Endurskoðun byggðaáætlunar - opið samráð
Málsnúmer 202509133
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 506. fundur - 16.10.2025
Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hófst með samráðsfundum innviðaráðherra um land allt í ágúst 2025 og áætlað að henni ljúki með tillögu til þingsályktunar sem lögð verður fyrir Alþingi haustið 2026. Við endurskoðun byggðaáætlunar verður haft víðtækt samráð við öll ráðuneyti í gegnum stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál, Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga, sveitarstjórnir og aðra haghafa.
Opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar þar sem öllum gefst tækifæri til þátttöku.
Opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð á vef Byggðastofnunar þar sem öllum gefst tækifæri til þátttöku.
Lagt fram til kynningar.