Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

506. fundur 16. október 2025 kl. 08:30 - 12:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 2, sat fundinn frá Ocean Missions Belen Garcia Ovide.

Benóný Valur vék af fundi kl 11:20.

1.Viljayfirlýsing um lóð undir landeldisstöð á laxi í landi Bakka við Húsavík

Málsnúmer 202510041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu á milli Bakkavík landeldi ehf. og Norðurþings um lóð undir hugsanlega landeldisstöð Bakkavíkur landeldi ehf. á Bakka við Húsavík.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að klára vinnu við drögin. Ráðið vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Kynning frá Ocean Missions

Málsnúmer 202508068Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar frá Ocean Missions og kynna niðurstöðu á könnun sem samtökin gerðu nýlega.
Byggðarráð þakkar Belen Garcia Ovide frá Ocean Missions fyrir komuna á fundinn og góða kynningu.

3.Áætlanir vegna ársins 2026- 2029

Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fjárhagsrammar sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2026 og vinnuskjöl allra málaflokka og sjóða.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsramma sviða og stofnana og mun halda áfram vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029 á næsta fundi sínum.

4.Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027-2029

Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026-2029.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu sinni við framkvæmda og fjárfestingaáætlun 2026-2029 á næsta fundi sínum.

5.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka

Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að vinna áfram að tillögum vegna hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins samhliða fjárhagsáætlun 2026-2029.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu sinni við hagræðingartillögur á næsta fundi sínum.

6.Rekstur Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í september 2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Erindi frá Völsungi varðandi fyrirhuguð fasteignakaup

Málsnúmer 202510008Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Völsungi er varðar fyrirhuguð fasteignakaup íþróttafélagsins.
Byggðarráð samþykkir erindi vegna fyrirhugaðra fasteignakaupa félagsins enda ekki um beina ábyrgð sveitarfélagsins að ræða.

8.Uppsögn á samningi um póstþjónustu á Raufarhöfn

Málsnúmer 202509136Vakta málsnúmer

Íslandspóstur hefur sagt upp verk- og þjónustusamningi félagsins við Norðurþing um rekstur póstafgreiðslu á Raufarhöfn. Samkvæmt skilmálum í samningi er uppsagnarfrestur 6 mánuðir og mun því því samstarfinu ljúka í lok mars 2026.
Byggðarráð móttekur erindið og mun fjalla um erindið á næsta fundi sínum.

9.Ósk um endurnýjun samstarfssamnings milli Norðurhjara og Norðurþings árið 2026

Málsnúmer 202510019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá Norðurhjara um endurnýjun á samningi vegna ársins 2025. Framlag Norðurþings var 1.500.000 kr árið 2025.
Byggðarráð samþykkir óbreytt framlag 1,5 m.kr til Norðurhjara vegna ársins 2026.

10.Styrkbeiðni vegna aðventugleði

Málsnúmer 202510010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá Birgittu Bjarneyju Svavarsdóttur en hún hefur hugmyndir um að gera jólatorg á aðventunni sem staðsett yrði á Öskjureit.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um allt að 300.000 kr.

11.Endurgreiðsluhlutfall LSH - 2026

Málsnúmer 202509120Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Brú lífeyrissjóði.
Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

12.Erindi frá Kvennaathvarfinu vegna framlags 2026

Málsnúmer 202509130Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Kvennaathvarfinu vegna framlags 2026.
Byggðarráð samþykkir að framlag Norðurþings verði 412.640 kr. á árinu 2026.

13.Endurskoðun byggðaáætlunar - opið samráð

Málsnúmer 202509133Vakta málsnúmer

Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hófst með samráðsfundum innviðaráðherra um land allt í ágúst 2025 og áætlað að henni ljúki með tillögu til þingsályktunar sem lögð verður fyrir Alþingi haustið 2026. Við endurskoðun byggðaáætlunar verður haft víðtækt samráð við öll ráðuneyti í gegnum stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál, Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga, sveitarstjórnir og aðra haghafa.

Opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar þar sem öllum gefst tækifæri til þátttöku.
Lagt fram til kynningar.

14.Til umsagnar 85.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202509131Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 10. október nk.
Lagt fram til kynningar

15.Til umsagnar 63.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202510017Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um leit að olíu og gasi, 63. mál.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 22. október nk.
Lagt fram til kynningar

16.Til umsagnar 105.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202509132Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál (stefnumörkun), 105. mál .

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. október nk.
Lagt fram til kynningar

17.Boð á haustþing SSNE 2025

Málsnúmer 202509145Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð á rafrænt haustþing SSNE 2025 sem haldið verður þann 29. október n.k.
Vakin er sérstök athygli á því að samkvæmt samþykktum skulu tillögur að ályktunum berast stjórn í síðasta lagi tveimur vikum fyrir þingið.
Lagt fram til kynningar

18.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór 26. september sl.
Lagt fram til kynningar

19.Fundargerðir SSNE 2025

Málsnúmer 202503100Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur 76. fundargerð SSNE. Fundurinn fór fram þann 25. september sl.
Lagt fram til kynningar

20.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna tónleika í Hnitbjörgum á Menningardögum Raufarhafnar

Málsnúmer 202510009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur vegna tónleika í Hnitbjörgum á Menningardögum Raufarhafnar.
Byggðarráð veitti jákvæða umsögn þann 10. október sl.

Fundi slitið - kl. 12:00.