Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr.3, sat fundinn Kristján Ingi Jónsson varaslökkviliðsstjóri Norðurþings.
1.Áætlanir vegna ársins 2026- 2029
Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað vegna fjárhagsáætlunarvinnu vegna áætlunar 2026- 2029. Einnig verður farið yfir tímaplan vegna fyrri og seinni umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.
2.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka
Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja tillögur til hagræðingar samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2026- 2029.
Ráðið bókaði á síðasta fundi sínum: Fyrir byggðarráði liggur að ræða leiðir til hagræðingar í rekstri Norðurþings vegna tekjulækkunar sem hlýst af rekstrarstöðvun PCC.
Tillögurnar verða til umræðu á næsta fundi ráðsins þann 25. september nk.
Ráðið bókaði á síðasta fundi sínum: Fyrir byggðarráði liggur að ræða leiðir til hagræðingar í rekstri Norðurþings vegna tekjulækkunar sem hlýst af rekstrarstöðvun PCC.
Tillögurnar verða til umræðu á næsta fundi ráðsins þann 25. september nk.
Byggðarráð heldur áfram umræðum um hagræðingar vegna fjárhagsáætlunar á næsta fundi sínum þann 16. október nk.
3.Úttekt HMS á Slökkviliði Norðurþings
Málsnúmer 202509088Vakta málsnúmer
Þann 20. maí 2025 sl. framkvæmdi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) úttekt á starfsemi Slökkviliði Norðurþings.
Fyrir byggðarráði liggur niðurstaða þeirrar úttektar.
Fyrir byggðarráði liggur niðurstaða þeirrar úttektar.
Byggðarráð þakkar Kristjáni Inga Jónssyni fyrir komuna á fundinn.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
4.Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp
Málsnúmer 202509096Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp komandi þingvetrar.
Lagt fram til kynningar.
5.Lokun 2G og 3G farsímaþjónustu um áramót 2025
Málsnúmer 202509098Vakta málsnúmer
Fjarskiptastofa hefur staðfest að 2G og 3G farsímaþjónusta á Íslandi verður aflögð í áföngum og að fullu hætt fyrir árslok 2025.
Byggðarráð leggur áherslu á að farsímaþjónusta og samband verði með sömu dreifingu og áður var, ráðið beinir því til stjórnvalda að sinna skyldum sínum.
6.Fjárhagsáætlun HNE 2026
Málsnúmer 202509095Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun HNE vegna ársins 2026.
Lagt fram til kynningar.
7.Fundargerðir HNE 2025
Málsnúmer 202502056Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 243. fundar heilbrigðistnefndar Norðurlands Eystra sem fór fram þann 17. september s.l.
Lagt fram til kynningar.
8.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2025
Málsnúmer 202509087Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem verður haldinn miðvikudaginn 1. október nk. kl. 16 í Reykjavík.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttir sveitarstjóra til setu á fundinum.
9.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2025
Málsnúmer 202501084Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 2. og 3. fundar stjórnar Markþings (áður Húsavíkurstofa). Fundirnir fóru fram 13. maí og 12. ágúst s.l.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fór fór fram 12. september 2025.
Lagt fram til kynningar.
11.Boð um þátttöku í samráði: Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr.138/2011
Málsnúmer 202509110Vakta málsnúmer
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2025. Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Umsagnarfrestur er til og með 13.10.2025.
Umsagnarfrestur er til og með 13.10.2025.
Byggðarráð vísar umsögn vegna frumvarpsins til sveitarstjórnarfundar þann 9. október nk.
12.Ársfundur Samtaka á köldum svæðum
Málsnúmer 202509114Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð:
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum mun boða til ársfundar samtakanna miðvikudaginn 1. október í sal á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica kl. 11:30-13:00.
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum mun boða til ársfundar samtakanna miðvikudaginn 1. október í sal á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica kl. 11:30-13:00.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttir sveitarstjóra til setu á fundinum.
Fundi slitið - kl. 10:35.