Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr. 7, sátu fundinn Nanna Steina Höskuldsdóttir og Einar Ingi Jónsson.
1.Viðburður um hringrásargarð og tækifærin á Bakka
Málsnúmer 202509044Vakta málsnúmer
Fimmtudaginn 20. nóvember var haldin ráðstefna á Fosshótel Húsavík um framtíð Bakka við Húsavík. Ráðstefnan var á vegum Eims sem sá um utanumhald og skipulagningu, Landsvirkjunar, Íslandsstofu og Norðurþings. Farið var í rútuferð með gesti ráðstefnunnar um Bakkasvæðið til kynningar.
Fjölmörg erindi voru flutt og á meðal þeirra sem fluttu ávörp voru forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra. Hátt í 300 gestir sóttu ráðstefnuna.
Fjölmörg erindi voru flutt og á meðal þeirra sem fluttu ávörp voru forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra. Hátt í 300 gestir sóttu ráðstefnuna.
Byggðarráð telur að ráðstefnan sem haldin var 20. nóvember síðastliðinn hafi verið mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu á Bakka.
Ráðið þakkar starfsfólki Eims fyrir góða vinnu við skipulag og framkvæmd ráðstefnunnar.
Í aðdraganda ráðstefnunnar tilkynntu stjórnvöld um að uppbyggingu tengvirkis á Bakka yrði hraðað. Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun því tengivirkið mun bæta afhendingaröryggi og skapa forsendur fyrir nýja atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Einnig eru framundan stærri áform m.a. undirbúningur 132 kV flutningslínu að Langanesi, sem verður hluti af langtímauppbyggingu og mun styrkja verulega allt atvinnulíf á svæðinu frá Öxarfirði til Vopnafjarðar. Í skýrslu starfshóps um atvinnumál á Húsavík og nágrenni kemur fram að nýting orkukosta á svæðinu geti staðið undir umtalsverðri atvinnuuppbyggingu á Bakka að nokkrum árum liðnum. Því hvetur byggðarráð umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að stuðla áfram að uppbyggingu mögulegra orkuverkefna í Þingeyjarsýslum.
Ráðið þakkar starfsfólki Eims fyrir góða vinnu við skipulag og framkvæmd ráðstefnunnar.
Í aðdraganda ráðstefnunnar tilkynntu stjórnvöld um að uppbyggingu tengvirkis á Bakka yrði hraðað. Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun því tengivirkið mun bæta afhendingaröryggi og skapa forsendur fyrir nýja atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Einnig eru framundan stærri áform m.a. undirbúningur 132 kV flutningslínu að Langanesi, sem verður hluti af langtímauppbyggingu og mun styrkja verulega allt atvinnulíf á svæðinu frá Öxarfirði til Vopnafjarðar. Í skýrslu starfshóps um atvinnumál á Húsavík og nágrenni kemur fram að nýting orkukosta á svæðinu geti staðið undir umtalsverðri atvinnuuppbyggingu á Bakka að nokkrum árum liðnum. Því hvetur byggðarráð umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að stuðla áfram að uppbyggingu mögulegra orkuverkefna í Þingeyjarsýslum.
2.Viljayfirlýsing um samstarf í tengslum við uppbyggingu á Bakka
Málsnúmer 202511056Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu við Heidelberg Materials um samstarf í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Um er að ræða móbergsvinnslu sem íblendiefni til sementsframleiðslu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að klára vinnu við yfirlýsinguna. Ráðið vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
3.Álagning gjalda 2026
Málsnúmer 202510101Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur álagning gjalda 2026.
Byggðarráð mun á næsta fundi sínum ljúka vinnu við álagningu gjalda vegna ársins 2026.
4.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka
Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að afgreiða tillögur til hagræðingar í rekstri vegna ársins 2026.
Á 230. fundi fjölskylduráðs þann 25. nóvember s.l. var bókað: Fjölskylduráð samþykkir að stefna á hagræðingu í rekstri upp á 68.650.000 kr. og felur sviðsstjóra á velferðarsviði að vinna að hagræðingartillögum samhliða lokavinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026 - 2029. Ráðið vísar hagræðingartillögum til byggðarráðs.
Byggðarráð heldur áfram vinnu við hagræðingartillögur á næsta fundi sínum.
