Fara í efni

Áætlanir vegna ársins 2026- 2029

Málsnúmer 202507027

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 500. fundur - 17.07.2025

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026-2029.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 505. fundur - 25.09.2025

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað vegna fjárhagsáætlunarvinnu vegna áætlunar 2026- 2029. Einnig verður farið yfir tímaplan vegna fyrri og seinni umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 227. fundur - 14.10.2025

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlanir vegna 2026 - 2029.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlunum vegna 2026 - 2029 til umræðu í byggðarráði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 226. fundur - 14.10.2025

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlanir vegna 2026 - 2029.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi tillögu að áætlun til áframhaldandi umræðu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 506. fundur - 16.10.2025

Fyrir byggðarráði liggja fjárhagsrammar sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2026 og vinnuskjöl allra málaflokka og sjóða.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsramma sviða og stofnana og mun halda áfram vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029 á næsta fundi sínum.

Byggðarráð Norðurþings - 507. fundur - 23.10.2025

Fyrir byggðarráði liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings 2026-2029.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Norðurþings til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 158. fundur - 13.11.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára þar á eftir.

Á 507. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:

Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Norðurþings til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Katrín, Helena og Aldey.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 509. fundur - 20.11.2025

Fyrir byggðarráði liggur að halda áfram vinnu við áætlanir ársins 2026- 2029 en fyrri umræða fór fram á 158. fundi sveitarstjórnar þann 13. nóvember s.l.
Byggðarráð heldur áfram umræðu um áætlanir ársins 2026- 2029 á næstu fundum sínum.

Fjölskylduráð - 230. fundur - 25.11.2025

Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um áætlanir vegna 2026-2029.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 510. fundur - 27.11.2025

Fyrir byggðarráði liggja drög að áætlun 2026-2029 til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð mun ljúka vinnu sinni við fjárhagsáætlun 2026-2029 á næsta fundi sínum þann 4. desember n.k.

Fjölskylduráð - 231. fundur - 02.12.2025

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um áætlanir vegna 2026 - 2029.
Fjölskylduráð samþykkir áætlanir 2026 - 2029 og vísar þeim til byggðarráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 229. fundur - 02.12.2025

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja uppfærðar rekstraráætlanir skipulags- og umhverfissviðs 2026.
Skipulags og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir 2026-2029 og vísar áfram til afgreiðslu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 511. fundur - 04.12.2025

Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun Norðurþings vegna ársins 2026 og næstu þriggja ára þar á eftir.

Á 229. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 2. desember s.l. var bókað: Skipulags og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir 2026-2029 og vísar áfram til afgreiðslu í byggðarráði.
Á 231. fundi fjölskylduráðs þann 2. desember s.l. var bókað: Fjölskylduráð samþykkir áætlanir 2026 - 2029 og vísar þeim til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun ársins 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 159. fundur - 11.12.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur til síðari umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029.
Til máls tóku: Bergþór, Helena, Benóný, Aldey og Hjálmar.

Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsstaða Norðurþings er stöðug og hefur farið batnandi á undanförnum árum, til að mynda hafa ekki verið tekin ný lán á þessu ári né næstu fjórum árum þar á undan. Fjárhagsáætlun ársins 2026 og þriggja ára áætlun áranna 2027-2029 eru hér lagðar fram í aðstæðum þar sem einu sinni sem oftar ríkir óvissa um þróun annars vegar atvinnumála í sveitarfélaginu og hins vegar um þróun efnahagsmála almennt m.a. með þrálátari verðbólgu en væntingar stóðu til.
Sveitarfélagið hefur orðið fyrir miklu tekjufalli á yfirstandandi ári vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka og var brugðist við því með hagræðingu og með því að hægja tímabundið á fjárfestingum. Í áætluninni er áfram brugðist við þessari stöðu og er gert ráð fyrir um 180 mkr. hagræðingu á árinu 2026, sem bætist við um 70 mkr. hagræðingu á árinu 2025. Jafnframt er lögð áhersla á að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna með því að hækka frístundastyrk, halda áfram með óbreytta þjónustu í sumarfrístund, tryggja áframhald samþættingarverkefnisins, byggingu frístundahúsnæðis á Húsavík, sundlaugar í Lundi og að hefja endurnýjun á gólfi og stúku í íþróttahöllinni á Húsavík.
Áætlunin stenst lagaleg viðmið um afkomu og fjárhagsstöðu samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Skuldahlutfallið samkvæmt ársreikningi 2024 var 112% og samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að skuldahlutfallið verði 125,6%. Hækkun skuldahlutfalls skýrist af áætlaðri lántöku vegna fjárfestinga m.a. byggingar frístundahúsnæðis.
Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun Norðurþings er gert ráð fyrir að rekstur A-hluta verði jákvæður um 145 mkr. og að rekstrarniðurstaða samstæðu verði jákvæð um 62 mkr. á árinu 2026. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 706 mkr. í samstæðunni sem gerir um 12,92% samanborið við 14,53% í áætlun 2025. Þá er gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld í hlutfalli af tekjum nemi 54,4% í samstæðu og 60,6% í A-hluta og er það í samræmi við áætlun 2025.
Þó verið sé að hagræða og draga saman í rekstri vegna tekjufalls, þá er jafnframt ljóst að áhugi á atvinnuuppbygingu á Bakka og víðar í sveitarfélaginu hefur aldrei verið meiri. Jafnframt höfum við aldrei verið nær því en einmitt nú að annað fyrirtæki en PCC BakkiSilicon ehf. taki ákvörðun um að staðsetja starfsemi sína á Bakka. Það þarf því afar lítið til svo viðsnúningur verði í rekstri sveitarfélagsins í jákvæðari átt.

Undirrituð þakka starfsfólki Norðurþings fyrir góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir samstarfið á við vinnslu fjárhagsáætlunar.
Eiður Pétursson, fulltrúi B lista
Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi D lista
Hjálmar Bogi Hafliðason, fulltrúi B lista
Kristján Friðrik Sigurðsson, fulltrúi D lista
Soffía Gísladóttir, fulltrúi B lista


Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Við sjáum fram á breytt landslag á næsta ári vegna lækkunar á tekjum fyrir sveitarfélagið. Það hefur farið fram mikil vinna inni í ráðum og hjá starfsfólki sveitarfélagsins til að reyna að mæta því. Fyrir hönd V, S og M listans vilja undirrituð leggja áherslu á að við þurfum að vera áfram vakandi yfir stöðunni. Ef í ljós kemur að áætlunin gengur ekki upp, eða að þjónustustig skerðist umfram það sem við teljum ásættanlegt, þá verðum við að vera tilbúin til að endurskoða aðgerðir og gera nauðsynlegar breytingar. Undirrituð hafa fulla trú á því að tekjurnar munu snúast okkur í vil fyrr en síðar.
Aldey Unnar Traustadóttir, fulltrúi V lista
Benóný Valur Jakobsson, fulltrúi S lista
Birkir Freyr Stefánsson, fulltrúi M lista
Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltrúi V lista


Fjárhagsáætlun 2026 er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.

Þriggja ára áætlun 2027-2029 er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.