Fara í efni

Innviðauppbygging á NA svæðinu

Málsnúmer 202507034

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 500. fundur - 17.07.2025

Sveitarstjóri greindi frá hugmyndum um stofnun samstarfsvettvangs fyrirtækja á svæðinu frá Kelduhverfi til Vopnafjarðar sem hefði það hlutverk að koma sameiginlegum hagsmunamálum á framfæri.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 504. fundur - 18.09.2025

Fyrir byggðarráði liggur kynning á innviðaverkefni sem Langanesbyggð hefur unnið að sem áhersluverkefni undanfarin ár. Verkefnið er undir SSNE og eru uppi hugmyndir um að stækka verkefnið þannig að það nái frá Öxarfirði til Vopnafjarðar.
Byggðarráð tekur jákvætt í verkefnið og telur að það sé svæðinu í heild til hagsbóta. Ekki er um fjárhagsleg útgjöld að ræða að svo stöddu.

Byggðarráð Norðurþings - 509. fundur - 20.11.2025

Fyrir byggðarráði liggja frekari upplýsingar um innviða- og byggðaþróunarverkefnið fyrir Norðausturhornið og framgang þess frá 504. fundi byggðarráðs þann 18. september sl.
Lagt fram til kynningar