun Norðurþings vegna ársins 2026 og næstu þriggja ára þar á eftir.

Á 229. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 2. desember s.l. var bókað: Skipulags og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir 2026-2029 og vísar áfram til afgreiðslu í byggðarráði.
Á 231. fundi fjölskylduráðs þann 2. desember s.l. var bókað: Fjölskylduráð samþykkir áætlanir 2026 - 2029 og vísar þeim til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun ársins 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

6.Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027-2029

Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur framkvæmda- og fjárfestingaáætlun Norðurþings vegna ársins 2026 og næstu þriggja ára þar á eftir.

Á 229. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 2. desember s.l. var bókað: Skipulags og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun fyrir 2026-2029 og vísar áfram til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs vegna ársins 2026 og næstu þriggja ára þar á eftir til afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Rekstur Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Innleiðing sjóðstreymisáætlana

Málsnúmer 202512003Vakta málsnúmer

Undirrituð leggur til að í tengslum við fjárhagsáætlun ársins 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 verði innleidd gerð og notkun sjóðstreymisáætlana í rekstri sveitarfélagsins.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að vinna að því að innleiða notkun sjóðsstreymisáætlana á nýju ári.

9.Kauptilboð AG Verks ehf.í fasteign á SR-lóð á Raufarhöfn

Málsnúmer 202511062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá AG verk ehf: Kauptilboð í fasteign á SR-lóð á Raufarhöfn.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

10.Umsókn um styrk frá ADHD samtökunum

Málsnúmer 202511067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur styrkumsókn frá ADHD samtökunum.
Byggðarráð samþykkir að styrkja ADHD samtökin um 150.000 kr.

11.Atvinnustefna Íslands - vaxtaplan til 2035

Málsnúmer 202511057Vakta málsnúmer

Forsætisáðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda mál nr. S-226/2025; drög að atvinnustefnu Íslands - vaxtarplan til 2035 til umsagnar. Meginmarkmið stefnunnar er kröftugur vöxtur útflutnings sem byggir á atvinnugreinum með háa framleiðni.
Umsagnarfrestur er til 5. desember nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

12.Niðurstaða stýrihóps um eignarhlut sveitarfélaga í hjúkrunarheimilum

Málsnúmer 202511070Vakta málsnúmer

Í mars 2025 var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að ábyrgð á fjármögnun vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila flyttist alfarið til ríkisins frá og með 1. júlí 2025. Jafnframt áttu hjúkrunarheimili í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga að flytjast yfir til ríkisins eigi síðar en 1. janúar 2026.

Fyrir byggðarráði liggur niðurstaða stýrihóps ríkis og sveitarfélaga um eignarhlut sveitarfélaga í hjúkrunarheimilum og hvernig hann færist til ríkisins um næstu áramót.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 989. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór 14. nóvember s.l.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir HNE 2025

Málsnúmer 202502056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 244. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem fram fór þann 26. nóvember s.l.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.