Fara í efni

Álagning gjalda 2026

Málsnúmer 202510101

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 508. fundur - 03.11.2025

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu og kynningar álagning gjalda vegna ársins 2026.

Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 510. fundur - 27.11.2025

Fyrir byggðarráði liggur álagning gjalda 2026.
Byggðarráð mun á næsta fundi sínum ljúka vinnu við álagningu gjalda vegna ársins 2026.

Byggðarráð Norðurþings - 511. fundur - 04.12.2025

Fyrir byggðarráði liggur álagning gjalda Norðurþings vegna ársins 2026.
Fyrir byggðarráði liggur yfirlit um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ára áætlunar 2027-2029.

Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði áfram 14,97% vegna ársins 2026 og álagning fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði verð óbreytt 0,450%.

Vatnsgjaldshluti í A-flokki fasteignagjalda lækki sem nemur 20% og verði 0,040% í álagningu gjalda vegna ársins 2026. Fráveitugjaldshluti í A-flokki fasteignagjalda lækki sem nemur 5% og verði 0,095% í álagningu gjalda vegna ársins 2026.

Ráðið vísar álagningu gjalda til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Útsvar 14,97%

Fasteignaskattur:
A flokkur 0,450%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,55%

Lóðaleiga 1 1,50%
Lóðaleiga 2 2,50%

Vatnsgjald:
A flokkur 0,040%
B flokkur 0,450%
C flokkur 0,450%

Fráveitugjald:
A flokkur 0,095%
B flokkur 0,275%
C flokkur 0,275%

Sorphirðugjald:
Álagning er í sérskjali