Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

509. fundur 20. nóvember 2025 kl. 08:00 - 11:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 2, sátu fundinn frá Carbfix: Edda Sif Pind Lárusdóttir, Kristinn Ingi Lárusson, Ólafur Elínarson og Magnús Þór Arnarson.

Undir lið nr. 3, sátu fundinn frá Ál- úrvinnsluverkefninu: Ingvar Unnar Skúlason og Arnar Björn Björnsson.

Hjálmar Bogi vék af fundi kl 10:05
Katrín Sigurjónsdóttir vék af fundi kl 10:20

1.Verkefnastjóri atvinnuuppbyggingar á Bakka við Húsavík

Málsnúmer 202511041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi um framlag vegna stöðu verkefnisstjóra fyrir Norðurþing vegna uppbyggingar á Bakka. Samningurinn byggir á samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 17. október 2025 um atvinnumál á Húsavík og nágrenni í kjölfar skýrslu starfshóps, skipuðum af forsætisráðherra.

Einnig liggja fyrir byggðarráði drög að auglýsingu eftir verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka við Húsavík.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að auglýsingu um verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka við Húsavík.

Byggðarráð samþykkir samning á milli ríkisins og sveitarfélagsins vegna kostnaðar við starfið.

2.Sameiginleg yfirlýsing Carbfix hf.og sveitarfélagsins Norðurþings.

Málsnúmer 202502034Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Carbfix mæta á fund byggðarráðs og kynna þá vinnu og framgang sem hefur verið í verkefninu síðustu mánuði.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Carbfix fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á framvindu verkefnis þeirra í Norðurþingi.

3.Ál- endurvinnsla á Bakka

Málsnúmer 202509094Vakta málsnúmer

Fulltrúar félagsins munu mæta á fund byggðarráðs og kynna verkefnið.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Ál- úrvinnsluverkefnisins fyrir góða kynningu á verkefnu og komuna á fundinn.

4.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka

Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer

Byggðarráð mun halda áfram vinnu við tillögur að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins samhliða fjárhagsáætlun 2026-2029.
Byggðarráð vísar hagræðingartillögum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði. Sveitarstjóra er falið að fylgja tillögunum eftir inn í ráðunum.

5.Framtíð stjórnsýsluhússins á Húsavík

Málsnúmer 202511011Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur frá 158. fundi sveitarstjórnar að ræða framtíð stjórnsýsluhússins á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá uppfært kostnaðarmat á framkvæmdum ásamt tillögum að áfangaskiptingu verkþátta.

6.Áætlanir vegna ársins 2026- 2029

Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að halda áfram vinnu við áætlanir ársins 2026- 2029 en fyrri umræða fór fram á 158. fundi sveitarstjórnar þann 13. nóvember s.l.
Byggðarráð heldur áfram umræðu um áætlanir ársins 2026- 2029 á næstu fundum sínum.

7.Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027-2029

Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að halda áfram vinnu við framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026- 2029 en fyrri umræða fór fram á 158. fundi sveitarstjórnar þann 13. nóvember s.l.
Byggðarráð vísar drögum að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026- 2029 til skipulags- og framkvæmdaráðs.

8.Erindi frá Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs vegna gjaldskrárbreytinga

Málsnúmer 202511002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs vegna gjaldskrárbreytinga en samkvæmt 3. grein reglugerðar nr 261/20030 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf skal haft samráð við sveitarstjórn vegna gjaldskrárbreytinga.
Lagt fram til kynningar

9.Landsréttur dómur í máli nr.664 2024

Málsnúmer 202510110Vakta málsnúmer

Á 38. fundi stjórnar Hafnasjóðs þann 17.11.2025 var eftirfarandi bókað:
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir að fela hafnastjóra og lögmönnum hafnasjóðs að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar um áfrýjun Landsréttardóms nr. 664/2024 sem birtur var þann 30. október s.l.
Málinu er einnig vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð tekur undir bókun 38. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings frá 17.11.2025.

10.Innviðauppbygging á NA svæðinu

Málsnúmer 202507034Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja frekari upplýsingar um innviða- og byggðaþróunarverkefnið fyrir Norðausturhornið og framgang þess frá 504. fundi byggðarráðs þann 18. september sl.
Lagt fram til kynningar

11.Kynning Vegagerðarinnar á leiðaáætlun landsbyggðarvagna

Málsnúmer 202511003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur afrit af kynningu Vegagerðarinnar á leiðaáætlun landsbyggðarvagna. Kynningin fór fram 31. október sl.
Byggðarráð fagnar breytingu á leiðakerfi landsbyggðavagna sem felur í sér að leið 79 milli Akureyrar og Húsavíkur hefur nú viðkomu á Akureyrarflugvelli. Byggðarráð telur það vera lykilatriði í almenningssamgöngum á milli Norðurþings og höfuðborgarsvæðisins.

12.Beiðni um styrk til skráningar skjalasafns Karls Kristjánssonar.

Málsnúmer 202511024Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um styrk vegna skráningar skjalasafns Karls Kristjánssonar.
Byggðarráð hafnar erindinu.

13.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi frá Hlöðufelli Restaurant vegna beiðni um lengri afgreiðslutíma

Málsnúmer 202511005Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá Hlöðufelli Restaurant ehf. Felur umsóknin í sér beiðni um lengri afgreiðslutíma.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

14.Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda á Húsavík 2025

Málsnúmer 202511042Vakta málsnúmer

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna flugeldasölu klúbbsins í kringum áramót og þrettánda 2025/2026.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

15.Til umsagnar 237.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202511027Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 237. mál. Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Til umsagnar 229.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202511026Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 229. mál. Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Til umsagnar 175.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202511040Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir DA 2025

Málsnúmer 202412058Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnarfundar Dvalarheimilis aldraðra ásamt fylgiskjölum. Fundurinn fór fram 13. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2025

Málsnúmer 202501084Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tvær fundargerðir Markþings, nr. 5 og 6. Fundirnir fóru fram 14. október og 11. nóvember s.l.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir Samtaka Sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 202504075Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 91. fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 19. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

21.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 987. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. október 2025.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2024

Málsnúmer 202403007Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 121. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Fundurinn fór fram 3. nóvember s.l.
Lagt fram til kynningar.

24.Fundargerðir SSNE 2025

Málsnúmer 202503100Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 77. fundar stjórnar SSNE sem haldinn var 6. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

25.Haustþing SSNE 2025

Málsnúmer 202511036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur þinggerð haustþings SSNE 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.