Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

510. fundur 27. nóvember 2025 kl. 08:30 - 11:10 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 7, sátu fundinn Nanna Steina Höskuldsdóttir og Einar Ingi Jónsson.

1.Viðburður um hringrásargarð og tækifærin á Bakka

Málsnúmer 202509044Vakta málsnúmer

Fimmtudaginn 20. nóvember var haldin ráðstefna á Fosshótel Húsavík um framtíð Bakka við Húsavík. Ráðstefnan var á vegum Eims sem sá um utanumhald og skipulagningu, Landsvirkjunar, Íslandsstofu og Norðurþings. Farið var í rútuferð með gesti ráðstefnunnar um Bakkasvæðið til kynningar.

Fjölmörg erindi voru flutt og á meðal þeirra sem fluttu ávörp voru forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra. Hátt í 300 gestir sóttu ráðstefnuna.
Byggðarráð telur að ráðstefnan sem haldin var 20. nóvember síðastliðinn hafi verið mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu á Bakka.
Ráðið þakkar starfsfólki Eims fyrir góða vinnu við skipulag og framkvæmd ráðstefnunnar.
Í aðdraganda ráðstefnunnar tilkynntu stjórnvöld um að uppbyggingu tengvirkis á Bakka yrði hraðað. Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun því tengivirkið mun bæta afhendingaröryggi og skapa forsendur fyrir nýja atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Einnig eru framundan stærri áform m.a. undirbúningur 132 kV flutningslínu að Langanesi, sem verður hluti af langtímauppbyggingu og mun styrkja verulega allt atvinnulíf á svæðinu frá Öxarfirði til Vopnafjarðar. Í skýrslu starfshóps um atvinnumál á Húsavík og nágrenni kemur fram að nýting orkukosta á svæðinu geti staðið undir umtalsverðri atvinnuuppbyggingu á Bakka að nokkrum árum liðnum. Því hvetur byggðarráð umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að stuðla áfram að uppbyggingu mögulegra orkuverkefna í Þingeyjarsýslum.

2.Viljayfirlýsing um samstarf í tengslum við uppbyggingu á Bakka

Málsnúmer 202511056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu við Heidelberg Materials um samstarf í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Um er að ræða móbergsvinnslu sem íblendiefni til sementsframleiðslu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að klára vinnu við yfirlýsinguna. Ráðið vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Álagning gjalda 2026

Málsnúmer 202510101Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur álagning gjalda 2026.
Byggðarráð mun á næsta fundi sínum ljúka vinnu við álagningu gjalda vegna ársins 2026.

4.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka

Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að afgreiða tillögur til hagræðingar í rekstri vegna ársins 2026.
Á 230. fundi fjölskylduráðs þann 25. nóvember s.l. var bókað: Fjölskylduráð samþykkir að stefna á hagræðingu í rekstri upp á 68.650.000 kr. og felur sviðsstjóra á velferðarsviði að vinna að hagræðingartillögum samhliða lokavinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026 - 2029. Ráðið vísar hagræðingartillögum til byggðarráðs.

Byggðarráð heldur áfram vinnu við hagræðingartillögur á næsta fundi sínum.

5.Áætlanir vegna ársins 2026-2029

Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að áætlun 2026-2029 til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð mun ljúka vinnu sinni við fjárhagsáætlun 2026-2029 á næsta fundi sínum þann 4. desember n.k.

6.Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027-2029

Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026-2029.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu við framkvæmdaáætlun 2026-2029 á næsta fundi sínum.

7.Verkefnið Brothættarbyggðir II

Málsnúmer 202511054Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs koma Nanna Steina og Einar Ingi sem kynna stöðu á verkefninu Brothættarbyggðir II sem er í gangi á svæðinu austan Tjörnes.
Byggðarráð þakkar þeim Nönnu Steinu og Einari Inga fyrir góða kynningu og umræður.

8.Opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna

Málsnúmer 202511048Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið, í samstarfi við Byggðastofnun, hefur gefið út skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna.
Skilgreiningin er m.a. ætluð ríki og sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun, framkvæmd stefna og við mat á áhrifum lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eða stefnumarkandi ákvarðana hins opinbera.
Lagt fram til kynningar.

9.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur þjónustustefna Norðurþings samhlið fjárhagsáætlun 2026-2029.
Byggðarráð mun á næsta fundi sínum halda áfram vinnu við þjónustustefnu Norðurþings.

10.Sala Eigna Grundargarður 9

Málsnúmer 202409128Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tilboð í íbúð að Grundargarði 9 á Húsavík.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í eignina Grundargarð 9 íbúð 0304 á Húsavík og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

11.Bjarmahlíð rekstur þolendamiðstöðvar 2026

Málsnúmer 202511031Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamistöðvar á Akureyri fyrir starfsárið 2026. Óskað er eftir 600.000 kr. framlagi frá sveitarfélögum með 1000-5000 íbúa á SSNE svæðinu.

Byggðarráð samþykkir að framlag Norðurþings til Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar verði 600.000 kr. á árinu 2026.

12.Viðauki 2026 við samning um rekstur náttúrustofu Norðausturlands

Málsnúmer 202511051Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur viðauki við samning milli Norðurþings, Tjörneshrepps, Þingeyjarsveitar og umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands. Viðaukinn felur í sér framlengingu á gildistíma núverandi samnings þannig að samningurinn renni út í árslok 2026.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við núverandi samning.

13.Söfnun til varðveislu Gunnfaxa TF-ISB

Málsnúmer 202511045Vakta málsnúmer

Vinir Gunnfaxa standa fyrir landssöfnun til varðveislu Gunnfaxa TF-ISB. Söfnunin er til verndunar flugvélinni sem sinnti innanlandsflugi til áratuga.
Óskað er eftir fjárhagsstuðningi sveitarfélagsins.
Byggðarráð hafnar erindi vina Gunnfaxa, félagasamtaka um styrk til verkefnisins.

14.Staða starfseminnar á Kristnesspítala og aðgengi að endurhæfingarþjónustu

Málsnúmer 202511052Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi um stöðu starfseminnar á Kristnesspítala og aðgengi að endurhæfingarþjónustu. Óskað er eftir því að sveitarfélög á starfssvæði SSNE kynni sér erindið og taki til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar.

15.Atvinnustefna Íslands - vaxtaplan til 2035

Málsnúmer 202511057Vakta málsnúmer

Forsætisáðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að atvinnustefnu til umsagnar. Meginmarkmið stefnunnar er kröftugur vöxtur útflutnings sem byggir á atvinnugreinum með háa framleiðni.

Samráð stendur yfir í þrjár vikur, þ.e. til 5. desember næstkomandi.
Byggðarráð vísar málinu til næsta fundar ráðsins þann 4. desember n.k.

16.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum.

Málsnúmer 202308046Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum nr. 85.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:10.