Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis LSNE
Málsnúmer 202509030
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 504. fundur - 18.09.2025
Fyrir byggðarráði liggur kynning á tilraunaverkefni embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að taka upp fjarstýrða flugdróna til að auka viðbragð lögreglu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn.
Óskað er eftir fjárframlagi sem þátttöku í stofnkostnaði annars vegar að fjárhæð 2,5 milljónir króna og hins vegar fyrir þann kostnað sem fellur til ef koma þarf rafmagni og netsambandi að staðsetningu dokkanna ef staðarval er utan fasteigna er lögreglan hefur umráð yfir.
Óskað er eftir fjárframlagi sem þátttöku í stofnkostnaði annars vegar að fjárhæð 2,5 milljónir króna og hins vegar fyrir þann kostnað sem fellur til ef koma þarf rafmagni og netsambandi að staðsetningu dokkanna ef staðarval er utan fasteigna er lögreglan hefur umráð yfir.
Byggðarráð hafnar erindinu enda á framfæri Ríkisins að sinna löggæslu.