Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

504. fundur 18. september 2025 kl. 08:30 - 11:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Benóný Valur Jakobsson
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 7, sátu fundinn Björn Ingi Viktorsson og Andri Jón Sigurbjörnsson frá Steypustöðinni ehf.

1.Hálfsársuppgjör Norðurþings 2025

Málsnúmer 202509072Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur hálfsársuppgjör sveitarfélagsins Norðurþings.

Fyrir liggur 6 mánaða uppgjör Norðurþings vegna ársins 2025 og var það kynnt byggðarráði þann 18. september 2025.

Árshlutareikningurinn fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025 er óendurskoðaður og ókannaður.

Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Norðurþings byggir á traustum grunni en óhagstætt ytraumhverfi og mjög mikil hækkun lífeyrisskuldbindinga litar niðurstöðuna.

Halli af rekstri A hluta á tímabilinu nam 231,5 milljónum króna á móti 94,3 milljón króna halla á sama tíma í fyrra, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 78,1 milljóna króna rekstrarafgangi.
Breyting á lífeyrisskuldbindingu A hluta er 307 milljónir króna á móti 122 milljónum króna á síðasta ári og hefur það mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu tímabilsins.
Halli af rekstri samstæðunnar nam 271,9 milljónum króna á móti 131,5 milljón króna halla á sama tíma í fyrra, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 110,4 milljóna króna hagnaði.
Veltufé frá rekstri A hluta nemur 206,6 milljónum króna og veltufé frá rekstri samstæðunnar í heild nemur 280,1 milljónum króna eða um 8,8% af tekjum.
Handbært fé A hluta er 962 milljónir króna og handbært fé samstæðunnar í heild nemur 1.448 milljónum króna í lok tímabils.
Heildareignir samstæðunnar nema í lok tímabilsins 12.115 milljónum króna og eigið fé samstæðunnar nemur 3.937 milljónum króna.
Lagt fram til kynningar.

2.Viðauki brunamál og almannavarnir

Málsnúmer 202509022Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur viðauki vegna 07- brunamál og almannavarnir heildarupphæð viðauka er 27,3 m.kr.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Viðaukar á velferðarsviði

Málsnúmer 202509021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja viðaukar vegna málaflokks 04- fræðslu og uppeldismál að upphæð 64,9 m.kr og 02- félagsþjónusta að upphæð 33,9 m.kr.

"Fjölskylduráð vísar viðaukabeiðni vegna kjarasamningstengdra launahækkana kennara í Borgarhólsskóla, sem og viðauka vegna lögbundinnar þjónustu á velferðarsviði, til umfjöllunar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Viðauki Hreinlætismál

Málsnúmer 202509041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur viðaukabeiðni í málaflokki hreinlætismála að upphæð 20,5 m.kr.

"Skipulags- og framkvæmdaráð vísar viðaukabeiðni í málaflokki hreinlætismála til umfjöllunar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka

Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að ræða leiðir til hagræðingar í rekstri Norðurþings vegna tekjulækkunar sem hlýst af rekstrarstöðvun PCC.
Tillögurnar verða til umræðu á næsta fundi ráðsins þann 25. september nk.

6.Viljayfirlýsing um lóð undir landeldisstöð á Bakka

Málsnúmer 202509082Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu vegna lóðar undir landeldisstöð á Bakka við Húsavík á milli sveitarfélagsins Norðurþings og félags sem er verið að stofna vegna verkefnisins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing að vinna drögin áfram í samstarfi við félagið og leggja fyrir ráðið að nýju.

7.Kynning á töku móbergs í landi Norðurþings

Málsnúmer 202509079Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs komu Björn Ingi Victorsson forstjóri félagsins og Andri Jón Sigurbjörnsson þeir kynntu hugmyndir um töku móbergs í landi Norðurþings.
Byggðarráð þakkar þeim Birni Inga og Andra Jóni fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á verkefninu.

8.Sala á eign

Málsnúmer 202503099Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um söluheimild á eignunum Grundargarði 9 á Húsavík íbúð 304 á 3 hæð, Aðalbraut 17 á Raufarhöfn og Öxi Bakkagötu 10 á Kópaskeri.
Byggðarráð samþykkir sölu á eignunum.

9.Fræðsluferð framkvæmdastjóra aðildarsveitarfélaga Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 202509053Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fyrirhuguð fræðsluferð til Noregs í október frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

10.Innviðauppbygging á NA svæðinu

Málsnúmer 202507034Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning á innviðaverkefni sem Langanesbyggð hefur unnið að sem áhersluverkefni undanfarin ár. Verkefnið er undir SSNE og eru uppi hugmyndir um að stækka verkefnið þannig að það nái frá Öxarfirði til Vopnafjarðar.
Byggðarráð tekur jákvætt í verkefnið og telur að það sé svæðinu í heild til hagsbóta. Ekki er um fjárhagsleg útgjöld að ræða að svo stöddu.

11.Viðburður um hringrásargarð og tækifærin á Bakka

Málsnúmer 202509044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur hugmynd frá Eimi sem snýr að því að halda viðburð á vegum Eims, Landsvirkjunar, Norðurþings og Íslandsstofu haustið 2025. Viðburðurinn verði haldinn á Húsavík þann 20. nóvember á Fosshótel Húsavík.
Viðburðurinn væri liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir græna atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi.
Byggðarráð fagnar hugmyndinni og verður þátttakandi í viðburðinum.

12.Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis LSNE

Málsnúmer 202509030Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning á tilraunaverkefni embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að taka upp fjarstýrða flugdróna til að auka viðbragð lögreglu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn.

Óskað er eftir fjárframlagi sem þátttöku í stofnkostnaði annars vegar að fjárhæð 2,5 milljónir króna og hins vegar fyrir þann kostnað sem fellur til ef koma þarf rafmagni og netsambandi að staðsetningu dokkanna ef staðarval er utan fasteigna er lögreglan hefur umráð yfir.
Byggðarráð hafnar erindinu enda á framfæri Ríkisins að sinna löggæslu.

13.Þjónusta sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202509046Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi vegna þjónustukönnunar Gallup sem framkvæmd er árlega hjá stærri sveitarfélögum landsins.
Byggðarráð hafnar erindinu.

14.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. ágúst sl. og 984. fundar frá 12. september sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412057Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 87. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 20. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir SSNE 2025

Málsnúmer 202503100Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 75. fundar stjórnar SSNE frá 4 september sl. Sérstök athygli er vakin á fyrsta dagskrárlið fundarins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.