Byggðarráð heldur áfram vinnu við hagræðingartillögur á næsta fundi sínum.
5.Áætlanir vegna ársins 2026-2029
Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að áætlun 2026-2029 til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð mun ljúka vinnu sinni við fjárhagsáætlun 2026-2029 á næsta fundi sínum þann 4. desember n.k.
6.Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027-2029
Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026-2029.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu við framkvæmdaáætlun 2026-2029 á næsta fundi sínum.
7.Verkefnið Brothættarbyggðir II
Málsnúmer 202511054Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs koma Nanna Steina og Einar Ingi sem kynna stöðu á verkefninu Brothættarbyggðir II sem er í gangi á svæðinu austan Tjörnes.
Byggðarráð þakkar þeim Nönnu Steinu og Einari Inga fyrir góða kynningu og umræður.
8.Opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna
Málsnúmer 202511048Vakta málsnúmer
Innviðaráðuneytið, í samstarfi við Byggðastofnun, hefur gefið út skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna.
Skilgreiningin er m.a. ætluð ríki og sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun, framkvæmd stefna og við mat á áhrifum lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eða stefnumarkandi ákvarðana hins opinbera.
Skilgreiningin er m.a. ætluð ríki og sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun, framkvæmd stefna og við mat á áhrifum lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eða stefnumarkandi ákvarðana hins opinbera.
Lagt fram til kynningar.
9.Þjónustustefna Norðurþings
Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur þjónustustefna Norðurþings samhlið fjárhagsáætlun 2026-2029.
Byggðarráð mun á næsta fundi sínum halda áfram vinnu við þjónustustefnu Norðurþings.
10.Sala Eigna Grundargarður 9
Málsnúmer 202409128Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur tilboð í íbúð að Grundargarði 9 á Húsavík.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í eignina Grundargarð 9 íbúð 0304 á Húsavík og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
11.Bjarmahlíð rekstur þolendamiðstöðvar 2026
Málsnúmer 202511031Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamistöðvar á Akureyri fyrir starfsárið 2026. Óskað er eftir 600.000 kr. framlagi frá sveitarfélögum með 1000-5000 íbúa á SSNE svæðinu.
Byggðarráð samþykkir að framlag Norðurþings til Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar verði 600.000 kr. á árinu 2026.
12.Viðauki 2026 við samning um rekstur náttúrustofu Norðausturlands
Málsnúmer 202511051Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur viðauki við samning milli Norðurþings, Tjörneshrepps, Þingeyjarsveitar og umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands. Viðaukinn felur í sér framlengingu á gildistíma núverandi samnings þannig að samningurinn renni út í árslok 2026.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við núverandi samning.
13.Söfnun til varðveislu Gunnfaxa TF-ISB
Málsnúmer 202511045Vakta málsnúmer
Vinir Gunnfaxa standa fyrir landssöfnun til varðveislu Gunnfaxa TF-ISB. Söfnunin er til verndunar flugvélinni sem sinnti innanlandsflugi til áratuga.
Óskað er eftir fjárhagsstuðningi sveitarfélagsins.
Óskað er eftir fjárhagsstuðningi sveitarfélagsins.
Byggðarráð hafnar erindi vina Gunnfaxa, félagasamtaka um styrk til verkefnisins.
14.Staða starfseminnar á Kristnesspítala og aðgengi að endurhæfingarþjónustu
Málsnúmer 202511052Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi um stöðu starfseminnar á Kristnesspítala og aðgengi að endurhæfingarþjónustu. Óskað er eftir því að sveitarfélög á starfssvæði SSNE kynni sér erindið og taki til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar.
15.Atvinnustefna Íslands - vaxtaplan til 2035
Málsnúmer 202511057Vakta málsnúmer
Forsætisáðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að atvinnustefnu til umsagnar. Meginmarkmið stefnunnar er kröftugur vöxtur útflutnings sem byggir á atvinnugreinum með háa framleiðni.
Samráð stendur yfir í þrjár vikur, þ.e. til 5. desember næstkomandi.
Samráð stendur yfir í þrjár vikur, þ.e. til 5. desember næstkomandi.
Byggðarráð vísar málinu til næsta fundar ráðsins þann 4. desember n.k.
16.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum.
Málsnúmer 202308046Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum nr. 85.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:10.