Fara í efni

Viljayfirlýsing um samstarf í tengslum við uppbyggingu á Bakka

Málsnúmer 202511056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 510. fundur - 27.11.2025

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu við Heidelberg Materials um samstarf í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Um er að ræða móbergsvinnslu sem íblendiefni til sementsframleiðslu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að klára vinnu við yfirlýsinguna. Ráðið vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 159. fundur - 11.12.2025

Á 510. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að klára vinnu við yfirlýsinguna. Ráðið vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Um er að ræða viljayfirlýsingu við Heidelberg.
Til máls tóku: Helena og Hjálmar.

Samþykkt samhljóða.