Fara í efni

Framtíð stjórnsýsluhússins á Húsavík

Málsnúmer 202511011

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 158. fundur - 13.11.2025

Benóný Valur Jakobsson fyrir hönd S-lista óskar eftir að framtíð stjórnsýsluhússins á Húsavík verði rædd í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Benóný, Hjálmar, Aldey, Eiður, Soffía, Kristinn, Birkir, Helena,

Benóný leggur fram eftirfrandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa því til skipulags- og framkvæmdaráðs að hefja strax undirbúning að framkvæmdinni.


Soffía leggur fram eftirfarandi tillögu:
Málinu verði vísað til byggðarráðs í stað skipulags- og framkvæmdaráðs.


Kristinn leggur fram eftirfarandi tillögu:
Málinu verði vísað til byggðarráðs. Því verði falið að fá kostnaðarmat á nauðsynlegum frakmvæmdum með mögulegri áfangaskiptingu svo sveitarstjórn geti tekið ákvörðun um hvernig standa skuli að framkvæmdinni.

Tillaga Kristins gengur lengst og er því fyrst borin upp til atkvæða.
Tillaga Kristins er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Birkis, Eiðs, Helenu, Kristins, Ingibjargar og Soffíu.
Hjálmar situr hjá.

Byggðarráð Norðurþings - 509. fundur - 20.11.2025

Fyrir byggðarráði liggur frá 158. fundi sveitarstjórnar að ræða framtíð stjórnsýsluhússins á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá uppfært kostnaðarmat á framkvæmdum ásamt tillögum að áfangaskiptingu verkþátta.