Fara í efni

Viðburður um hringrásargarð og tækifærin á Bakka

Málsnúmer 202509044

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 504. fundur - 18.09.2025

Fyrir byggðarráði liggur hugmynd frá Eimi sem snýr að því að halda viðburð á vegum Eims, Landsvirkjunar, Norðurþings og Íslandsstofu haustið 2025. Viðburðurinn verði haldinn á Húsavík þann 20. nóvember á Fosshótel Húsavík.
Viðburðurinn væri liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir græna atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi.
Byggðarráð fagnar hugmyndinni og verður þátttakandi í viðburðinum.

Byggðarráð Norðurþings - 510. fundur - 27.11.2025

Fimmtudaginn 20. nóvember var haldin ráðstefna á Fosshótel Húsavík um framtíð Bakka við Húsavík. Ráðstefnan var á vegum Eims sem sá um utanumhald og skipulagningu, Landsvirkjunar, Íslandsstofu og Norðurþings. Farið var í rútuferð með gesti ráðstefnunnar um Bakkasvæðið til kynningar.

Fjölmörg erindi voru flutt og á meðal þeirra sem fluttu ávörp voru forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra. Hátt í 300 gestir sóttu ráðstefnuna.
Byggðarráð telur að ráðstefnan sem haldin var 20. nóvember síðastliðinn hafi verið mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu á Bakka.
Ráðið þakkar starfsfólki Eims fyrir góða vinnu við skipulag og framkvæmd ráðstefnunnar.
Í aðdraganda ráðstefnunnar tilkynntu stjórnvöld um að uppbyggingu tengvirkis á Bakka yrði hraðað. Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun því tengivirkið mun bæta afhendingaröryggi og skapa forsendur fyrir nýja atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Einnig eru framundan stærri áform m.a. undirbúningur 132 kV flutningslínu að Langanesi, sem verður hluti af langtímauppbyggingu og mun styrkja verulega allt atvinnulíf á svæðinu frá Öxarfirði til Vopnafjarðar. Í skýrslu starfshóps um atvinnumál á Húsavík og nágrenni kemur fram að nýting orkukosta á svæðinu geti staðið undir umtalsverðri atvinnuuppbyggingu á Bakka að nokkrum árum liðnum. Því hvetur byggðarráð umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að stuðla áfram að uppbyggingu mögulegra orkuverkefna í Þingeyjarsýslum.